Embla - 01.01.1946, Síða 106
Á honum máske er ekkert gxóm,
á sér frægð og heiður.
En hann á lítt af ljúfum róm,
og líklega er hann reiður.
Heldur skipt um hljóma er,
hæli honum hver sem getur,
þegja báðir, því er ver,
Þorsteinn minn og Pétur.
Kvenréttindakona skrifar:
.... Það er ekki þar fyrir, að stundum dettur mér eitthvað í
hug, sem er eins og einhvers konar vísa eða ljóð. Ég skrifa það
sjaldnast niður og gef því ekki einu sinni nöfn. Hef nógu öðru að
sinna.
.... Ég er ekki yiss um, að J>að sé af eðlismismun, hve fáar
konur stunda ritstörf, samanborið við karlmenn. Mér finnst eftir-
tektarvert, að margar konur, sem hafa nálgazt það að vera taldar
rithöfundar, liafa verið sjúklingar og dvalizt á hælum. Þetta
finnst mér benda til þess, að það séu fyrst og fremst heimilisstörf-
in, sem koma í veg fyrir andlega iðju kvenna. Má vera, að sumum
þyki Jrað meðmæli með heimilisstörfunum ....
Sigga skrifar:
.... Þið óskið eftir því, að sem flestar konur láti til sín heyra
í Emblu. Sú ósk ætti að geta rætzt. Við konurnar höfum ekki
hingað til verið álitnar tregar til þess að láta heyrast í okkur, þegar
svo ber undir.
.... Ég sendi ykkur hérna lítið ljóð, sem ég hélt, að væri
sonnetta, en fróður maður sagði mér, að væri „stanza með til-
brigðum". Það er víst voða fínn útlenzkur bragarháttur og alveg
agalega gamall. Stanzan hefur nafn og heitir
104
EMBLA