Embla - 01.01.1946, Page 61
var alein og átti engan að nema Guðsmóður, „en enginn er einn,
sem á hana að vini,“ sagði hún hæglátlega.
Svo fylgdumst við niður stigann og út og tókumst þar í hendur
til kveðju. Hún hvarf mér í mannfjöldann, sem æddi fagnandi
eftir götunum og hrópaði húrra og veifaði.
Morguninn eftir kraup hún á sínum vana stað. En ég hafði
komið nokkuð á undan henni og lagt lítið blóm í sætið hennar.
Það var ofurlítið og eiginlega aðeins grænt blað, en ég vissi, að í
Lithauen er þetta litla laufblað tákn vorsins og .gróandans og
sigri lífsins yfir dauðanum. Hún horl'ði undrandi á blómið og síð-
an á mig og brosti. En þegar messunni var lokið, stóð hún upp
og gekk innar í stað þess að fara fram fyrir. Hún gekk á sárum
fótunum eftir hellulögðu gólfinu og-lagði blómið á pallinn fyrir
framan altari Guðsmóður. Svo kraup lnin á gólfið og beygði höf-
uðið.
Ég opnaði hurðina hljóðlátlega og fór út. Úti var bjart og hlýtt
og gleði á hverju andliti. Stríðinu var lokið, og hinir iierteknu
komu heim til sín í stórum hópum. Ég átti líka von á að geta
komizt heim innan skannns. En hún, sem kraup á köldu gólfinu
inni í kapellunni, átti aldrei afturkvæmt til síns heimalands, —
og enginn beið hennar neins staðar á jörðinni. Og þó átti ef til
vill enginn betri heimvon en hún.
liMBLA
59