Embla - 01.01.1946, Page 32
Svo barst sú þunga fregn um íoldu
sem feigSargnýr úr þrumuheim:
„Foringinn hniginn, falinn moldu,
og framar aldrei kemur heim."
En — samt var hvíslað hlýjum rómi,
sem hjali blær um sumarkvöld:
„Hún gekk, að loknum dauðans dómi,
ó Drottins fund með hreinan skjöld."
Sem móðir ljúf þú lagðir ylinn
og líknarorð, er dæmt var hart.
Já, stundum ein og illa skilin. —
Vér oft um seinan lærum margt,
og lífið sátt og sambúð hafnar
og sízt hinn bezta meta kann.
En dauðinn allar deilur jafnar,
svo dásamlegt er margt við hann.
Hve sárt nú trega hópar hljóðir
og hjúpa grátið andlit sitt,
föðurlaus börn, hver fátæk móðir,
er flýja náðu í skjólið þitt.
Þér eru helguð þakkartárin.
Þú veizt við höfum ekkert til,
sem launað íái liðnu árin,
lífsstarfið þitt og hjartans yl.
En eigi þýðir.um að kvarta. —
Slík ævi verður sjaldan löng.
Og nú, er slokknar blysið bjarta
og blaktir fáni í hálfa stöng,
oss skyldan knýr að vinna og vaka. —
Það vorar senn við fjallabrún.
Þitt helga merki í hönd skal taka
og hefja loks við efsta hún.