Embla - 01.01.1946, Page 58
GuÖrún Jónsdóttir
frá Prestsbakka
EIN ÚR HÓPNUM
Ég mætti henni á hverjum morgni í ganginum fyrir framan
kapelludyrnar. Hún kinkaði nú orðið kolli til mín, en var alltaf
alvarleg. Andlitið var útitekið, magurt og kinnfiskasogið, augun
dökk og lágu djúpt inni í augnatóftunum. Hún hafði bláan, upp-
litaðan skýluklút á liöfðinu, og hárið, sem gægðist fram undan
honum, var grátt. Kápan hennar var snjáð og slitin, stoppuð og
bætt, og skórnir hennar þörfnuðust sólunar. En það, sem ég tók
bezt eftir, voru hendurnar. Ég hef aldrei séð aðrar eins hendur-
Hún kraup við hlið mér, og rósabandið rann í gegn um greipar
hennar. Mér fannst hún taka á liverri perlu eins og hún væri lif-
andi rós. Þessar hendur voru eins og bæn, auðmjúk bæn án orða.
Ég vissi ekki, hvað hún hét. Við krupum hlið við hlið livern
morgun, en töluðum aldrei saman, kinkuðum aðeins kolli þegj-
andi, þegar við mættumst frammi í ganginum. Stundum var rign-
ing. Þá rann vatnið úr skónum liennar, kápan hennar var renn-
andi vot og klúturinn hennar blautur. Hún hlaut að vera ísköld
56
EMBLA