Embla - 01.01.1946, Page 90
vera komin í sjóinn, svo nærri lionum sem hún stendur. Þessi
varnargarður liefur líka varið landið frá eyðileggingu foksands-
ins, sem teygði sig inn eftir landinu og át upp gróðurinn, svo að
þar, sem fyrir nokkrum árum sá ekki stingandi strá, eru nú gróður-
sælar valllendisflatir.
Þegar við komum aftur lieim að Nesi, færði Guðmundur okkur
þau tíðindi, að hins langþráða báts væri nú loksins von upp úr
liádegi þann sama dag. Var því alveg sjálfsagt að nota ferðina til
Stokkseyrar, en þaðan var. báturinn. Bæði var það fljótara og svo
komumst við hjá því að níðast á veslings lúnu klárunum.
Eftir burtfarartíma bátsins frá Stokkseyri að dæma reiknaðist
þeirn í Selvogi svo til, að hann gæti farið þaðan um sex leytið e. h.
þann dag. Með því móti átti okkur að heppnast að ná í síðustu
áætlunarferð til Reykjavíkur.
Teitur Eyjólfsson, forstjóri Vinnuhælisins að Litla-Hrauni,
hafði veg og vanda af þessari bátsferð. Þurftum við því að leita til
hans með flutning á okkur. Teitur sló á glens, þegar við bárum
upp bónorðið, sagðist lireint ekki vita, hvernig það færi, þar sem
við værum þrjár ungar stúlkur. Skipshöfnin væri nefnilega þrír
ungir piltar. Formaðurinn væri reyndar talinn einn sá öruggasti
á Stokkseyri, Ingimundur á Strönd. Hann sagðist ekki vita, nema
þeir slepptu allri stjórn á bátnum og keyrðu í strand, ef þeir hefðu
slíkan ágætis farm um borð! Ég hugsaði í sírnann: Það sér á, að
síminn er ekki sjónvarp!
Tafir urðu svo miklar við útskipun í Voginum, að klukkan var
orðin 2 um nóttina, þegar lagt var af stað þaðan. Við stúlkurnar
áttum auðvitað „kojuvakt". Við héldum eldinum við í „kabyss-
unni“, fengum okkur kaffi, sem var þar á könnunni, og létum fara
vel um okkur.
Nú vorum við komin upp undir Stokkseyri. Var þá ekki orðið
það hátt í, að við gætum flotið inn fyrir. Urðum við því að doka
við. Settist þá öll „skipshöfnin" að kaffidrykkju niðri í „lúkar".
Var þar glatt á lijalla. Allt í einu tekur báturinn snarpan kipp. —
Jú, við dinglum þar uppi á skeri. — Báturinn er kominn í strand!
Það er yfirleitt ekki hlátursefni, þegar skip stranda á þessum slóð-
88
EMBLA