Embla - 01.01.1946, Síða 87
dauf strik, seni reyndust vera gata. Var mikil hvíld að fylgja henni.
hessi gata, sem þarna liggur yfir hraunið, er sú elzta, senr við höf-
um séð á ferðum okkar. Þessir gömlu götuslóðar tala sínu hljóða
máli. Svipir horfinna kynslóða birtast og líða fram hjá. Sagan
tekur á sig undarlega skýrar myndir. — Þarna hillir undir langa
lest, langt niður frá. Þar er einhver stórbóndinn að fara með ull-
ina, sem er þétt troðið í mislita hærupoka. — Niður lnaunið
að vestan kemur önnur. A henni eru skreiðarbaggar svo stórir, að
þá ber við loft. Eitthvað á nú að borða af þorskhausum á þessum
bæ. — Þarna glittir í gyllta hnappa og skrautbúin reiðtygi. Danska
vafdið er að fara með fátækan bónda suður að Bessastöðum. Það
á að dæma hann til fangelsisvistar á Brimarhólmi, af því að hann
stal gamalli rollu til að seðja hungur barna sinna. — Sitthvað
segja þessi gömlu spor. — Þarna kemur lólk á stangli — fótgang-
andi, hörmulega útleikið, með sár á fótum, þrútin augu og svartar
tanngeiflur. Gömul kona er að þrotum komin; hún sezt við göt-
una og stynur mjög. — Þetta fólk er að koma frá eldunum, — Skaft-
áreldunum. Svona verka gömul spor kynslóðanna á vegfarandann,
sem rekur þau.
Nri vorum við komnar niður á Selvogsheiði og höfðum gras
undir fótum. Var þá ekki beðið boðanna að tylla sér og taka upp
malinn. — Nú gerðust fæturnir viljugir, og var nú gengið rösk-
lega. Ekki sáum við samt Selvog. Þarna eru götur, krossgötur. Við
völdum þá, sem stefnir á Herdísarvík, fylgdum henni, þangað til
hún Jivarf í stórgerðan móa. Allt í einu stóðum við fram á svim-
liárri brún. Fyrir neðan okkur lá sjórinn og strandlengjan. Við
sáum niður í Herdísafvík og bæinn, þar sem stórskáldið okkar,
Einar Benediktsson, kvaddi þetta líf. Selvogur blasti við með
hinu stóra, fallega Hlíðarvatni. Svo langt, sem augað eygði til
hægri og vinstri, sáum við svartar liamrabrúnir. Hvernig áttum
við, vængjalausar, að komast þarna niður? Við komum auga á
þráðbeint strik, senr náði milli fjalls og fjöru. Það gat lrvorki
verið gjá né gata; það hlaut að vera girðing, sem lögð var alla
leið upp á fjallsbrún, annars gagnslaus sem vörn fyrir fé. Ákveðið
var að reyna þar niðurgöngu, sem reyndist líka sú eina þar um
EMBLA
85