Morgunblaðið - 05.06.2009, Qupperneq 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
ÁKVÖRÐUN Seðlabankans um
stýrivaxtalækkun uppskar harka-
leg viðbrögð frá aðilum vinnumark-
aðarins eins og við var að búast
enda var lækkunin langt undir því
sem vonast hafði verið eftir, aðeins
um eitt prósentustig, og standa
stýrivextir því nú í 12% til 2. júlí.
„Það eru allar forsendur til þess að
lækka vextina meira en gert var,“
segir Jóhanna Sigurðardóttir for-
sætisráðherra.
„Menn munu sjá það þegar kemur
að næsta vaxtalækkunardegi að
það mun standa sem við höfum
sagt að því er varðar ríkisfjármálin
og peningastefnunefndinni átti að
vera kunnugt um að við myndum
standa við það. Þess vegna veldur
það mér vonbrigðum að hún skuli
ekki hafa séð sér fært að lækka
meira.“
Seðlabanki í fílabeinsturni
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti
Alþýðusambandsins, lýstu því báð-
ir yfir í kjölfar vaxtalækkunarinnar
að svo virtist sem Seðlabankinn
kærði sig kollóttan um hvernig
málin þróuðust á vinnumarkaði, en
hefði einangrað sig í fílabeinsturni.
„Þeir eru ekki viðtakendur, þeir
setja sig í eitthvert dómarasæti og
neita staðfastlega að vera þátttak-
endur í að búa til atburðarás sem
leiði til þess að við komumst út úr
þessum ógöngum,“ segir Gylfi.
Á fundi sem boðaður hefur verið
um stöðugleikasáttmála kl. 10 í dag
má búast við því að frekari við-
ræðum verði slitið.
Þetta þýðir að kjarasamningar
verða ekki framlengdir í júnílok
enda „ekkert vit í því að halda
áfram“ nema vextir lækki niður
fyrir 10% að mati Vilhjálms.
Fyrir hinn almenna launamann
þýðir þetta að sögn Gylfa „að hann
fær í fyrsta lagi ekki launahækkun
1. júlí, að það eru lausir kjara-
samningar og félagar okkar eru í
áframhaldandi óvissu um stöðu
sína“.
Ekki má gleyma verðbólgunni
Launaviðræður opinberra starfs-
manna munu hins vegar halda
áfram að sögn Árna Stefáns Jóns-
sonar, starfandi formanns BSRB.
„Við höfum ekki gert kjarasamn-
inga og munum ekki láta þetta
uppnám hafa áhrif á okkur heldur
freista þess að ná samningum.“
Jóhanna Sigurðardóttir segir
það sína einlægu von að vinna að
stöðugleikasáttmála fari ekki í
uppnám þrátt fyrir að brugðið geti
til beggja vona í því vegna vaxta-
ákvörðunarinnar. „Við megum ekki
við því, við verðum að halda áfram
að þeim markmiðum sem við höf-
um sett okkur þrátt fyrir að þessu
vaxtalækkunarferli vindi ekki eins
hratt fram og vonast var til.“
Jóhanna leggur þó áherslu á
mikilvægi þess fyrir atvinnulífið að
farið verði eins hratt og mögulegt
er í stýrivaxtalækkun á næstunni.
Hins vegar verði líka að horfa til
sjónarmiða peningastefnunefndar.
„Þeir eru ekki að leika sér að því
að halda stýrivöxtunum í þeirri
stöðu sem þeir eru. Við verðum
líka að horfa til lækkunar geng-
isins og hvaða áhrif það hefur á
verðbólguna, sem er mjög bagaleg
fyrir heimilin og fyrirtækin ekki
síður en háir vextir. Þetta verður
allt að skoðast í samhengi.“
Megum ekki fyllast vonleysi
Jóhanna ítrekar að allar for-
sendur séu fyrir hendi til að
tryggja frekari stýrivaxtalækkun.
Ríkisfjármálin og þær leiðir sem
fara þarf á næstu árum til að ná
niður gríðarlegum halla verði lagð-
ar fyrir þingið í þessum mánuði.
Auk þess náist vonandi niðurstaða
í lánasamninga við Norðurlöndin
og Icesave-deiluna á næstunni.
„Það er ekkert sem bendir til
annars en að öll sú áætlun sem við
höfum sett fram muni ganga eftir.
Við megum ekki fyllast vonleysi,
það eru engir aðrir kostir en að
horfa fram á veginn og sjá ljósið í
hinum enda ganganna.“
Vonbrigði með vextina
Allar forsendur til að lækka vexti meira segir forsætisráðherra Seðlabankinn
hefur einangrað sig að mati ASÍ og SA sem hyggjast slíta viðræðum
Hæstiréttur hef-
ur staðfest dóm
Héraðsdóms
Reykjavíkur um
að þrír karlmenn,
sem réðust ásamt
fleirum inn í hús í
Keilufelli í
Reykjavík fyrir
rúmu ári og réð-
ust þar á menn,
sæti 2½ árs fang-
elsi hver. Fjórði maðurinn, sem í
héraði var dæmdur í 3½ árs fangelsi
fyrir árásina, áfrýjaði ekki dómnum.
Mennirnir sem dæmdir voru í
Hæstarétti heita Marcin Labuhn,
Robert Kulaga og Tomasz Roch
Dambski. Þeir voru jafnframt
dæmdir til að greiða sameiginlega
miskabætur til brotaþola.
Mennirnir fjórir voru ákærðir fyr-
ir húsbrot og sérstaklega hættulega
líkamsárás með því að hafa ruðst í
heimildarleysi inn í íbúðarhúsið við
Keilufell og veist þar að sjö mönnum
og slegið þá ítrekað í höfuð og víðs
vegar um líkama með hættulegum
vopnum og bareflum.
Keilufells-
dómur
staðfestur
Þrír karlmenn sæta
2½ árs fangelsi
Húsið þar sem
árásin átti sér stað.
FORMAÐUR
Sjálfstæðisflokks
velti því fyrir sér í
ræðustóli á Alþingi í
gær hvort væri
óþægilegra að vera
þingmaður Sam-
fylkingarinnar eða
fréttamaður á Stöð
2 þegar svona rík
fjárhagsleg tengsl
væru gerð opinber á milli stjórn-
málaflokksins og þeirrar fjölmiðla-
samsteypu sem reki þá fréttastofu.
Hann sagði framsetningu fyr-
irspurnar Róberts Marshall, þing-
manns Samfylkingarinnar og fyrrum
fréttamanns Stöðvar 2, ósmekklega,
en Róbert spurði hvort Sjálfstæðis-
flokkurinn ætlaði sér að birta upplýs-
ingar um fjármál undirfélaga flokks-
ins og kjördæmaráða, eins og Sam-
fylkingin hafi gert. Þá óskaði Róbert
þess sama af öðrum flokkum.
Bjarni benti á að Sjálfstæðisflokk-
urinn hefði tilnefnt fulltrúa sinn í
nefnd um þessi mál og ekki vekti fyrir
honum annað en að ná saman um
upplýsingagjöf um fjárhagsleg mál-
efni flokka aftur í tímann. gag@mbl.is
Róbert
ósmekklegur?
Bjarni
Benediktsson
VONBRIGÐI sögðu þingmennirnir Tryggvi Þór Her-
bertsson og Pétur H. Blöndal Sjálfstæðisflokki, Gunnar
Bragi Sveinsson Framsóknarflokki, Árni Þór Sigurðsson
Vinstri-grænum og Helgi Hjörvar Samfylkingu á Alþingi
í gær um þá ákvörðun Seðlabankans að lækka stýrivexti
um eitt prósentustig, niður í tólf prósent.
Illugi Gunnarsson Sjálfstæðisflokki sagði háu stýri-
vextina gera íslensku atvinnulífi mun erfiðara fyrir en
ella að komast aftur af stað og skapa verðmæti og um leið
verða aftur að þeim skattstofni sem ríkissjóður þyrfti á
að halda. Ástæða hárra stýrivaxta væri sú að enn skorti
raunhæfar áætlanir í ríkisfjármálunum og þar sem rík-
isstjórninni hefði ekki tekist að endurreisa bankakerfið.
Birkir Jón Jónsson Framsókn tók undir orð Illuga og
benti á að fjörutíu dagar væru frá kosningum og rík-
isstjórnin orðin 120 daga gömul: „Staðreyndin er sú að
við búum við verklausa ríkisstjórn.“
Helgi Hjörvar benti á að hér þyrfti að taka stærstu og
erfiðustu ákvarðanir í lýðveldissögunni í ríkisfjármálum.
Taka þyrfti ákvarðanir um aðgerðir að umfangi 170 millj-
arðar; sem næmu nærri tveimur milljónum á hvert heim-
ili. „Verkefnið er gríðarlega stórt, það er gríðarlega við-
kvæmt og gríðarlega mikilvægt að til þeirra tillagna sé
vandað.“ Betra sé að taka nokkrar vikur í ákvarðanirnar
en að aðgerðirnar verði til að dýpka enn samdráttinn og
auka á vanda þjóðarinnar. gag@mbl.is
Þingmenn vonsviknir
með stýrivaxtalækkun
Gagnrýndi verklausa ríkisstjórn á 120 daga valdatíð
» Helgi Hjörvar: Gríðarlegur vandi
» Pétur Blöndal: Harmi sleginn
» Gunnar Bragi: Heimilum blæðir
» Árni Þór: Afleiðing frjálshyggju
» Björgvin G.: Brostnar væntingar
„Okkur er umhugað um að heildarmarkmiðum sé náð, en ekki um smáatriði
eins og hver vaxtaprósentan er, hversu mikið henni er breytt og hvenær.
Slíkar ákvarðanir eru komnar undir Seðlabankanum sjálfum og peninga-
stefnunefnd,“ segir Franek Rozwadowski, fastafulltrúi IMF á Íslandi.
„Það má alltaf deila um smáatriðin; var rétt að hafa litla lækkun þennan
mánuðinn eða hefði kannski ekki átt að lækka vextina neitt? Það skiptir
okkur ekki öllu máli í raun, það sem skiptir máli er að vaxtastefnan í heild
sé í samræmi við þörfina til að tryggja stöðugleika gengisins.“
Aðspurður hvort búast megi við róttækari hækkunum næstu mánuði
segir Rozwadowski of snemmt að segja til um það. „Það er ástæða fyrir því
að vextirnir eru settir frá mánuði til mánaðar og hún er sú að þeir þurfa að
vera í samræmi við nýjustu upplýsingar hverju sinni. Það sem hefur áhrif á
ákvarðanir næstu mánaða er þróun gengisins og verðbólgunnar og hvort
skýr áætlun um stöðugleika í ríkisfjármálum sé fyrir hendi.“
Ekki undir AGS komið að ákveða vexti
Sumarblómin
eru komin
í Blómavali Skútuvogi
FIMMTÍU milljónum, sem Hrings-
konur færðu Barna- og unglinga-
geðdeild Landspítalans í gær, verð-
ur varið til endurbóta á dag- og
legudeild BUGL. Áætlað er að hefja
framkvæmdir þegar í sumar.
Í fyrra var nýtt göngudeildarhús
tekið í notkun á deildinni. Næsti
áfangi er að lagfæra það rými sem
dagdeild barna og bráðamóttaka
unglinga hafa yfir að ráða.
Aukin áhersla á dagdeildarþjón-
ustu BUGL endurspeglar þá sýn að
sjúklingurinn sé hluti af sinni fjöl-
skyldu. Meðal annars verður öll að-
staða til sérhæfðrar meðferðar fyr-
ir foreldra og fjölskyldu bætt og
einnig aðstaða til afþreyingar fyrir
börnin.
Höfðingleg
peningagjöf
Hringsins
Ljósmynd/Landspítalinn