Embla - 01.01.1946, Síða 77
ÞÓRDÍS JÓNASDÓTTIR
Þórdís Jónasdóltir fæddist 3. júní 1902 í Miklabæ í Blönduhlíð í Skagatirði,
dóttir Jónasar Jónassonar, er lengi bjó í Hofdölura og við þann bæ er kenndur.
Þórdís byrjaði sneranta að yrkja og skrifa, og visur,
setn til eru eftir hana frá 16 ára aldri, bera það nteð
sér, að henni hefnr verið óvenju létt um að ljá hugs-
uriujn sínum skáldlegan búning þegar á unga aldri.
Rúmlega tvítug vciktist Þórdís af berklum og átti við
þá að stríða æ síðan og varð því oft að dveljast lang-
dvölu'm á heilsuhælum. Alla ævi lagði hún mikið stund
á ritstörf, eftir því sem heilsan frekast leyfði, og jafn-
vel síðustu daga ævi sinnar sat hún uppi i rúminu og
skrifaði. Eins og að líkum lætur urðu afköst hennar
við ritstörfin ckki eins og efni stóðu til, þar sem hún
átti meiri hluta ævi sinnar við vanheilsu að stríða, en þó mun talsvert til eftir
hana af sögum og ljóðum. Fátt eilt af skáldskap Þórdísar hefur birzt á prenti,
einungis litilsháttar í timarituin. Þórdís lézt 16. des. 1942.
%
REGNBOGINN
Ég man ekki, hve gömul ég var. Það var kvöld. Yfir liinum
dimmu, alvarlegu heiðum livíldi mjúkur töfrabjarmi. Sólin var
gengin til hafs og snerti landið rauðum sprota. Efra sigldu hvítir
bátar skýjanna um loftið. Veðrið var undurmilt. í suðri var hálfur
regnbogi eins og brú frá austurfjöllunum til vesturs. Þangað
horfði ég. Ég lá uppi á fjósinu, tuggði súrblöðku í ákafa og óskaði
mér. Ef ég gæti nú gengið undir regnbogann. Amma hafði sagt
mér, að sá, er þangað kæmist, fengi hverja ósk sína uppfyllta á
augabragði. En það var afskaplega erfitt ferðalag, erfiðara en
EMBLA
75