Embla - 01.01.1946, Side 38
Björg: Það er yður óhætt, síra Guðmundur. Þér hafið skilið mig
á dýpstu alvörustundunum og vakið hjá mér fullt traust. Ég
hef aldrei átt marga vini og gleymi þeim þess vegna síður.
Prestur: Hvernig er Jiað, Björg mín? Ég minnist ekki að liafa séð
yður við kirkju Jretta ár.
Björg: Nei, ég hef aldrei komið í kirkju, síðan aðstoðarpresturinn
fór að messa. Ég býst ekki við, að mér myndi liafa orðið Jiað til
ánægju.
Prestur: Þér ættuð að heyra fyrst og dænia svo, Björg mín.
Björg: Ég dæmi ekki manninn. Ég Jrekki hann ekki neitt. Ég
dæmi heldur ekki skoðanir hans. Ég hef ekki kynnt mér þær og
vil ekki kynnast þeim.
Prestur: Þegar við segjum, að við viljum ekki kynnast einhverju,
mönnum eða málefnum, þá dæmum við ])að, sem við ekki
þekkjum.
Björg: En þegar fleygt er fyrir borð J)eim trúarsannindum, sem
veitt liafa mér og mörgum ættliðum á undan mér svölun og
hvíld, þá get ég ekki orðið samferða.
Prestur: Tímarnir breytast og mennirnir með. Þær skýringar,
sem börriin taka gildar, fullnægja ekki ])eim fullorðnu.
Björg: Hvað sem þeim kröfum líður, {)á verður sannleikurinn
aldrei nema einn.
Prestur: Nei, sannleikurinn verður aldrei nema einn. En bún-
ingsskipti Jians á byltingatímum eru sniðin eftir hugsunar-
hætti beztu og vitrustu manna Jieirrar aldar. Þeir, sem ekki
þekkja hann í nýja búningnum, verða eins konar nátttröll,
sem dagar uppi.
Björg: Haldið þér þá, að unglingarnir, sem hlaupa eftir nýjung-
unum, séu nær sannleikanum en gamla fólkið með kyrrstöðu-
skilninginn?
Preslur: Ég held, að hver maður, sem leitar sannleikans, sjái eitt-
Irvert brot af lionum í hlutfalli við andlegan þroska sinn.
Björg: (brosir) Og fólkið, sem þyrpist í kirkjurnar, ])egar von er
á dansi á eftir, er Jjað líka að nálægjast sannleikann?
Prestur: (brosir) Gefa ekki mæðurnar börnunum sykurmola, svo
að þau taki meðölin, sem Jieim eru nauðsynleg?
36
EMI5LA