Embla - 01.01.1946, Blaðsíða 108
Sígur vetrar svellug brún,
seinkar vori lilýju.
Sælt væri að kúra í sólardún-
sæng lijá Filippíu.
Reykvísk kona skrifar:
.... Ég sendi ykkur til gamans vísu, sem ég bjó til, eftir að
hafa lesið nýtízku ritdóm.
Á safaríka stílnum má stóru skáldin kenna,
hann streymir eins og uppspretta lir þeirra lindarpenna.
Umkomulaus og nakin abstraktanna þjáning
er liinn snari þáttur í séníanna tjáning.
Skáldkona að austan skrifar:
.... Ég fæ eigi annað séð en það sé bæði þarft verk og gott,
sem þið hafið með höndum, að lialda til liaga bókmenntum
kvenna. Sú er ósk mín og von. að ykkur fénist um sem flest af
þeim góðu verðmætum, sem liggja grafin víðs vegar, út um
byggðir landsins, í fórum kvenna. . . .
Þótt Embla hafi, eftir bréfum að dæma, mest verið dáð af kven-
fólki, fer ekki hjá því, að hún eigi aðdáendur í hóp'i karla. Hér
er t. d. kafli úr bréfi frá einum þeirra:
.... Ég leyfi mér hér með að færa yður beztu |jakkir fyrir
ritið. Það er að mínum dómi eitthvert bezta tímarit okkar og lof-
ar mjög góðu um framtíðina. Verst þykir mér, hve langt er
þangað til hún heimsækir mig næst. . . .
Kona, sem er vel kunnug ritstjórum Emblu, og þekkir einnig
eiginmenn þeifra, sendir eftirfarandi:
106
EMBLA