Embla - 01.01.1946, Side 68
DANSAÐIDAHLEM
Eftir ævafornri trú á hver maður sér einn eða fleiri verndar-
anda, sem fylgja lionuin á öllum hans leiðum. Sumt nútímafólk
er þessarar trúar, og til eru þeir menn, sem fortakslaust halda því
fram, að þeir liafi séð þá, — þessa dularfullu leiðsöguanda, — séð
þá jafn greinilega og liina mennsku menn, sem þeir voru í fylgd
með.
Mér datt í hug, kæri lesandi, að þú mundir kannske geta orðið
minn ósýnilegi förunautur á löngu horfnu æviskeiði. Aldrei minn-
ist ég þess að hafa verið jafn einmana og á því tímabili, og ég
treysti mér ekki aftur í þann ískulda, þótt í huganum sé, nema
ég megi gera ráð fyrir einhverri slíkri veru mér við hlið.
*
Við stöndum fyrir utan útidyrahurðina á nr. 5 í Reinbabenallé
Berlin-Dahlem Jiaustið 1931. Þung, útskorin eikarhurð opnast
Jiægt og hljóðlaust, en á móti okkur skundar í hálfrökkrinu dökk-
liærð, miðaldra kona í svörtum silkikjól. „Þetta er forstöðukon-
an“, hvíslar förunautur minn. — Nú, svo að þetta er þá frú
Delitzch. Víst var hún myndarleg. Og þótt hárið væri slétt og
hælarnir lágir, þá var ekki þar með sagt, að hún gæti ekki verið
færasti fimleikakennarinn í Berlín, og hress í luiga stígum við
fyrstu skrefin inn í fordyrið.
En hvað húsið er ríkmannlegt, viðurinn traustur og fallegur.
Sérðu stigann. Sá er breiður og allur útskorinn, — nú, hann ligg-
ur niður í æfingasalinn. — Skyldi það vera rétt, að faðir frúar-
(56
EMBI.A