Embla - 01.01.1946, Qupperneq 59
og hrakin. Samt sást aldrei votta fyrir æðru eða kvörtun í augna-
ráði hennar.
Þegar ég kom út úr kirkjunni og gekk niður götuna, var eins
og ég kæmi í annan heim. Hingað og þangað voru festir upp
flugmiðar. Sumir höfðu verið þarna um morguninn, þegar ég fór
að heiman, aðrir höfðu verið festir upp, á rneðan á messunni stóð.
Fólkið á götunni leit til beggja Iianda, áður en það fór að lesa
flugmiðana. Það var bezt að vera var um sig, ef einhvers staðar
skyldi vera Hipomaður á ferli. Svo flýtti maður sér að lesa og
hafði yfir nreð sjálfum sér helztu fréttirnar til þess að festa þær
betur í minni.
Hún leit aldrei við þessum miðum. Það var eins og hún yrði
lotnari og auðnuleysislegri, þegar hún kom út á götuna. Stund-
um var ég svo ókurteis að standa kyrr og horfa á eftir henni,
þangað til hún hvarf fyrir hornið. Hún liafði svo einkennilegt
göngulag, rétt eins og hún væri vönust að ganga á eggjagrjóti og
kenndi til í hverju spori. Hugur minn fylgdi henni, eftir að hún
var horfin sýnum. Ég vissi, hvert hún fór. Hún var flóttamaður
og svaf á hálmi á gólfinu í einhverjum skólanum. Þó var aldrei
hálmur á fötunum liennar, en ég kannaðist við þefinn af flótta-
fólkinu, ég hafði svo oft andað lionunr að mér, þegar ég sat við
hliðina á því í kirkjunni.
Vorið færðist nær. Veðrið varð snrátt og snrátt blíðara og lrætti
kenjum sínum og duttlungum. Borgarbúar fóru að klæðast léttari
og ljósari búningi. Börnin gengu berfætt í skónum. Biðraðirnar
fyrir utan búðirnar með notuðum fötunr jukust daglega. Sumir
voru komnir á vettvang unr átta leytið, jró að ekki væri opnað
fyrr en klukkan níu. En lrún var alltaf eins. Klúturinn lrennar
varð aðeins fölari á litinn, eftir Jrví senr sólin varð lreitari og skein
lengur. Nú sást aðeins örla á fölbláan lit, Jrar senr fellingarnar
voru dýpstar. Ég var lrér um bil viss um, að skórnir lrennar væru
gersamlega botnlausir, og Jrað gat varla lreitið, að kápan hennar
héngi saman á bótunum og staginu. En hún kraup jafn þolinnróð-
lega við lrlið mér lrvern nrorgun og bað. Og perlur rósabandsins
urðu að ilmandi rósunr milli fingra hennar, rósunr, sem hún las
handa móður Guðs.
embla
57