Embla - 01.01.1946, Page 75
BIRGITTA TÓMASDÓTTIR
Birgitta Katrín Tóinasdóttir fæddist 12. júní 1851. Foreldrar hennar voru síra
Tóraas Þorsteinsson á Brúarlandi i Skagafirði og kona lians, Margrét Þorsteins-
dóttir prests Hjálmarssonar. Birgitta giftist ung að aldri Skúla Magnússen frá
Skarði í Dölum, en missti liann eftir nokkurra ára sambúð. Eftir dauða manns
síns, bjó frú Birgitta á Akureyri ásamt sonum sínum,
Tómasi og Kristjáni. Síðar fluttist liún lil Reykjavíkur.
En þegar synirnir voru farnir að heiman, dvaldist hún
á Seyðisfirði hjá bróður sínura, Lárusi Tómassyni,
föður Inga lónskálds. Þar andaðist hún 13. júlí 1913.
Frú Birgitta var merk og raikilhæf kona, hljómelsk
og söngvin og skáldmælt vel. Einna kunnast af ljóðum
hennar mun vera Kvölds i bliða blænutn undir hinu
gullfagra lagi Sigfúsar Einarssonar. Ingi, bróðursonur
Birgittu, satndi og lög við kvæði cftir hana, og sjálf
mun hún hafa samið nokkur lög. Hefur Embla í liyggju
að afla sér nánari upplýsinga um þessa merku lista-
konu. Kvæði þau, scm hér fara á eftir, sendi frú Birgitta vinkonu sinni, Ólínu
Andrésdóttur skáldkonu.
EMBLA
73,.