Embla - 01.01.1946, Page 109
.... Ég var að hlusta á an/,i skemmtilegt erindi, sem frú Rann-
veig Schmith flutti í útvarpið, og þá kom það fyrir, sem sjaldan
skeður, að andinn kom yfir mig. Hérna er „produktið":
Fyrst er það rnáls, að kona kát að westan
kom og oss fræddi margt úr þeirri sveit.
Segir ])ar hvern einn segginn allra beztan
við sína eiginkonu, en stór og feit
háíslenzk frú á ein þó allra mestan
íslenzkan sómamann, það bezt hún veit.
Hent hafa vora voldugustu anda
voðaleg glöp og munu gera enn.
Vísindamennsku vill svo margoft granda
vöntun á heimild. Drottinn frúnni kenn
að vitna um gjörvöll verkin þinna handa,
veit henni að þekkja Emblukvenna menn.
Áhugasöm kona skrifar:
.... Ég hefði gjarna viljað geta örvað konur þær hér í grennd,
er ég veit að geta komið saman sæmilegri ferskeytlu, til að senda
Emblu eitthvað. En þær eru svo vanar að þegja, eða öllu heldur
dylja, að þær kjósa helzt að halda því áfram....
Úr bréfi að vestan:
.... Þegar ég les þessi nýtízku tímarit, held ég alltaf, að ég sé
skáld. Eins og t. d. í fyrra sumar, þegar ég fékk tvö tímarit í einu,
sem bæði voru talin mjög bókmenntaleg, þá vissi ég ekki af, fyrr
en ég var búin að yrkja lieilt kvæði. Ég mátti til með að senda
ykkur það, því að mér fannst það sjálfri svo anzi gott. Það er
svona:
EMBLA
107