Embla - 01.01.1946, Qupperneq 60
Svo kom maí.
Maí er mánuður hennar, sem var kjörín drottning himins og
jarðar. Á liverju kvöldi var lesin litanía og sungnir sálmar henni
til heiðurs og þakkar. Á hyerju kvöldi hneigðum við höfuð okkar
og báðum Guðsmóður að biðja fyrir okkur, syndugum mönnum,
því að hvenær var meiri þörf fyrir bæn en þá? Síðustu dagar ófrið-
arins voru lengri og erfiðari en öll árin, sem á undan voru gengin.
Við héldum niðri í okkur andanum og biðum.
Eitt kvöldið var eins og umheimurinn væri horfinn, eins og
sólin stæði kyrr og máninn myndi skína alla nóttina yfir Ajalous-
dal. Ómurinn af bæn flóttakonunnar barst að eyrum mér öðru
Itver j u:
Heilige Maria, Mutter Gottes, bitte fiir uns Siinder —
Þegar við komum fram á ganginn, staðnæmdumst við báðar
eins og eftir þegjandi samkomulagi. Eg veit ekki, hve lengi við
stóðum þarna án þess að tala saman, en allt í einu var ganghurð-
inni svipt upp, og ung stúlka stóð á þröskuldinum. Hún hafði
auðsjáanlega hlaupið, því að hvíti höfuðklúturinn hennar hafði
aflagazt, og hárið þyrlaðist til, augun ljómuðu, og hún gekk upp
og niður af mæði.
„Friðurinn var kominnl"
í f’yrstu gátum við ekki komið upp einu einasta orði. Við
stóðum þarna þrjár, sín af hverri þjóðinni. Ég var útlendingur, og
þær voru óvinir, því að önnur var dönsk, en hin þýzk. En við
mundum ekki eftir því. Fyrstu orð okkar allra, sinnar á hverju
málinu, voru hin sömu: Guði sé lof!
Unga hjúkrunarkonan hljóp niður stigann og út til þess að
segja fleirum frá því, sem gerzt hafði. Við stóðum kyrrar í gang-
inum og fórum að tala saman í fyrsta skipti.
Hún var frá Lithauen. Hún hafði farið fótgangandi alla leið
frá heimili sínu til Berlínar og síðan til Hamborgar, en þaðan
var henni ekið ásamt fleirum til Kaupmannahafnar. Hún var af
þýzkum ættum, en hafði alið allan sinn aldur í Lithauen, og
ætt hennar hafði búið þar í marga liði. Hún vissi ekkert, livað
orðið hafði af eiginmanni hennar og syni. Þeir höfðu verið
teknir í herinn, og síðan hafði hún ekkert af þeim spurt. Hún
58
EMBLA