Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur - 24.10.1931, Blaðsíða 8

Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur - 24.10.1931, Blaðsíða 8
6 FÉLAGSBLAÐ ÍÞRÓTTAFÉLAGS REYKJAVÍKUR og göfugar íþróttir, og á þann hátt veita mönn- um alhliða þroska, ekki.einungis alhliða líkam- legan þroska, heldur einnig andlega. Gera menn fegurri, traustari og prúðari í allri framgöngu og ekki sí'st efla fagran og drengilegan hugsun- arhátt í hvívetna. Kæru félagar! Máttur samtakanna er mikill, tökum nú saman höndum og reynum að sýna það í verkinu á 25 ára afmæli félagsins að þessar hugsjónir séu að rætast fremur en nokkurn tíma áður. Höldum til afmælisins með því að sýna alla flokka félagsins fullskipaða. Ennfremur er hægt að bæta mönnum í hvern flokk. Eg treysti því, að þið fjölmennið á næstu æf- ingar í vetur. Hver félagsmaður á skilyrðis- laust að koma með minnsta kosti einn nýjan fé- laga. Sæmd félagsins er ykkar sæmd. l.R. hefir oftast átt bezta fimleika- og íþróttamenn þessa lands, en í framtíðinni á það einnig að eiga þá fleiri en nokkurt annað íþróttafélag. Með kærri kveðju og bezta trausti. Ykkar einlægur Aðalsteinn Hallsson. Pfaff- saumavélar sauma - stoppa - bródera. Þægilegir greiðsluskilmálar. Einkasali: Magnús Þorgeirsson, Bergstaðastræti 7. Sími 2136. NB Meðferð vélanna kenn- ir stúlka, sem lært hefir hjá PFAFF-verksmiðjunni Beztu myndirnar eru frá KALDAL Hvöt. Kæru félagar! Heilbrigðar íþróttir og leikfimi skapa and- legt og líkamlegt þol. Baráttan fyrir tilverunni útheimtir viljafestu og líkamlegan þrótt, þessa eiginleika eiga íþróttir og leikfimi að þroska hjá okkur, það veganesti sem hver maður og kona þarf á að halda í hinu daglega lífi. Andleg og líkamleg menning eru ekki tvær andstæður sem eiga að keppa um völdin, held- ur tvær hálfur, þar sem hvoruga má vanta eigi jafnvægi að haldast í lífi einstaklinga og þjóða. Nýtt starfsár fer í hönd. Ungir og gamlir, konur og karlar verið ötul, vaknið til verka fyr en vorsólin skín inn um gluggan til ykkar. Kröf- ur lífsins eru margar og margvíslegar, en grund- völlur allrar starfsemi bæði andlegrar og lík- amlegrar er: Heilsan. 19. október. Benedikt Jakobsson. fimleikakennari.

x

Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/760

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.