Embla - 01.01.1946, Page 46
Frá HafnarfirÖi um 1900
allt var. En þegar skip koniu með kol eða salt til úgerðarinnar,
bar kvenfólkið á bakinu, upp í geymsluhúsin, hvort heldur var
kol eða salt. Eldri menn reru uppskipunarskipunum. Það kom
fyrir, að konur létu bera til sín' börn til að láta þau sjúga sig, ef
þær gátu ekki skroppið lieim. Börn önnuðust heimilin á daginn,
en á kvöldin tóku konurnar við, elduðu og hirtu heimilin, þegar
þær komu heim.
Allir, sem vettlingi gátu valdið, voru í fiskbreiðslu. Okkur
krökkunum fannst mikið til um, þegar við gátum farið að hjálpa
til. Öll viðskipti við kaupmanninn voru í innskrift, og eftir því,
sem ég bezt veit, var peningagreiðsla fyrir vinnu liarla fátíð.
Á haustin og fram yfir nýjár var oft lítið um að vera og skipin
öll í höfn. Stóðu menn þá oft og spjölluðu saman undir húsgöfl-
unum, sögðu fréttir eða spáðu um næstu vertíð. Faðir minn tók
aldrei þátt í þessum gaflaþingum, hann var svo mikill starfsmaður,
að hann fekk sig ekki til jjess. Ef hann var ekki við garðahleðslu
eða einhver útistörf, lmýtti hann net, prjónaði, spann, gerði skó
eða hvað, sent var, og fór allt’jafnvel úr hendi.
44
KMBLA