Embla - 01.01.1946, Page 74
Á eftir sýndi fraulein S. smákrakka. Hún var aðdáanleg sem smá-
barnakennari, en seigdrepandi í fullorðinstímunum. Á eftir smá-
krökkunum komu stærri telpur, sem ég hafði æft, eins og þú veizt,
af því að prófið stóð fyrir dyrum. Manstu, þegar frú Helitzsch
sagði,að ég ætti að sýna 10 ára telpurnar. Heima á íslandi liefði
maður sagt: „Guð, ég get það ekki,“ — hér tóku allir orðalaust við
hinum erfiðustu verkefnum.
Dagarnir líða. Við sitjum í lestinni norður. Ég er ósegjanlega
hamingjusöm, með prófskírteini, í leikfimifögum, sundi, úti-
íþróttum og sportnuddi, einlivers staðar í töskunni, og liugann
barmafullan af glæsilegum afreksdraumum. Þvílíkt augnablik. —
Við skulum staldra við og láta það aldrei líða.
Ólöf Árnadótlir
72
EMBLA