Morgunblaðið - 05.06.2009, Síða 26
26 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2009
Í MARS sl. lánaði
fjármálaráðuneytið
tveimur fjárfestinga-
bönkum nærri fimm-
tíu þúsund milljónir
króna á sérstökum
vildarkjörum. Lán-
veiting ráðuneytisins
hefur fengið litla um-
fjöllun enda hverfur
margt í hít stórra
frétta um þessar
mundir. Hún er þó
alvarlegri en fréttir hafa borið
með sér. Lánveitingin skapar for-
dæmi um mismunun gagnvart
fyrirtækjum í landinu og er illt
upphaf að þeirri endurreisn sem
þarf að verða í atvinnulífinu.
Með lánunum tók fjármála-
ráðuneytið yfir ónýtar kröfur
sem Seðlabankinn átti á hendur
viðkomandi fjárfestingabönkum,
þ.e. Sögu Capital og VBS fjár-
festingabanka. Þeim hafði leyfst,
ásamt nokkrum öðrum fjármála-
fyrirtækjum, að taka þátt í stór-
felldri fjármögnunarmyllu banka-
kerfisins, með því að vera
milligönguaðilar stóru bankanna
gagnvart Seðlabankanum í því
skyni að búa til laust fé. Seðla-
bankinn kaus að setja kíkinn fyr-
ir blinda augað. Honum mátti
vera ljóst, einkanlega ef hann
hafði áhyggjur af miklum vexti
og ört hrakandi gæðum banka-
kerfisins, að þarna voru að
hrannast upp ótrygg veðlán milli
bankastofnana og kerfisleg
áhætta var að aukast til muna.
Litlar fjármálastofnanir, hver á
fætur annarri, gerðu sér þetta
ástand að féþúfu, með þeirri
ógætni að þessi viðskipti námu
orðið margföldu eigin fé þeirra.
Þegar bankakerfið hrundi
blasti við að Seðlabankinn hafði
tapað 350 milljörðum vegna um-
ræddra veðlána, þar af tæpum 50
milljörðum vegna þessara
tveggja fjárfestingabanka. Ný-
bökuðum fjármálaráðherra
fannst nú nóg komið af töpum.
Það væri skárra að slá vandanum
á frest með því að breyta tapi í
lán. Og þetta eru lán með kjörum
sem engum öðrum á Íslandi
býðst, 2% verðtryggðir vextir. Til
samanburðar má nefna að þann
dag sem tilkynnt var um lánin
voru kjör Íbúðalánasjóðs um 6%.
Almennt fjármagna fyrirtæki sig
með töluverðu álagi á kjör Íbúða-
lánasjóðs eftir stöðu þeirra og
veðum. Síðan voru sett nokkur
yfirborðsleg skilyrði með lánveit-
ingunni í þeirri veiku von að með
þeim mætti réttlæta ákvörðunina.
Það er t.d. ekki ein setning um
samkeppnismál í þeim skilyrðum.
Fyrsta skilyrðið kveður á um að
arð megi greiða hluthöfum komi
til samsvarandi niðurgreiðsla á
höfuðstóli lánsins. Þetta er í
hæsta máta óeðlilegt. Skattborg-
arar hljóta að gera þá eðlilegu
kröfu að lánið hafi fullan forgang
á arðgreiðslur miðað við alla mál-
vöxtu. Þessar lánveitingar eru
auðvitað ekkert annað en dulbú-
inn ríkisstyrkur. Að opinber
fyrirgreiðsla af þessu tagi og í
þessum mæli standist strangar
ríkisstyrkjareglur EES-
samningsins tel ég mjög hæpið.
Þiggjendurnir taka við lánunum,
halda hlutafé sínu óskertu, reikna
sér síðan tekjur upp á marga
milljarða vegna hagfelldra láns-
kjara og búa þar með til sýndar
eigið fé og halda svo áfram eins
og ekkert hafi í skorist. Þá nota
þeir kærkomið tækifæri og af-
skrifa í leiðinni óþægileg per-
sónuleg lán eins og Morgunblaðið
hefur greint frá.
Ég óska eftir svörum við eft-
irfarandi spurningum frá fjár-
málaráðuneytinu:
Þótti ekki eðilegt að
hluthafar bankanna
tækju á sig neitt tap
meðfram fyrirgreiðsl-
unni? Eru skilaboðin
til viðskiptalífsins þau
að hlutafé sé áhættu-
laust fjármagn? Eiga
hluthafar, stjórnendur
og stjórn ekki að bera
neina ábyrgð á gjörð-
um sínum?
Þóttu þessir bankar
tveir það þjóðhagslega
mikilvægir að það lægi
mikið við að bjarga þeim?
Var hugað að samkeppnis-
áhrifum þessara björgunaraðgerða
og því fordæmi sem þær skapa?
Þótti ekki ástæða til að setja
fulltrúa frá ríkinu í stjórn viðkom-
andi banka þar sem lán frá ríkinu
mynda stóran hluta af efnahags-
reikningi bankanna?
Er til greinargerð
um allt málið?
Nú efast ég ekki um að fjár-
málaráðherra gekk gott eitt til
með þessari þægilegu leið að
breyta tapi í lán. Með því er hann
aðeins að fresta vandamálinu með
dýrum aukaverkunum fyrir allt
fjármálaumhverfið. Kannski fékk
hann þetta í arf frá forvera sínum?
En gæskan ein dugar því miður
ekki sem rök í málinu, hvað þá
heldur að nóg hafi verið komið af
vandamálum fjármálafyrirtækja.
Menn þurfa meira hugrekki í póli-
tík en það. Það er dapurleg byrjun
á valdstjórn hjá stjórnmálamanni
sem hefur predikað af mikilli vand-
lætingu um réttlátt þjóðfélag sl. 20
ár, að byrja ráðherraferil sinn á
því að mismuna fyrirtækjum með
svo óeðlilegum hætti.
Ef þetta eru leikreglurnar sem
gilda eiga á Íslandi næstu árin þá
er ekki von á góðum bata. Einka-
rekstur mun eiga mjög erfitt upp-
dráttar við hlið ríkisins og þeirra
sem hafa betri aðgang að þeim
sem útdeila fjármunum ríkisins en
aðrir. Það er lágmarkskrafa að hér
sé gætt jafnræðis. Hvernig halda
menn að hér sé hægt að byggja
upp atvinnulíf þegar völdum fyr-
irtækjum er veitt stórkostleg fyr-
irgreiðsla þannig að þau geta hag-
að sér eins og þeim sýnist?
Hvernig eiga einkafyrirtæki að
keppa við ríkisstyrkt einkafyr-
irtæki eins og Sögu Capital og
VBS? Þau geta verðlagt þjónustu
sína að vild, þau hafa engu að
tapa, búin að tryggja sér rekstrar-
styrk næstu sjö árin. Ríkisfyrir-
tæki geta vitaskuld verið fyrir-
myndarfyrirtæki eins og hver
önnur fyrirtæki en ekkert er eins
varhugavert í viðskiptalífinu og
ríkisstyrkt einkafyrirtæki í sam-
keppnisrekstri. Það er ófrýnileg
kynjaskepna.
Að lokum þetta. Menn geta talað
með mælskubrögðum og klisjum
um alla nýfrjálshyggjuna sem setti
allt í rúst og þar með bægt eilítið
athyglinni frá sjálfum sér. En má
ég heldur biðja um alla nýfrjáls-
hyggju sólkerfisins heldur en
fyrirgreiðslupólitík og ívilnun til
handa þeim sem klókastir eru að
ota sínum tota innan kerfisins. Nú
reynir á siðferðisþrek stjórnmála-
manna og embættismanna sem
aldrei fyrr.
Ríkisstyrktir fjár-
festingarbankar
Eftir Halldór Frið-
rik Þorsteinsson
Halldór Friðrik
Þorsteinsson
» Að opinber fyrir-
greiðsla af þessu
tagi og í þessum mæli
standist strangar
ríkisstyrkjareglur
EES-samningsins
tel ég mjög hæpið.
Höfundur rekur verðbréfafyrirtæki.
MEÐ BÆTTUM
hag einstaklinga og
fyrirtækja á síðast-
liðnum árum hefur það
færst í vöxt að aðilar
leiti sér sérfræðiað-
stoðar á sviði skatta-
mála. Þegar ein-
staklingur eða
fyrirtæki leitar sér
skattaráðgjafar leitar
viðkomandi eftir fag-
legri aðstoð á því sviði
sem ráðgjafinn býr yfir sérþekkingu
á.
Hugtakið skattaráðgjöf er ekki
skýrt í íslenskum lögum og er enga
skilgreiningu á því þar að finna, en
samkvæmt orðanna hljóðan er það
sérfróður aðili sem veitir ráðgjöf um
skattamál. Skattaráðgjöf er ekki
lögvernduð starfsgrein hér á landi
og því eru ekki til nein lög eða reglu-
gerðir sem ná beint yfir starfssvið
hennar. Því getur hver sá sem býr
yfir sérfræðiþekkingu á skatta-
málum svo sem lögfræðingar, við-
skiptalögfræðingar, viðskiptafræð-
ingar eða endurskoðendur gefið sig
út fyrir skattaráðgjöf og þar með
borið starfsheitið skattaráðgjafi.
Til þess að mæta óskum mark-
aðarins hóf Háskólinn á Bifröst árið
2006 kennslu á meistarastigi í
skattarétti, þeir sem ljúka þessu
námi útskrifast með M.A. í skatta-
rétti og teljast að vera skattalög-
fræðingar. Háskólinn á Bifröst hef-
ur nú þegar útskrifað þó nokkra
skattalögfræðinga. Hefur þetta nám
mælst vel fyrir og hyggst Háskóli
Íslands hefja kennslu í samskonar
námi haustið 2009.
Skattaráðgjafar selja þjónustu og
í henni felst að leiðbeina aðilum um
skattamál og því eðlilegt að gera þá
kröfu að viðkomandi sé sérfróður
um þau. Fram til þessa hafa lög-
fræðingar og endurskoðendur starf-
að við slíka ráðgjöf og þar af leiðandi
telst eðlilegt að tekið sé
mið af þeim reglum
sem gilda um þessar
starfsstéttir, og má þá
sérstaklega benda á
siðareglur endurskoð-
enda og lögmanna,
þegar verið er að meta
kröfur til skattaráð-
gjafa.
Skattaráðgjafar hafa
ávallt hagsmuni við-
skiptavinarins að leið-
arljósi í öllu sem við-
kemur skattamálum.
Ráðgjöfin byggist á
lögum og er því lágmarkskrafa að
viðkomandi ráðgjafi þekki lögin sem
snúa að álitaefninu í víðasta skiln-
ingi. Oft er ástæða til þess að taka
tillit til væntanlegra lagabreytinga.
Brýnt er að skattaráðgjafar gæti
meðalhófs í störfum sínum og ráði
viðskiptamönnum sínum heilt á
grundvelli gildandi laga. Þátttaka
skattaráðgjafa í brotum gegn
skattalöggjöfinni er að sjálfsögðu
refsiverð ásamt því að rýra traust
hans til starfans. Mistúlkun og/eða
misnotkun á skattalögum til að kom-
ast hjá að greiða þann skatt sem
þeim ber kallast skattasniðganga.
Hún er ólík skattafyrirhyggju sem
felst í því að minnka skattgreiðslur
eins og hægt er á löglegan hátt.
Til þess að ýtrasta hlutleysis sé
gætt er ekki eðlilegt að sami aðili
veiti ráðgjöf og sé endurskoðandi
hjá einum og sama aðila og því hefur
færst í vöxt að þetta tvennt sé að-
skilið.
Í þeim tilfellum sem skattaráð-
gjafi ráðleggur mönnum ólögmæta
leið til að minnka skattgreiðslu ber
hann ábyrgð ásamt öðrum þeim sem
að brotinu koma. Þegar skoða á
hvort um refsiábyrgð skattaráðgjafa
geti verið að ræða, þá verður fyrst
að athuga hvort um refsiverða hátt-
semi hefur verið að ræða. Í almenn-
um hegningarlögum nr. 19/1940, er
sérstaklega tekið fram í 262. gr. að
skilyrði refsiábyrgðar eru ásetn-
ingur eða stórfellt gáleysi og auk
þess þarf brotið að vera verulegt. Í
3. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003 um
tekjuskatt og eignarskatt segir með-
al annars, hafi skattskyldur maður
af ásetningi eða stórkostlegu hirðu-
leysi vanrækt að telja fram til skatts
sæta refsingu samkvæmt 1. mgr.
262. gr. almennra hegningarlaga,og
dæmdir í allt að 6 ára fangelsi auk
sekta ef um stórfellt brot er að ræða.
Refsiábyrgð skattaráðgjafa stofnast
þegar þeir hafa gerst brotlegir við
lög sem refsing liggur við. Ekki hef-
ur ennþá reynt á refsiábyrgð skatta-
ráðgjafa á Íslandi, en hinsvegar hef-
ur reynt á hvort endurskoðendur
séu hlutdeildarmenn í broti sem
varðar við almenn hegningarlög og
hefur endurskoðandi verið dæmdur
til refsingar. Dæmi um það er að
finna í dómi hæstaréttar nr. 490/
1991 en þar var endurskoðandi
dæmdur til þriggja mánaða skilorðs-
bundinnar refsingar. Þegar litið er
til dómaframkvæmdar nágranna-
þjóðanna hafa refsingar þar verið
mun þyngri.
Sakarmat á störfum skattaráð-
gjafa er strangt og þá sérstaklega
varðandi gáleysi, þeir veita þjónustu
á sviði sem þeir eiga að hafa sér-
fræðiþekkingu á og verður því að
gera miklar kröfur til þeirra.
Hvergi er kveðið á um opinbert
eftirlit með skattaráðgjöf í lögum og
því eru aðilar sem starfa við hana
ekki eftirlitsskyldir. Á næstu árum
munum við vonandi sjá mun harðara
eftirlit á þessu sviði.
Skattaráðgjöf
Eftir Jón Halldór
Guðmundsson » Skattaráðgjafar
selja þjónustu sem
felst í að leiðbeina að-
ilum um skattamál og
því eðlilegt að gera þá
kröfu að viðkomandi sé
sérfróður um þau
Jón Halldór
Guðmundsson
Höfundur er skattalögfræðingur.
ÉG ER ein þeirra
sem tók gengistryggt
húsnæðislán í góð-
ærinu, sem ég vil gefa
nafnið varglán. Und-
anfarið hefur mér
fundist umræðan vera
farin að snúast um
það að Íslendingar í
þessari stöðu séu upp
til hópa óráðsíufólk og
geti nú bara sjálfum
sér um kennt. Ég tel
mig ekki til þess hóps. Mig langar
að deila með lesendum hversu al-
varleg staðan er hjá okkur, skít-
ugu börnunum hennar Evu. Margt
bendir til þess að gengistryggðu
lánin hafi verið og séu í raun ólög-
leg, skv. lögum nr. 38/2001 um
vexti og verðtryggingu, þ.e. að
gengistryggðir lánssamningar sem
greiddir eru út í íslenskum krón-
um séu óheimilir, einkum gagnvart
neytendum. Það verður fróðlegt að
sjá hver niðurstaðan verður úr
þeim hópmálsóknum sem nú eru í
undirbúningi.
Við sem höfum kynnst því að
vera með verðtryggt íbúðalán vor-
um örugglega fljótari að koma
auga á þennan nýja valkost. Hrun-
ið og sá forsendubrestur sem átti
sér stað í kjölfarið var aftur á móti
ekki inní forsenduútreikningum
okkar né þeim sem bankinn lét
okkur í té. Bankastjórnendur segj-
ast hafa varað við áhættunni en
samtímis voru bankarnir að mark-
aðssetja þessi lán sín sem íbúðalán
í samkeppni hver við annan og
Íbúðalánasjóð.
Um leið og blekið hafði þornað á
pappírnum beitti bankinn verð-
breytingarákvæði
og hélt uppteknum
hætti samhliða því
að gengið hrapaði.
Það fóru reyndar að
vakna grunsemdir á
heimilinu þegar í
ljós kom að lánið
hækkaði jafnt og
þétt, jafnvel þótt að
krónan væri að
standa sig prýði-
lega, um tíma a.m.k.
Í ljós kom að bank-
inn hafði við hvert
tækifæri hækkað
kjörvexti einhliða og kom því
svo fyrir í samningnum við okk-
ur að þeir þyrftu ekki að til-
kynna okkur um það. Og hverjir
voru það sem voru að „fikta við“
gengið? Má með þessu segja að
bankinn hafi ráðist að mér úr
tveimur áttum. Slurp!
Bankinn minn var einkahluta-
félag sem skipti um kennitölu og
er nú ríkisbanki. Hvaða rétt
hafði ríkið til að yfirtaka lánið
mitt á upphæð sem nam tvö-
földu söluandvirði eignarinnar?
Mér finnst að stjórnvöld, sem
eigandi hinna nýju ríkisbanka,
geti ekki krafið lántakendur
gömlu bankanna um 100% efndir
lánasamninga þegar haft er í
huga að eignir gömlu bankanna
voru fluttar yfir í hina nýju rík-
isbanka með verulegum afföllum
(50-90%), þ.e. á 10-50% upp-
reiknuðum höfuðstól. Ég á líka
kennitölu sem ég get ekki skipt
út fyrir nýja ef illa fer í mínum
fjármálum. De facto!
Stjórnvöld lemja ennþá hausn-
um við steininn og virðast ætla
að horfa framhjá þeirri stað-
reynd að mörg heimili í landinu
eru tæknilega gjaldþrota. Eru
stjórnvöld að bíða eftir því, svo að
ríkisbankarnir geti aukið við eignir
sínar og við orðið vitni að stór-
felldustu eignaupptöku á sögu-
legum tímum?
Við höfum gróflega reiknað út
að ef við nýtum okkur greiðslu-
jöfnun sem í boði er og borgum þá
upphæð á mánuði sem við ráðum
við eða þá upphæð sem við greidd-
um í maí 2008, þá í versta falli
greiðum við bara vexti það sem
eftir og höfuðstóllinn stendur
óhagganlegur eftir okkar dag. Í
besta falli tækist okkur að krafsa
smá í höfuðstólinn. Allt er þetta
auðvitað háð því hvað krónan gerir
næstu áratugina og hvað hugs-
anlega gerðist ef evran yrði tekin
upp, og ef þetta og ef hitt. Er ein-
hver til í að gefa mér áreiðanlegar
forsendur svo ég getið planað
framtíðina eða eigum við að segja
planað gjaldþrotið? Jæks!
Stjórnmálaflokkarnir hafa ólíka
afstöðu til lausnar vanda heim-
ilanna. Samfylkingin þverskallast
við og segir nóg að gert, fólk verði
bara að halda áfram að borga, fá
sér tilsjónarmann og herða sultar-
ólina… um hálsinn. Sjálfstæðis-
flokkurinn þorir ekki, frekar enn
fyrri daginn. Framsóknarflokk-
urinn talar fyrir 20% flatri leið-
réttingu, sem er vissulega í áttina,
Ég er syndug
Eftir Ágústu Sig-
rúnu Ágústsdóttur » Greinin fjallar um
vanda þeirra sem
hafa tekið gengistryggð
myntkörfulán og eru að
kikna undan greiðslu-
byrðinni.
Ágústa Sigrún
Ágústsdóttir