Morgunblaðið - 05.06.2009, Page 22
22 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2009
Eftir Reyni Þorbjarnarson, Jónas Guð-
jónsson og Ásgeir Jarl Júlíusson
Í LOK maí var opnuð fyrsta og jafn-
framt eina öldulaug á Íslandi ásamt
stærstu rennibraut landsins á Álfta-
nesi. Rennibrautin er 80 m löng og
10 m há. Öldulaugin var keypt inn frá
fyrirtækinu API Waterfun í Þýska-
landi en laugin líkir eftir öldugangi.
David Park, forstöðumaður
íþróttamiðstöðvarinnar á Álftanesi,
segir að hugmyndin að íþróttamið-
stöðinni hafi kviknað árið 2006 og var
hún samþykkt á bæjarstjórnarfundi
sama ár. Síðan sundlaugin var opnuð
hefur verið gífurlega góð aðsókn en
um opnunarhelgina mættu 3000
gestir í laugina. Þá var frítt í sund, en
héðan í frá er frítt fyrir börn yngri en
5 ára. Einnig er frítt fyrir aldraða og
öryrkja. Fyrir börn á aldrinum 5-16
ára er 120 kr. gjald og fyrir fullorðna
er gjaldið 360 kr.
David segir að viðskiptavinir
íþróttamiðstöðvarinnar séu flestir
Álftnesingar en samt hefur fólk kom-
ið héðan og þaðan af höfuðborgar-
svæðinu til að njóta þess sem
íþróttamiðstöðin hefur upp á að
bjóða. Þar má nefna 400 fermetra
líkamsræktarstöð sem Nautilus rek-
ur. Í henni er boðið upp á sérstaka
aðstöðu fyrir unglinga frá 12 ára
aldri, en yfirleitt er ekki boðið upp á
þannig aðstöðu fyrir krakka í þess-
um aldurshópi. Einnig er kaffitería
sem selur bæði heitan og kaldan mat
sem einkennist af hollustu.
Í sundlaugaraðstöðunni er að
finna 12,5 metra innilaug, 25 metra
útilaug, vaðlaug, heita potta og ekki
má gleyma öldulauginni og renni-
brautinni.
Sundlaugargestir eru almennt
ánægðir með nýju sundaðstöðuna og
þegar einn sundlaugargestur, Bene-
dikt Jakobsson, var spurður um að-
stöðuna sagði hann að þetta væri
flott og í heildina frábært. Fast-
eignafélagið Fasteign á íþróttahúsið
og sundlaugina.
Morgunblaðið/Heiddi
Öldulaug David Park, forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar, með nýju rennibrautina í baksýn.
Höfundar eru nemendur
í Varmalandsskóla.
Öldulaug-
in slær
í gegn
Þetta byggist aðallega á þvíað taka fólk í hópefli ogskipuleggja allskonar leikifyrir það,“ segir Eyþór
Guðjónsson um Skemmtigarðinn í
Grafarvogi sem var opnaður nýlega
í Gufunesinu. Er garðurinn sá fyrsti
sinnar tegundar á Íslandi að sögn
Eyþórs.
Eyþór á og rekur garðinn með
konu sinni, Ingibjörgu Guðmunds-
dóttur, en þau segja starfsemina
fara betur af stað en þau þorðu að
vona. Þrátt fyrir krepputíð sé mikil
ásókn í hópefli og hvers kyns
skemmtan og gjarna sé garðurinn
fullbókaður frá morgni til kvölds. Er
það skoðun þeirra að meiri þörf sé
nú en oft áður á að fólk þjappi sér
saman og geri sér glaðan dag.
Í garðinum er m.a. boðið upp á
lasertag, litbolta, ratleiki, grill-
aðstöðu og ýmis leiktæki á þremur
mismunandi ævintýravöllum; Frum-
skógarvelli, Villta vestrinu og Vík-
ingavelli. Sviðsmyndin fyrir Villta
vestrið er hönnuð af Hollywood-
leikmyndahönnuðinum Robb Wilson
King sem hefur hannað leikmyndir
fyrir yfir fimmtíu Hollywood-
myndir, þar á meðal Scary Movie,
Rush Hour og Hostel 2. Í samstarfi
við Íþrótta- og tómstundaráð
Reykjavíkur er einnig boðið upp á
klifurturn, strandblakvöll og ráð-
stefnusal. Þá er hægt að keppa í
hinni sérstöku íþrótt frisbígolfi.
Fiðurfé í kanínubúningum
Alls kyns hópar heimsækja
Skemmtigarðinn að sögn Eyþórs og
Ingibjargar, grunn- og mennta-
skólanemar, starfsmenn fyrirtækja,
fólk með barnaafmæli og þar fram
eftir götunum. Er þar um að ræða
fólk á öllum aldri en Ingibjörgu er
sérstaklega minnisstætt þegar 78
ára gamall maður kom skellihlæj-
andi og ataður litboltamálningu af
einum þriggja litboltavalla garðsins.
„Hingað kemur nánast hver ein-
asta steggjaveisla,“ segir Eyþór.
Bætir hann kíminn við að venja sé að
steggurinn sé klæddur í kanínubún-
ing og félagar hans skemmti sér við
að skjóta á hann litboltum.
skulias@mbl.is
Hópefli Gestir sýna fram á í verki að vinátta sé nokkuð sem hægt er að byggja á.
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Í sigtinu Hægt er að klæða sig upp í feluliti og skiptast á skotum, í lasertag fyrir yngstu kynslóðina og litbolta fyrir þá eldri.
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Blöðruleikur Farið er í ýmsa leiki í skemmtigarðinum til að hrista fólk saman.
Pöntunarsími: 534 1900
www.skemmtigardur.is
info@skemmtigardur.is
Skemmtiveisla í Grafarvogi