Embla - 01.01.1946, Side 113
/--------------------------------------------------------------
E M B L A
FLYTUR RITVERK KVENNA í BUNDNU OG ÓBUNDNU MÁLI
Kemur út einu sinni á ári
Ritstjórar og ábyrgÖarmenn:
VALBORG BENTSDÓTTIR, Barónsstíg 25, Reykjavík
KARÓLÍNA EINARSDÓTTIR, Vifilsgötu 10, Reykjavík
VALDÍS HALLDÓRSDÓTTIR, Vin, Hveragerði
Utanáskrift: ÁrsritiÖ Embla, Reykjavik . Ritstjórnarsimar: 5089 og 5211
VcrÖ kr. 15.00 til áskrifenda og kr. 20.00 i lausasölu
v______________;__________________________’____________________)
ÚRSLIT
VERÐLAUNASAMKEPPNINNAR
í fyrsta árgangi Emblu var boðað til verðlaunasamkeppni um
smásögu, sem frumsamin væri af íslenzkri konu, og var heitið
1000 krónum fyrir beztu verðlaunahæfu söguna. Alls bárust 9
sögur. Það var einróma álit dómnefndar, að sagan „Drengurinn
minn“ skyldi hljóta umrædd verðlaun. Bar hún höfundarmerkið
,,D“ og reyndist vera eftir frú Ragnheiði Jónsdóttur í Hafnarfirði.
Næstbezta taldi dómnefnd söguna „Samt sem áður“, og lagði til,
að hún yrði einnig fengin til birtingar í Emblu. Var hún merkt
„K“, og kom í ljós, að hún var eftir sama höfund og verðlauna-
sagan. Aðrar sögur voru ekki taldar koma til álita um verðlaunin.
Dómnefnd skipuðu auk ritstjórnar Emblu, Guðni Jónsson mag.
art. og dr. Steingrímur J. Þorsteinsson docent.
EMBLA
111