Embla - 01.01.1946, Page 71
árgangurinn, sem bættist við um vorið, eftir langan og leiðinlegan
vetur, var eins og frá annarri stjörnu, livað viðmótið snerti. Þær
voru óheppnar, barónessurnar, að það skyldi einmitt vera ís-
lendingur, sem þær ætluðu að frysta. Þær hefðu átt að reyna að
svæla hann lit með elskulegheitum, en geyma hitt handa ítal-
anum.
*
Manstu tímann hjá frú Petzsch, þegar við þurftum að dansa
einar, eða réttara sagt, þegar ég þurfti að dansa ein í fyrsta skipti.
Manstu, að við sátum í neðstu tröppu breiða stigans og biðum.
Aldrei gleymi ég þeirri stund. Ungfrú F. sat við flygelinn inni í
litla æfingasalnum og spilaði, yndislega að vanda. Frú Petzscli sat
í leðursófanum með tamburin milli handanna. Stelpurnar sátu á
hækjum sínum meðfram veggjunum og við í stiganum. Þær komu
fram á gólfið ein af annarri. — En livað þeim tókst vel. Hvernig
fór þeim að takast svona vel? Maja von Rabenau, dökk, með rjóðar
kinnar og mjúk eins og köttur í öllum hreyfingum — það var ekki
EMBLA
69