Embla - 01.01.1946, Síða 45
Ein af fyrstu æskuminningum mínum er, að ég var að klifra
upp á klettana fyrir ofan hæ foreldra minna til að gá, hvort 'engin
skúta væri að koma. Skútuöldin var þá í algleymingi, og enginn
þótti maður með mönnum, sem ekki var á skútu. Við börnin
þekktum skúturnar langar leiðir.
Það var mikið um að vera heirna, þegar von var á föður mín-
um. Það var lieldur engin furða. Þá fengum við að fara um borð
í uppskipunarbátnum, og blessaðir gömlu sjómennirnir keppt-
ust allir við að gera okkur gott. Fullan fant, eins og þeir kölluðu
könnurnar, sem þeir drukku úr, af svörtu kai'l'i með beinakexi og
svo kandís og skonrok. Og við vorum líka ánægð og hamingjusöm,
þegar við fórum í land með rauðan vasaklút, fullan af þessu góð-
gæti. Faðir minn kom líka stundum með fáeina kjötbita, sem
hann hafði dregið af mat sínum í túrnum. Okkur fannst þetta
hreinasta veizla.
Bræður mínir fóru snemma til sjós, 11 og 12 ára. Ég man það
enn, hvað okkur yngri systkinunum fannst til um þessa litlu sjó-
menn. Eða þegar Jakob bróðir minn kom úr fyrsta túrnum, 11
ára gamall, með stóran poka á bakinu og henti að okkur þessari
vísu:
í tunnusekkinn tróð ég tíu kinnum
og forfærði þær fimmtán sinnnm.
Og í trosi á ég keilu afarstóra,
steinbítshvolp og karfa fjóra.
Þessu liafði einn gamansamur félagi hans laumað að honuin, þeg-
ar hann lagði af stað heim.
Sjómennirnir áttu hver sitt mark. Við þekktum markið lians
pabba, og vorum alltaf hreykin af, livað hann var mikill afla-
maður, auk þess var hann oftast stýrimaður. Við vissum, að eftir
því sem aflinn var rneiri, mundum við hafa betra að borða, hærra
var ekki hugsað.
Þegar fiskvinnan hófst, var nú líf og fjör. Uppi á malarkömb-
unum stóðu fiskþvottakörin, og þar stóð kvenfólkið og vaskaði,
eins og það var kallað, svo að segja hvernig sem viðraði, oft í lítil-
fjörlegum hlífðarfötum, en glaðar og gamansamar, hvernig sem
EMBLA
43