Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur - 24.10.1931, Blaðsíða 10

Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur - 24.10.1931, Blaðsíða 10
FÉLAGSBLAÐ ÍÞRÓTTAFÉLAGS REYKJAVÍKUR Tennis. Tennismótin fóru fram í september og októ- ber eins og að undanförnu. Þátttaka var með betra móti, enda gott tennis-veður í sumar, og því vellir félagsins notaðir óspart. Byrjað var á innanfélagskeppni karla um Simon-bikarinn. Tóku 4 Í.R.-ingar þátt í henni, þeir: Kjartan Hjaltesteð (handh. 1930), Helgi Eiríksson, Frið- rik Sigurbjörnsson og núverandi meistari Magn- ús Andrésson. 2. verðlaun fékk Friðrik. — Þá fór fram tvímenningskeppi karla um bikar gef~ inn af frú B. Sch. Thorstiensson. Þátttakendur voru 10 (2X5) þar af 8 frá Í.R. og 2 frá K.R. Úrslitin urðu þau að Magnús og Friðrik (sem spiluðu saman) unnu mótið eins og í fyrra. 2. verðl. fengu Kjartan og Gísli Sigurbjörnsson (allir úr Í.R.). — Þá fór fram meistaramót Is- lands. Þátttakendur voru 6 frá Í.R. og 4 frá K.R. Meistari varð í þetta sinn Friðrik, en 2. verðl. fékk Kjartan (handh. 1930). Að lokum fór fram einmenningsmeistaramót kvenna. Þátttakendur voru fjórir. Allir úr Í.R. Þessu móti lauk svo að tennisdrotning varð Agústa Pétursdóttir og 2. verðl. Mabel Goodall. Frú Klara Helgadóttir (drotning tvö undanfarin ár) varð nr. 3 og Anna Claessen sú fjórða í röðinni. — Aðaldómari var kaupm. Ingvar Ólafsson og ber að þakka honum ásamt öllum þátttakendum fyrir góða fram- komu. Væntanlega fjölgar keppendum árlega, enda á Í.R. svo góða velli, að hægt er að æfa svo að segja alt árið. Finmenningskeppni um meistaratign í fimleikum fór fram í í.-R.-hús- inu 6. maí síðastliðinn; þátttakendur voru 4, all- ir frá Í.R. Úrslit urðu þessi: Ósvaldur Knudsen........ 492,12 stig. Tryggvi Magnússon...... 484,66 — Jón Jóhannesson........ 477,10 — Ólafur Tryggvason...... 428,09 — Ósvaldur vann því bikarinn að þessu sinni. Dylst engum, að hann sé vel að sigrinum kom- inn. þar sem hann hefir í fiölda mörg ár verið einn af áhugasömustu og duglegustu fimleika- mönnum félagsins. Benedikt Jakobsson hefir nú verið ráðinn kennari við l.R. í stað Björns Jakobssonar. Bene- dikt hefir stundað nám tvö undanfarin ár við kgl. Gymnastiska Central Instituttet í Stock- ÍSAPOPPARPRENTSMIÐJA H.P. hólmi. Eftir öllu að dæma virðist félagið hafa verið heppið með val á hinum nýja kennara, en búast má við, að hinir eldri nemendur verði kröfuharðir með kennsluhæfileika eftirmanns Björns Jakobssonar. Samsæti var Birni Jakobssyni haldið í Kirkju- torgi 4 í tilefni af því, að hann hætti nú að kenna við 1. R. Sátu það 42 af nýjum og gömlum nem- endum hans. Haraldur Jóhannessen talaði fyrir hönd stjórn- arinnar, rakti starf Björns við félagið þessi tutt- ugu ár, og þakkaði honum fyrir hið langa og góða samstarf. Björn Jakobsson hélt því næst langa ræðu, og þakkaði stjórn og nemendum góða samvinnu. — Frú Anna Guðmundsdóttir flutti Birni sérstakt þakklæti fyrir 1. fl. kvenna fyr og síðar, og afhenti honum fagran silfurbik- ar, fullan af rósum áletruðum með nöfnum allra gefendanna. Eftir borðhald og ræður skemmtu menn sér við dans fram til kl. 21/)- Síðan fylgdi allur hópurinn Birni heim og kvaddi hann með margföldum árnaðaróskum með hið nýja starf hans við Laugarvatnsskóla. Farandbikar Oslo Turnforening. Keppni um bikarinn fór fram síðastliðið vor, 23. aPríl. Kepptu fiórir flokkar frá þrem félög- um: 1 frá í. R., 1 frá K. R. og tveir frá Ármann. í þetta sinn varð Ármann hlutskarpastur, með nokkrum stigum fram yfir 1. R. Vonandi standa l.-R.-ingar sig betur næsta vor.

x

Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/760

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.