Morgunblaðið - 05.06.2009, Qupperneq 28
28 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2009
✝ Eðvarð Jónassonfæddist á Brú-
arlandi, Svalbarðs-
hreppi í Þistilfirði, 15.
maí 1953. Hann lést á
Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 30. maí síðast-
liðinn.
Foreldrar hans
voru Anna Guðrún
Jóhannesdóttir, f. 2.
júní 1920, d. 21. maí
1995, frá Gunn-
arsstöðum í Þist-
ilfirði, og Jónas Að-
alsteinsson, f. 2. mars
1920, d. 19. apríl 2008, frá Hvammi
í sömu sveit. Eðvarð átti fimm
systkin. Þau eru: Aðalbjörg, f. 24.
október 1941, d. 16. nóvember
1990, Aðalsteinn, f. 2. ágúst 1946, d.
21. september 1984, Arnþrúður, f.
1976, sjómaður, búsettur á Ak-
ureyri. Eðvarð, f. 24. febrúar 1981,
knattspyrnudómari, búsettur á Ak-
ureyri. Sævar, f. 28. apríl 1983,
nemi, búsettur á Akureyri. Barna-
börn Eðvarðs og Kristjönu eru
Harpa María Benediktsdóttir, f. 26.
nóvember 1995, og Andrea Ylfa
Benediktsdóttir, f. 21. september
1999.
Eðvarð ólst upp á Brúarlandi í
Þistilfirði hjá foreldrum sínum og
systkinum. Hann lauk búfræðinámi
frá Bændaskólanum á Hólum í
Hjaltadal árið 1971. Að námi loknu
stundaði Eðvarð sjómennsku og
starfaði við það til dánardags.
Lengst af starfaði hann á skipum
Útgerðarfélags Akureyringa en
einnig á hinum ýmsu uppsjáv-
arveiðiskipum, síðast um borð í Há-
koni EA-148 frá Grenivík.
Útför hans fer fram í dag, 5. júní,
frá Glerárkirkju, Akureyri, kl.
13.30.
Meira: mbl.is/minningar
27. janúar 1948, Jó-
hannes, f. 23. janúar
1955, og Sigrún Lilja,
f. 28. febrúar 1959.
Eðvarð kvæntist 7.
apríl 1972 Kristjönu
Guðrúnu Benedikts-
dóttur, f. 29. sept-
ember 1951, frá Jöt-
unfelli á Akureyri, og
bjuggu þau lengst af í
Arnarsíðu 2b þar í
bæ. Foreldrar Krist-
jönu eru Sigrún Að-
alsteinsdóttir, f. 29.
júlí 1930, frá Vað-
brekku í Hrafnkelsdal, og Benedikt
Kristjánsson, f. 7. apríl 1922, d. 30.
september 1976, frá Sandgerðisbót
í Glerárþorpi.
Synir Eðvarðs og Kristjönu eru
Jóhann Benedikt, f. 22. nóvember
Þá er komið að þessari stund, pabbi
minn, sem við töluðum stundum um,
nú ert þú farinn frá okkur. En samt
trúði ég aldrei að þetta myndist ger-
ast því þú varst svo sterkur og barðist
eins og stíðshetja við þennan ban-
væna sjúkdóm og varst svo ákveðinn
að sigrast á honum og trúði ég ekki
öðru en þú myndir gera það.
En núna erum við að kveðja þig,
elsku pabbi minn, og það sem við höf-
um eru allar þær góðu og skemmti-
legu minningar sem við eigum um
þig. Stærsta minningin sem ég á um
þig er hversu ljúfur og góður maður
þú varst og alltaf gat maður leitað til
þín þegar eitthvað bjátaði á. Gleymi
ég aldrei þeim stundum þegar maður
var lítill strákur og þú varst að koma í
land og maður fékk að fara með á
bryggjuna til að taka á móti þér,
hversu spenntur maður var að sjá þig.
Síðan eru það allar minningarnar úr
ferðalögunum sem fjölskyldan fór í en
þú gerðir allt sem þú gast til að gera
þær eins skemmtilegar og hægt var.
En aldrei veit maður hvernig lífið
verður hjá okkur, hvar og hvenær það
endar. Lífið er ferðalag sem maður á
að njóta, og því miður fyrir okkur var
ferðalagið þitt ekki lengra. En miðað
við hvernig þú hugsaðir þá átti það
eftir að vera langt og gott. Manstu
þegar við vorum um daginn að gera
fellihýsið klárt fyrir sumarið? Þú tal-
aðir um hvert átti að fara í sumar og
hvar átti að gista. Einnig þegar við
vorum að gera veiðinetin klár ofan í
poka og töluðum um hversu stutt
væri í að við kæmumst í Ánavatn til
að veiða. Þú varst hress og kátur og
svo bjartsýnn á veikindin að þú tal-
aðir um hvað væri hægt að gera í
framtíðinni og var ég orðinn spenntur
að taka þátt í henni með þér.
En núna ertu farinn frá okkur og
við kveðjum þig í hinsta sinn og vil ég
kveðja þig með þessum orðum:
Í gegnum móðu og mistur
ég mikil undur sé.
Ég sé þig koma, Kristur,
með krossins þunga tré.
Af enni daggir drjúpa,
og dýrð úr augum skín.
Á klettinn vil ég krjúpa
og kyssa sporin þín.
(Davíð Stefánsson.)
Hvíldu í friði, elsku besti pabbi
minn, þín verður sárt saknað.
Eðvarð (Eddi litli).
„Sælir eru hógværir,
því að þeir munu jörðina erfa.“
(Matt. 5,5.)
Við eigum minningu um ljúfan
dreng, dreng sem var hvers manns
hugljúfi í lífi og starfi. Hans verður
sárt saknað, en minningin mun lifa.
Þessi yfirvegaði maður, samt svo
kraftmikill, eins og klettur í hafi sem
stóð af sér hverja raun með hógværð
og æðruleysi. Sagan af Edda er sagan
um sveitapiltinn sem fór ungur í
bændaskóla en var sjómaður upp frá
því. Hávaðalaust vann Eddi öll sín
verk fumlaust og örugglega og skilaði
af sér meiru en meðalmaður gerir á
heilli ævi.
Aðalsmerki hans voru dugnaður,
lagni og samviskusemi. Hann var af-
burða sjómaður, sem kunni allt sem
góður sjómaður þarf að kunna. Greið-
vikni, hjálpsemi og einstök vinátta
sem aldrei bar skugga á situr í minn-
ingunni um þennan góða dreng og all-
ar gleðistundir á 40 ára tímabili eru
ógleymanlegar.
Síðustu baráttu sína háði Eddi með
sama æðruleysi og sama krafti og
önnur verkefni sem hann tók sér fyrir
hendur. Hann þurfti að lokum að
gjalda fyrir með lífi sínu en var samt
sigurvegari orrustunnar og lét aldrei
bugast.
Fyrir 10 ára dreng sem átti enga
bræður, bara systur, var himnasend-
ing að fá hann í fjölskylduna. Frá og
með fyrsta degi skapaðist sú vinátta
sem entist alla tíð og nú fljóta minn-
ingarnar áratugi aftur í tímann. Þrátt
fyrir aldursmuninn var ekkert til-
tökumál að hafa þennan litla mág sinn
í eftirdragi hvert sem farið var eða
hvað sem verið var að gera.
Fyrsta flugferðin var í hans boði,
fyrsta borgarferðin líka, svo ferðirnar
á Skodanum sem hann eignaðist síð-
ar. Í dag eru þessar minningar perlur
í huga manns og það ríkidæmi sem
fylgdi því að eiga hann sem vin verður
aldrei fullþakkað.
Skarðið sem hann skilur eftir sig
verður vandfyllt, en andi hans mun
sannarlega lifa í hjörtum okkar hinna
sem fengum að njóta návistar hans.
Nú hefur Eddi lokið sínu hlutverki
hérna megin lífsins og tekið við
ábyrgum störfum annars staðar þar
sem kostir hans fá notið sín.
Guð blessi minningu þessa góða
drengs.
„Sælir eru sorgbitnir,
Því að þeir munu huggaðir verða.“
(Matt. 5,4.)
Kidda mín, Bensi, Eddi og Sævar.
Guð varðveiti ykkur á erfiðri stundu.
Kveðja úr Miðholtinu.
Víðir Benediktsson
og fjölskylda.
Arnarsíða 2b er sá staður á Ak-
ureyri sem ég kalla „heima“. Ég bjó
þar um tíma hjá þeim Edda og Kiddu
meðan ég var í námi. Þá kenndi Eddi,
föðurbróðir minn, mér að það er hægt
að búa til veislumáltíð úr nánast öll-
um mat. Hann kenndi mér einnig að
með stuttum fyrirvara má halda full-
komið matarboð ef grill er við hönd-
ina. Eddi og Kidda héldu einmitt fyrir
mig ógleymanlega útskriftargrill-
veislu þegar ég kláraði BA-námið
mitt. Ég er þeim ævinlega þakklát
fyrir það.
Við í Brúarlandsfjölskyldunni höf-
um í gegnum tíðina verið dugleg að
fara saman í útilegur. Þar mættu
Eddi og Kidda alltaf með nógan mat
til að fæða alla á svæðinu. Útilegurn-
ar hafa þjappað fjölskyldunni saman
og munu vonandi gera það áfram.
Okkur Edda frænda fannst skemmti-
legt að syngja og gerðum það gjarnan
í útilegum. Það kom mér á óvart þeg-
ar ég komst að því að við ættum þetta
sameiginlegt og líka hvað hann kunni
mikið af söngtextum.
Eddi var mjög gestrisinn og þannig
munu margir muna eftir honum. Ég á
eftir að sakna þess að drekka með
honum kaffi og spjalla um allt milli
himins og jarðar. Hann var mér mikið
meira en föðurbróðir og það vissi
hann jafn vel og ég. Ég mun sakna
samsöngsins og stundanna okkar
saman. Kiddu, Bensa, Edda, Sævari,
Hörpu og Andreu sendi ég mínar
dýpstu samúðarkveðjur. Með ykkur
munu minningarnar um Edda-Stóra
vel lifa.
Hvíldu í friði elsku Eddi frændi
Þín bróðurdóttir,
Hólmfríður Anna.
Sofðu nú sonur minn kær, senn
kemur nótt
úti hinn blíðasti blær, bærist svo hljótt.
Út í hið kyrrláta kvöld, kveð ég minn óð
sem fléttast við fallandi öldurnar
fegurstu ljóð.
Í svefnhöfgans sætleika er svifin
þín önd
gæti þín Glókollur minn, guðsmilda
hönd
Dýrðlegum draumheimi í dvel þú
um stund
uns morgunsól blíðlega brosir mót
blómstrandi grund.
(B. Marinósson.)
Það var fyrir 40 árum sem Eddi
birtist fyrst á heimili okkar þegar
hann kom með Kiddu systur þá 16 ára
gamall. Reyndar finnst mér sem hann
hafi alltaf verið í fjölskyldunni og nöfn
þeirra hjóna samtvinnuð sem ein ein-
ing. Það er ekki fyrr en Eddi er burt
kallaður að maður áttar sig á að
Kidda og Eddi voru tveir einstakling-
ar, svo sterkt var samband þeirra.
Eftir að við Kristján hófum búskap
urðu fjölskyldur okkar svo samrýmd-
ar að ekki mátti á milli sjá hver ætti
hvað eða hvar hver ætti heima, slíkur
var samgangurinn. Innbyrðis vin-
skapur barna okkar einlægur og varir
ætíð. Það var mikil gæfa að eiga Edda
fyrir vin. Þessi hægláti, rólegi ein-
staklingur sem lét sér hvergi bregða
þó mikið gengi á var svo traustur og
svo heill í gegn að það var aðdáun-
arvert. Eddi var sannarlega traustur
vinur og minningin um hann mun lifa
í hjörtum okkar, minningin um þenn-
an góða dreng sem bjó yfir svo mikilli
og einlægri hógværð. Samvistir okk-
ar í gegnum tíðina varðveitast í minn-
ingunni, ótal gleðistundir bæði heima
fyrir sem og á ferðalögum streyma
um hugann þessa stundina. Nú þegar
kemur að kveðjustundinni er þakk-
læti fyrir að hafa átt hann að í öll
þessi ár það fyrsta kemur upp í huga
manns, þakklæti fyrir að hafa átt
þennan gleðigjafa fyrir vin og sam-
ferðamann. Við sendum Kiddu,
Bensa og dætrum, Edda og Sævari
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Edda mágs
míns.
Bára Benediktsdóttir
og fjölskylda.
Eðvarð Jónasson
Burtu deyfð og drunga hrekur
dimmar næturnar
Lítill geisli ljóss sem vekur
ljúfar minningar
Eins og blik á björtum degi
bros þitt gleður mig
Langa ferð um lífsins vegi
leiði drottin þig.
(Hákon Aðalsteinsson.)
Þín,
Kristjana.
HINSTA KVEÐJA
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SVANFRÍÐUR ÞÓRODDSDÓTTIR,
Hólmagrund 4,
Sauðárkóki,
lést föstudaginn 29. maí.
Útför hinnar látnu fer fram frá Sauðárkrókskirkju
laugardaginn 6. júní kl. 14.00.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
verður í dag, föstudaginn 5. júní, vegna útfarar ALFREÐS
GUÐMUNDSSONAR.
Sturta.is ehf.,
Reykjavíkurvegi 64,
Hafnarfirði.
✝
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
SELMA FRIÐGEIRSDÓTTIR,
áður til heimilis
Vogatungu 3,
Kópavogi,
lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík þriðju-
daginn 26. maí.
Jarðarförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn 8. júní kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Minningaröldu Sjómannadagsins, Hrafnistu Reykjavík, sími 585 9500.
Indriði Guðjónsson,
Erla Sigurlaug Indriðadóttir, Björn Þorsteinsson,
Friðgeir Indriðason, Stella María Reynisdóttir,
Ingibjörg Indriðadóttir,
Guðjón Indriðason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og
amma,
HALLDÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hlyngerði 12,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut
þriðjudaginn 2. júní.
Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn
12. júní kl. 13.00.
Sigtryggur Helgason,
Þórhildur Sigtryggsdóttir, Hrafnkell Óskarsson,
Kristbjörg Hrund Sigtryggsdóttir, Skapti Haraldsson
og barnabörn.
✝
Okkar ástkæri sonur og bróðir,
ARNÓR ALEX ÁGÚSTSSON,
Laufvangi 9,
Hafnarfirði,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans þriðjudaginn
2. júní.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðviku-
daginn 10. júní kl. 15.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Hjördís Þórarinsdóttir, Sigurbjörn Ágúst Ágústsson,
Silja Rut Tómasdóttir.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ÞÓRHALLS GUTTORMSSONAR
íslenskufræðings.
Sérstakar þakkir fá eldri félagar úr Karlakór Reykja-
víkur og starfsfólk hjúkrunarheimilisins Sóltúns.
Anna Þorsteinsdóttir,
Þorsteinn Þórhallsson, Ragna Steinarsdóttir,
Páll Þórhallsson, Þórdís Kjartansdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.