Embla - 01.01.1946, Page 76
STJARNAN
Stjarnan mín skæra, sem blikar svo blíð
í bládjiipi himins um aftaninn síð
svo langt fjarri gleðinnar glaumi.
Þú þekkir ei mannlífsins þungbæru mein,
þú þekkir ei bölþrungin andvörp og kvein,
er líða frá hjörtum í heimi.
Þögul og róleg þú rennur þitt skeið,
rökkrið þá dreifist um bláloftin lieið
og dauft er um dalina auða.
Er sjón minni liverfur þú himnesk og hlý,
hylja þig vetrarins snæþungu ský,
þá brosir þú blíðust í dauða.
SÖN GLISTIN
Þú sönglist kær á döprum reynsludögum,
er dimmir ský og sólarbirtan þver,
þú líður eins og ljós frá sælli högum,
og Ijúft guðs dýrðar liiminn opnast mér.
Ég minnist Jrín, er vorsól gyllir vengi
og vekur blóm í grænni fjallahlíð.
Ég minnist Jrín, þá vindar stilla á strengi
sín stormaljóð unr haustsins kuldatíð.
Ég minnist þín, þá glatt er allt í geimi
og gyllir morgunsunna lönd og haf.
Ég minnist þín, er húnrar að í lreimi
og hinztu geislar liverfa brúnum af.
Ég minnist þín, þá gæfa hug nrinn gleður
og geislunr dreifir unaðssólin lrlý.
Ég minnist Jrín, unr harnr Jrá harpan kveður
og himingleði byrgja raunaský.