Morgunblaðið - 05.06.2009, Síða 45

Morgunblaðið - 05.06.2009, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2009 HEIMILDARMYND UM HANDBOLTALANDSLIÐ ÍSLANDS Á ÓLYMPÍULEIKUNUM Í PEKING 2008 SÝND Í KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI Versta starf í heimi færði honum besta tíma ævi sinnar Frábær tónlist og hinir frábæru leikarar Ryan Reynolds og Kirsten Stewart (Twilight) tryggja góða skemmtun HHHH CHICAGO TRIPUNE HHHH THE WASHINGTON POST HHH½ T.V. KVIKMYNDIR.IS HHH½ PREMIERE SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND M EÐ ÍSLENS KU OG ENSKU TALI Frá leikstjóraTHE NIGHTMARE BEFORE CHRISTMAS og metsöluhöfundinum Neil Gaiman kemur ein frumlegasta mynd ársins. SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI HÚN ELSKAÐI ALLT SEM MIAMI HAFÐI UPPÁ AÐ BJÓÐA EN NÚ VERÐUR HÚN AÐ FLYTJA Í MESTA KRUMMASKUÐ ÍHEIMI! MAÐURINN SEM BAUÐ RISUNUM BYRGINN OG SIGRAÐI SÝNINGUM FER FÆKKANDI SÝND Í KRINGLUNNI M I L E Y C Y R U S SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA SÝND ME Ð ÍSLENSK U TALI FRÁBÆR FJÖLSKYLDUSKEMMTUN SÝND Í ÁLFABAKKA SPARBÍÓ 550 krkr á allar sýningar merktar með appelsínugulu SÝND Í KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI ÞETTA SÖGÐU NOTENDUR KVIKMYNDA.IS RÓBERT : „KLÁRLEGA FYNDNASTA MYND 2009 HINGAÐTIL ! NÁNAST HVERT EINASTA ATRIÐI FÉKK MIGTIL AÐ HLÆJA.“ “GRÓFUR, KLIKKAÐUR EN UMFRAM ALLT FRÁBÆR HÚMOR! GLOTTIÐ ER ENN LÍMT VIÐ ANDLITIÐ Á MÉR.” T.V. - KVIKMYNDIR.IS HAUKUR: „ALVEG FRÁBÆR, ÞAÐ VERÐUR ERFITT AÐ TOPPA HANA FYRIR BESTA GRÍNMYND ÁRSINS.“ FORSÝND ALLA HELGINA / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI HANGOVER Forsýning kl. 10 12 STAR TREK XI kl. 5:40 10 GOTT SILFUR GULLI BETRA Frumsýning kl. 8 L STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN m. ísl. tali kl. 6 L THE LAST HOUSE ON THE LEFT kl. 8 16 LET THE RIGHT ONE IN kl. 10 16 16 THE HANGOVER Forsýning kl. 10 12 TERMINATOR SALVATION kl. 5:30 - 8 - 10:20 12 GOTT SILFUR GULLI BETRA kl. 8 L NIGHT AT THE MUSEUM kl. 5:30 L THE HANGOVER Forsýning kl. 10 12 GOTT SILFUR GULLI BETRA kl. 8 L THE LAST HOUSE ON THE LEFT kl. 8 - 10:20 16 HANNAH MONTANA kl. 6 L STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN kl. 6 L Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is HÚN iðar af lífi hjónasæng þeirra Svavars Péturs Eysteinssonar og Berglindar Hässler en þau eru lík- legast þekktust sem liðsmenn sveitarinnar Skakkamanage. Sú sveit gaf fyrir síðustu jól út aðra plötu sína All over the face og fékk lof fyrir. Fyrir skemmstu komu svo út tvær plötur er hægt er að skil- greina sem hliðarverkefni þeirrar sveitar. Það er að segja að Svavar Pétur er í þeim báðum. Fyrst er það breiðskífa hjónadúettsins Létt á bárunni og svo sólóþröngskífa Svavars er hann kallar Prins Póló. Stórskemmtilegt lag hans, „Átján og hundrað“, ómar nú ótt og títt á Rás 2. Það lag er smellinn ást- aróður 18 ára pilts til hundrað ára konu er hann hittir í ferming- arveislu. Á laugardagskvöldið spila svo allar þrjár sveitir Svavars á skemmtistaðnum Karamba við Laugaveg. „Ég keypti mér trommusett þeg- ar ég flutti austur á Seyðisfjörð og ætlaði að gerast trommuleikari en síðan atvikaðist það þannig að Berglind varð fyrri til,“ segir Svav- ar. „Hún náði strax tökum á því og ég fór að spila með á gítar. Út frá því spratt Létt á bárunni. Við fór- um að dunda okkur við þetta á síð- kvöldum. Lögin runnu út hvert á fætur öðru og úr varð plata.“ Poppástarsöngvar á íslensku Svavar segir Létt á bárunni vera afar ólíkt sólóverkefni sínu, Prins Póló, sem hann tekur greinilega ekki of alvarlega. „Þetta er tónlist sem ég hef ekki fengist við áður, að syngja poppástarsöngva á íslensku. Ég vissi ekki hvert ég væri að fara með þetta þannig að ég stöðvaði það verkefni á því að gera bara fjögurra laga plötu og þá get ég fengið að melta þetta. Lögin eru ekki beint um neitt. Bara það sem manni dettur í hug þegar maður ýt- ir á upptöku og byrjar að bulla. Í Létt á bárunni eru meiri meiningar um hversdagslífið, landsbyggðina og pólitík.“ Plata Skakkamanage kemur út í Evrópu í næstu viku og er hljóm- sveitin á leið í tónleikaferðalag um Þýskaland. Svavar segir það afar hentugt að hafa innanborðs tvö önnur upphitunaratriði sem hægt sé að nýta við tækifæri, eins og tón- listarunnendum í Reykjavík gefst færi á að sjá á laugardagskvöldið. „Þá gerum við þetta þannig að Prins Póló byrjar, sem er ég einn með gítarinn. Svo kemur Berglind upp á svið og við spilum lög Létt á bárunni. Restin af Skakkamanage kemur svo upp á svið og við tökum okkar lög. Ég verð orðinn alveg pungsveittur í framlínunni áður en yfir lýkur,“ segir Svavar að lokum. Pungsveittur í framlínunni Létt á bárunni Berglind og Svavar manna dúettinn Létt á bárunni en starfa einnig saman í Skakkamanage. Svavar starfar svo einn sem Prins Póló.  Svavar Pétur gaf út tvær plötur á sama deginum  Spilar með þremur sveitum á Karamba á laugardagskvöld BANDARÍSKI leikarinn David Carradine fannst látinn á hótelherbergi sínu í Bangkok á Taílandi í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum á fréttavef breska rík- isútvarpsins er talið að um sjálfsvíg hafi verið að ræða. Carradine var staddur í Taílandi við upptökur á kvikmyndinni Stretch, að sögn umboðsmannsins Chucks Binders. Carradine var hluti af stórri leik- arafjölskyldu, en faðir hans, John Carradine, var leikari sem og bræð- ur hans Bruce, Keith og Robert. Hann var þekktastur fyrir hlut- verk sitt sem Kwai Chang Caine í þáttunum Kung Fu á áttunda ára- tugnum. Kvikmyndaferillinn spannar yfir 100 kvikmyndir, en hann sló í gegn á nýjan leik þegar hann lék í Kill Bill, sem Quentin Tarantino leikstýrði ár- ið 2003. David Carradine var 72 ára og lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn. David Carr- adine látinn Allur David Carradine.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.