Embla - 01.01.1946, Page 37
Kafli úr
TENGDAMÖMMU
eftir Kristinu Sigfúsdóttur
Arj: (opnar hurðina) Mannna mín.
Björg: (kemur í dyrnar) Hvað viltu, Ari minn?
Ari: Viltu ekki koma fram í stofuna til okkar? Prestarnir eru báð-
ir komnir, og síra Guðmundur var að spyrja eftir þér.
Björg: Nei, ég fer ekki fram. Ég býst við, að mér yrði lítil ánægja
að viðræðum ykkar ungu mannanna. En mér væri ánægja að
því, ef síra Guðmundur vildi konta inn til mín og tala við mig
dálitla stund.
Ari: (ahiðlegur) Ég skal biðja liann þess, mamrna mín. (Til
Sveins) Svo ætla ég að biðja þig, Sveinn minn, að taka hestana
og leggja á þá, áður en langt líður. Þeir vilja endilega komast
heim í kvöld.
Sveinn: Já (þeir fara).
Björg (kemur með stól innan úr húsinu, setur hann við hinn
dyrastafinn).
Prestur og Ari (koma inn).
Prestur (réttir höndina) Komið þér sælar, Björg mín.
Björg: Komið þér sælir, síra Guðmundur (vísar honum á annan
stólinn, sezt á hinn).
Ari (fer út).
Prestur: Mér fannst ég ekki geta farið svo héðan að finna yður
ekki. Á mínum aldri er ekki liægt að gizka á, hvenær menn
kveðja í síðasta sinn. Ég lief alltaf talið yður með mínum gömlu
og tryggu vinum.
embla
35