Embla - 01.01.1946, Side 36
Óskastundin 1928 og síðan hafa komið nokkrar smásögur, sagnir
og kvæði í blöðum og tímaritum.
— Skrifaðir þú ekkert á meðan börnin voru ung?
— Ekkert, fyrr en þau elztu náðu mér í öxl. Það sótti ekki mik-
ið á mig á þeirn árum. Ég hafði líka nógu að sinna. Ég tel ekki
það, sem ég orti af erfiljóðum. Það varð einhvern veginn að vana,
að ég var beðin að yrkja erfiljóð, þegar einhver dó í sveitinni.
— En hvað geturðu sagt um samkomulag húsmóðurinnar og
skáldkonunnar?
— Það gekk aldrei hávaðamikið, en stundum urðu nokkuð
iiörð átök. Mest langaði mig til að skrifa á morgnana, en Jrá liafði
ég ekki tíma til Jress.
— Skáldkonan hefur auðvitað orðið að vægja fyrir húsmóður-
inni. — En ertu hætt að skrifa?
— Já, að mestu leyti. Égskrifa svolítið endurminningar.
— Heldurðu, að þú legðir ekki út á skáldabrautina að nvju,
ef Jni værir nú 20 ára?
— Ég lield ekki. En mikill er nú munurinn að vera tvítug
núna eða fyrir 50 árum, — og alveg gengur fram af mér, þegar
unglingarnir eru að kvarta undan Jrví að Jrurfa að læra, eins og
maður þráði Jietta mikið á minni tíð.
— Gekkstu aldrei í skóla?
— Nei, Jrað Jrótti ekki sjálfsagt, að stúlkur lærðu. Pabbi kenndi
mér að lesa og skrifa. Svo var ég í farskóla einn mánuð fyrir
fermingu. En ég las allt, sem ég náði í. Þegar ég var á 13. árí,
byrjaði ég að lesa dönsku, alveg tilsagnarlaust, og komst einhvern
veginn svo fram úr Jrví, að ég gat lesið Norðurlandamál mér til
gagns. En mér var aldrei kennt neitt í íslenzku. Ég lield helzt, að
ég rnyndi byrja á því að læra eittbvað, ef ég yrði allt í einu 20 ára.
Svo kveð ég Jressa yfirlætislausu, gáfuðu konu og Jiakka henni
þau afrek, sem hún hefur innt af hendi við erfiðustu starfs-
skilyrði.
V. H.
34
EMRI.A