Embla - 01.01.1946, Page 84
breytta málrómnum. Hún lagði mikla álierzlu á öll orðin. —
„Þeir segja, að allt rætist það einhvern tíma, sem maður óskar sér,
en þeir ljúga því bara að mér og þér, og öllum, sem eru nógu
mikil börn að trúa þeim. Þú getur aldrei gengið undir regn-
bogann, það getur enginn. Og þú eignast heldur aldrei neitt af
því, sem þú óskar þér. Þú skalt hætta að hugsa um þetta, áður
en það er um seinan.“
Mér varð einkennilega ónotalega við, eins og spáð liefði verið
fyrir framtíð minni af hinum alsjáanda. Ég fann, að Hanna
gamla sagði satt. Myrkrið kom aftur í augu henni, þau urðu köld
og líflaus eins og gler eða frosið vatn. Hún sneri við mér bakinu,
tók pokann sinn, rambaði ofan götuna, og livarf fyrir bæjar-
hornið.
Ég stóð eftir með tvær hendur tómar.
Þórdis Jónasdóttir
82
EMBLA