Morgunblaðið - 05.06.2009, Page 19
Fréttir 19VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
SUND ehf., sem átti 22% hlut í
Northern Travel Holding (NTH) um
ellefu mánaða skeið á árinu 2007, var
með sölutryggingu á hlut sínum,
samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins. NTH var á þeim tíma
móðurfélag Sterling-flugfélagsins,
en efnahagsbrotadeild ríkislög-
reglustjóra framkvæmdi húsleitir á
miðvikudag vegna rannsóknar á við-
skiptum fyrrverandi eigenda félags-
ins með Sterling.
Sölutryggingin var með þeim
hætti að Sund gat í raun ekki tapað á
því að kaupa í NTH. Samkomulag lá
fyrir sem tryggði að Baugur, sem á
þeim tíma var stærsti hluthafinn í
FL Group, myndi kaupa hlutinn á
sama verði og Sund ehf. keypti hann
á, um 2,7 milljarða króna, auk vaxta
ef Sund vildi losna við hann. Sund
seldi hlut sinn í NTH í lok árs 2007.
Umboðslausar millifærslur
Morgunblaðið sagði frá því í gær
að Hannes Smárason, þáverandi
stjórnarformaður FL Group, hefði
millifært um þrjá milljarða króna
inn á bankareikning hjá Kaupþingi í
Lúxemborg til að „lána“ Fons, eign-
arhaldsfélagi Pálma Haraldssonar,
fyrir hluta af kaupverði Sterling
þegar það var keypt vorið 2005.
Kaupverðið var á þeim tíma fjórir
milljarðar króna, en Sterling var síð-
an selt áfram til FL Group rúmu
hálfu ári síðar á fimmtán milljarða
króna. Að lokum var Sterling síðan
selt inn í nýstofnað félag, NTH, í
blálok ársins 2006 fyrir 20 milljarða
króna. Heimildir Morgunblaðsins
herma að þetta hafi einvörðungu
verið gert til að koma Sterling úr
bókum FL Group. Söluhagnaðurinn
var síðan bókfærður og hluthafar
FL Group greiddu sér út fimmtán
milljarða króna í arð fyrir árið 2006.
Lán sem aldrei voru greidd
NTH skuldaði 20 milljarða króna
samkvæmt ársreikningi félagsins
2007. Það eru þeir 20 milljarðar
króna sem greiddir voru fyrir Sterl-
ing þegar NTH keypti flugfélagið í
árslok 2006. Fjórtán milljarðar af
því fé voru seljendalán frá FL Gro-
up, sem þá var almenningshluta-
félag. Hinir sex milljarðarnir voru
lán frá Fons til NTH, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins.
Hinn 17. september 2008, hálfum
mánuði fyrir bankahrun, tilkynnti
FL Group, sem þá hét Stoðir, að fé-
lagið hefði selt 34% hlut sinn í NTH
til Fons. Samhliða sölunni átti að
hafa farið fram uppgjör á fjórtán
milljarða króna seljendaláninu sem
veitt var þegar FL Group var enn al-
menningshlutafélag. Talsmenn FL
Group/Stoða hafa aldrei viljað gefa
upp hvert söluverðið á hlutnum var
né hversu mikið af láninu var greitt
til baka.
Sölutrygging fylgdi kaupum Sunds í NTH
Morgunblaðið/ÞÖK
Flugslys Sterling var selt með miklum hagnaði þrátt fyrir að tapa miklu fé.
Sölutrygging fylgdi kaupum
Sunds ehf. á 22% hlut í NTH í
árslok 2006. Baugur skuldbatt
sig til að kaupa hlutinn á sama
verði auk vaxta.
Baugur sölutryggði 22% hlut Sunds í Northern Travel Holding Hluturinn var seldur innan árs
Í HNOTSKURN
»NTH var stofnað í árslok2006 til að kaupa Sterling
af FL Group á 20 milljarða.
» Í kjölfarið var Sundi boðiðað eignast hlut í NTH gegn
sölutryggingu, sem félagið
nýtti sér síðar.
»Aðrir eigendur NTH voruFL Group og Fons, sem
keypti Sterling upphaflega
með láni frá FL.
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
JÓN S. Helgason, löggiltur endur-
skoðandi og einn eigenda KPMG,
„játar því hvorki né neitar“ að hafa
haft vitneskju um að Hannes
Smárason hafi millifært um þrjá
milljarða króna inn á bankareikn-
ing hjá Kaupþingi í Lúxemborg í
apríl 2005 í tengslum við kaup eign-
arhaldsfélagsins Fons á danska
flugfélaginu Sterling. Efnahags-
brotadeild ríkislögreglustjóra
rannsakar nú aðkomu FL Group að
umræddum kaupum.
Jón var endurskoðandi FL Group
og skrifaði upp á ársreikninga fé-
lagsins. Hann var spurður um þessa
millifærslu á aðalfundi og hluthafa-
fundi FL Group á sínum tíma, en
engin efnisleg svör fengust. Hingað
til hefur Hannes Smárason ávallt
neitað því að umrædd millifærsla
hafi átt sér stað. Aðspurður hvort
það hafi ekki verið skylda hans
gagnvart hluthöfunum að upplýsa
um millifærsluna segir Jón að hann
hafi uppfyllt allar sínar skyldur
gagnvart hluthöfum FL Group.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins sendi Jón fyrirspurn til
Kaupþings í Lúxemborg á sínum
tíma um hvað hefði orðið um upp-
hæðina sem millifærð var, þ.e.
hvort hún hefði verið hreyfð. Jón
vildi í gær ekki staðfesta að hafa
sent umrædda fyrirspurn eða tjá
sig að öðru leyti um hvaða svör
hann hefði fengið við henni.
Tjáir sig ekki um
millifærsluna
Sendi fyrirspurn til Kaupþings í Lúx
Morgunblaðið/Sverrir
•
Upplýsingar í síma
865-1650 Brynja
Blaðbera vantar í
sumarafleysingar á
Eyrabakka
Blaðbera
vantar
Í Miðbæjarskólanum – Fríkirkjuvegi 1
laugardaginn 6. júní kl. 10:00-14:00
Fyrirlestrar og kynningar á metnaðarfullu leikskólastarfi í
leikskólum Reykjavíkurborgar
- ALLIR VELKOMNIR -
Jafnrétti í leikskólum Tilfinningatjáning Nýjungar í
foreldrasamstarfi Kynning á ASSIST Fjörulallar
Íslenskukennsla í útinámi Söguaðferðin Tónlistarverkefni
Leikur er heilsubót Skapandi starf, smíðar og þæfingar
Leirvinna – taflmenn Verðlaust efni Heimsins börn
Stærðfræði í leikskóla Jóga og slökun Umhverfismennt
Hollt mataræði Þróunarverkefni um vísindi Handbækur og
námskrár Samstarf við myndlistarskóla Vinna með
þjóðsögur Gaman saman Ferilmöppur Útikennsla
Skilaboðaskjóða Efling sjálfsmyndar og félagsfærni
Fjölmenningarvefur Leikið og lært
Nánari upplýsingar um dagskrá á www.leikskolar.is