Morgunblaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2009
Minning um naut Guttormur gerði garðinn frægan á meðan hann var og hét. Engu er líkara en unga stúlkan dragi vagninn með skúlptúr sem gerður var
til heiðurs minningu nautsins. 10.-bekkingar í nágrenninu sköpuðu gripinn og Guttormur mun flakka um Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í spýtulíki.
Eggert
Þór Saari | 9. júní
Þinghúsbréf 8
Það var einkennileg til-
finning sem greip mig
þegar ég heyrði í fólkinu
úti á Austurvelli. Órói
greip um sig í þingsaln-
um, þingmenn hópuðust
að gluggunum og þing-
heimur kipptist við þegar peningum
rigndi á rúðurnar. Hér voru þeir sem
raunverulega stóð ekki á sama, sem
voru tilbúin að leggja þó ekki væri nema
tvo klukkutíma af mörkum. Þakka ykkur
fyrir að mæta, við erum aðeins fjögur á
þingi og náum þessu ekki ein.... Það er
að mörgu leyti dapurlegt að það skuli
vera Vinstri græn sem lenda í óvinsæla
liðinu í dag því sannarlega voru það þau
sem börðust einarðlega og ein gegn
þessu fjármálabrjálæði sem setti svo á
endanum þjóðina á hausinn. Vonandi
gleymist það seint hvað ríkisstjórn Sjálf-
stæðisflokks og Samfylkingar gerði,
byggt á vinnuteikningum Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokks. Foringjadýrkunin sem
þessir flokkar sýndu var svo seinasti
naglinn í líkistuna þar sem meintir
óskeikulir leiðtogar, Davíð Oddsson, Geir
H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
og áður Halldór Ásgrímsson höfðu haft
sitt fram með hroka og frekju.... málið.
Meira: thorsaari.blog.is
Hlynur Hallsson | 9. júní
Sjálfstæðisflokkurinn
leggur fram tillögur um
að leggja sig niður
Er ekki tilvalið að Þor-
gerður Katrín og Bjarni
Ben myndu skammast sín
aðeins? Ég veit að þetta
er fullmikil bjartsýni hjá
mér en það má reyna.
Sem betur fer eru aðrir
teknir við að bjarga því sem bjargað
verður og Sjálfstæðisflokkurinn getur
lagt sig niður eða bara verið í stjórn-
arandstöðu næstu 18 árin.
Meira: hlynurh.blog.is
Auður H Ingólfsdóttir | 8. júní
Framsóknarflopp
Mikið hafði ég rangt fyr-
ir mér.
Var að horfa á Kast-
ljósið áðan, þar sem
Sigmundur Davíð kom
vægast sagt illa út. Það
vantaði ekki að hann reifst og skamm-
aðist – en lausnirnar voru engar.
Vorum við þvinguð inn í Icesave
samningana? Já, svo sannarlega. En
ef sterkur andstæðingur heldur byssu
að hausnum að þér og fjölskyldu
þinni, þá hlýtur hinn ábyrgi að reyna
að ná samkomulagi við þann vopnaða
frekar en að láta hann skjóta þig og
þína í hausinn!!!
Meira: aingolfs.blog.is
Það er athyglisverð og algeng til-
hneiging fræðimanna að halda að
þegar þeir stígi útfyrir sitt sérsvið
þá dugi brjóstvitið eitt saman. Ég
las til dæmis einu sinni bók eftir
merkan sagnfræðing um galdraof-
sóknir í Evrópu þar sem hann
komst að þeirri niðurstöðu að þær
hefðu byrjað í fjallahéruðum
Frakklands vegna þess að þar væri
loftið þunnt og súrefnisskortur
leiddi stundum til ofskynjana. Og
galdratrúin átti samkvæmt þessari
kenningu rætur sínar í ofskynjunum af völdum
súrefnisskorts. Þegar ég las bókina sem
stráklingur fannst mér skýringin ekki sem verst.
Nú rakst ég aftur á bókina um daginn þegar ég
var árangurslaust að leita í skáp heima hjá mér
að bók sem hefur líklega aldrei verið skrifuð. Ég
greip bókina gömlu feginshendi vegna þess að ég
hafði oft hugsað til hennar á síðustu þrjátíu árum
þegar ég var að leita í taugalæknisfræðibókum að
tengslum milli súrefnisskorts og ofskynjana.
Kollegar mínir höfðu oft bent mér á að þeir vissu
ekki af rannsóknum sem sýndu fram á þessi
tengsl. Ég svaraði þeim ávallt að ég hefði lesið
um þessi tengsl í góðri bók eftir heimsfrægan
sagnfræðing og að það væri lítill vafi á því í mín-
um huga að þessi tengsl væru til staðar. Ég er
hins vegar hræddur um að það hafi verið farið að
kvarnast úr sannfæringarkraftinum í rödd minni
eftir ítrekaðar og árangurslausar tilraunir til
þess að finna frekari skjalfestingu á tengslunum.
En nú var ég búinn að finna bókina góðu og ekk-
ert annað eftir en að skoða heimildir fyrir þessum
tengslum sem áttu að bera ábyrgð á galdraof-
sóknum miðalda. Þegar ég fletti upp í bókinni
fann ég staðhæfinguna en hún var án tilvísunar í
rannsókn eða nokkurn skapaðan hlut. Sagnfræð-
ingurinn góði hafði notað aðferðir fræðigreinar
sinnar til þess að komast að þeirri niðurstöðu að
galdraofsóknirnar hefðu byrjað í fjallahéruðum
Frakklands. Hann hafði hins vegar ályktað,
hjálparlaust, að uppi í fjöllum Frakklands væri
einhvers konar súrefnisskortur og að hann leiddi
til ofskynjana sem gætu síðan leitt til galdratrú-
ar. Það er engan fót hægt að finna fyrir þessu í
þeim fræðigreinum sem fjalla um áhrif súrefn-
isskorts á heila eða orsakir ofskynjana.
Kristín Vala Ragnarsdóttir færir okkur annað
dæmi, sem er ástæða þess að ég skrifaði þessa
grein. Nú varar hún við þeim hættum sem eiga að
stafa af erfðabreyttu byggi sem líftæknifyr-
irtækið Orf vill fara að rækta að Gunnarsholti og
bendir á mikilvægi þess að hleypa því ekki út fyr-
ir hússins dyr. Og hverjar eru röksemdirnar? Að
það megi vera að erfðabreyttar jurtir séu hættu-
legar. Það hafi að vísu enginn sýnt fram á það
ennþá þótt búið sé að rækta erfðabreyttar jurtir
um langan tíma og víða um heim. Jarðefnafræð-
ingurinn bendir reyndar á að nýlegar rannsóknir
sýni að það sé mögulegt að býflugur séu að
hverfa af þeim svæðum þar sem
erfðabreyttar lífverur séu ræktaðar
vegna þess að þær verði ófrjóar. Það
þarf engar rannsóknir til þess að
álykta að sá möguleiki sé fyrir hendi
að býflugum sé að fækka hvar sem
er í heiminum og sama á við um að
þeim sé að fjölga. Það þarf hins veg-
ar rannsóknir til þess að sýna fram á
að þeim sé að fækka eða að þeim sé
að fjölga eða að fjöldi þeirra sé
óbreyttur. Það hafa engar rann-
sóknir verið gerðar sem standa und-
ir nafni sem sýna fram á að erfða-
breyttar lífverur hafi áhrif á
viðkomu býflugna. Ég vil leggja á það áherslu að
það er í sjálfu sér ekkert athugavert við að fólk
komi fram í fjölmiðlum og tjái ótta sinn við allt
milli himins og jarðar og þar á meðal erfðabreytt-
ar jurtir þótt hann sé ekki á rökum reistur. Það
er nefnilega þannig með óttann að hann er eitt af
tækjunum sem mannskepnan hefur nýtt sér til
þess að lifa það af sem dýrategund þótt hann sé
sjaldnast á rökum reistur. Það sem gerir þessa
herferð Kristínar Völu hins vegar óásættanlega
er að hún hefur hana sem forseti Verkfræði- og
náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Hún er leið-
togi þess hluta Háskólans þar sem þróunarfræðin
á heima. Þegar hún hefur tjáð sig um erfða-
breyttar jurtir hefur hún lagt áherslu á þessa
stöðu sína og á þann hátt gefið óbeint í skyn að
skoðanir hennar séu faglegar og eigi rætur sínar í
fræðigreinum sem séu til þess fallnar að varpa
ljósi á eðli erfðabreyttra jurta. Það vill hins vegar
svo til að jarðefnafræðin sem er sú fræðigrein
sem Kristín Vala tilheyrir er margar þing-
mannaleiðir í burtu frá þróunarfræðinni og hefur
lítið fram að færa sem gæti hjálpað okkur til þess
að meta hættuna af erfðabreyttum jurtum. Þessa
staðreynd hefur Kristína Vala hins vegar ekki
borið á borð þegar hún hefur tjáð sig um erfða-
breyttu jurtirnar.
Það sem ræður því hvaða lífverur verða til og
hvernig þær fylla jörðina er tvíþætt samspil um-
hverfis og erfðaefnis. Þættirnir tveir eru annars
vegar breytingar á röð níturbasa í erfðaefninu og
hins vegar val eða höfnun á þeim eiginleikum líf-
vera sem eiga rætur sínar í þessum breytingum.
Þessi taktur breytinga á erfðaefni og vals er
ábyrgur fyrir öllum þeim lífverum sem hafa
nokkurn tímann verið til á jörðinni allt frá veirum
upp í risaeðlur fornaldar og frá svifþörungum
upp í risafurur. Í þessu ferli sem er ábyrgt fyrir
lífheimi öllum, tilurð hans og breytingum sem
verða á honum þjóna breytingarnar í röð nít-
urbasa í erfðamenginu því hlutverki einu saman
að sjá til þess að það sé úr einhverju að velja. Það
sem ræður útkomunni er val umhverfisins. Það
má því leiða að því rök að þegar farið sé að fikta í
þróuninni þá liggi hættan fyrst og fremst í því að
fikta í valinu. Við Evrópubúar byrjuðum að fikta í
valinu fyrir um það bil 15000 árum þegar við hóf-
um landbúnað. Landbúnaðurinn hefur svo sann-
arlega breytt lífheimi jarðar en þannig að hann
hefur þjónað betur þörfum mannsins, í það
minnsta til þess tíma sem mælist í árþúsundum.
Þegar bygginu sem Orf vill rækta að Gunn-
arsholti var erfðabreytt var einungis verið að
breyta röð níturbasa í erfðamengi þess með því
að bæta inn erfðavísi sem býr til vaxtarþátt sem
mætti nota sem lyf. Líkurnar á því að þessi
breyting í erfðamengi byggsins leiði til þess að
það fari að vega að íslenskri náttúru með því að
vaxa óheft út um allt eru hverfandi sem engar. Í
fyrsta lagi þá bendir vaxtarmynstur þess þegar
það er ræktað innan húss ekki til slíks. Í annan
stað eru líkurnar á því að þannig plöntuófreskja
verði til hverfandi vegna þess að annars væri hún
orðin til nú þegar vegna þess að þótt stökkbreyt-
ingatíðni í erfðamengi plantna sé ekki há þá er
fjöldi plantna á Íslandi slíkur að ef unnt væri að
hanna slíka plöntu væri hún að öllum líkindum
komin fram nú þegar af sjálfri sér. Það er líka
mikilvægt að hafa í huga að vaxtarþátturinn sem
Orf setti í byggið hefur enga virkni nema hann sé
gefinn í æð þannig að ekki eru miklar líkur á því
að hann fari að slysast til þess að meiða menn eða
málleysingja.
Með þessum orðum er ég ekki að halda því
fram að það sé áhættulaust að sá nýjum plöntum
í íslenskan jarðveg. Það er alltaf einhver áhætta
samfara því vegna þess að útkoman úr ræktun
byggist alltaf á samspili plöntunnar við sitt um-
hverfi, hvort svo sem nýja plantan er erfðabreytt
eða varð einfaldlega til við að breyta annarri
plöntu með ræktun, annað hvort með kross-
frjóvgun eða með því að rækta plöntu sem hafði
orðið fyrir stökkbreytingu. Og áður en við erum
búin að máta saman plöntuna nýju og íslenska
jörð getum við ekki spáð því nákvæmlega hver
útkoman verður. En reynslan hefur kennt okkur
að áhættan sé lítil og vel innan þeirra marka sem
við sættum okkur við í öðrum tilraunum til þess
að framfleyta okkur í þessu landi. Stjórnendur
Orfs eru af hugviti sínu búnir að setja saman
stórmerkilega tilraun til þess að búa til verðmæti
á Íslandi þar sem þeir hafa brætt saman erfða-
tækni og landbúnað. Það væri nú meira lánleysið
ef við leyfðum þeim ekki að ljúka henni. Við þurf-
um á þessu að halda, nákvæmlega þessu og fullt
af þessu til þess að við getum losað okkur við Al-
þjóðagjaldeyrissjóðinn og aftur orðið fullvalda
þjóð.
Eftir Kára Stefánsson » Stjórnendur Orfs eru af hug-
viti sínu búnir að setja saman
stórmerkilega tilraun til þess að
búa til verðmæti á Íslandi þar
sem þeir hafa brætt saman erfða-
tækni og landbúnað. Það væri nú
meira lánleysið ef við leyfðum
þeim ekki að ljúka henni.
Kári Stefánsson
Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Að sá hugviti og rækta sér framtíð
BLOG.IS
Kári Harðarson | 8. júní
Hvað á maður
að borga í hússjóð?
...Sameignin var öll í
lamasessi og þegar van-
ræksluskemmdir komu í
ljós á þakinu þurfti hver
íbúð að borga hálfa millj-
ón vegna vanrækslu fyrri
ábúenda. Þetta gerðist
rétt eftir að við fluttum inn svo ég var lít-
ið hrifinn. Eftirá að hyggja voru mistök
að kaupa íbúð þarna. Margir höfðu gert
íbúðirnar sínar rosalega flottar, en húsið
sjálft var slömm. Fjölbýlishús rétt hjá var
með húsgjöldin þó nokkuð hærri, en öll
sameign var til fyrirmyndar, nýmálað,
flott teppi og lýsing, þvottahús, hjóla-
geymsla og o.sfrv. Ég horfði löngunar-
augum þangað þegar tímar liðu.
Sumir tala eins og að lágir skattar séu
eitthvað markmið í sjálfu sér, en verður
maður ekki að sjá hvað maður fær fyrir
peninginn?
Er fyrri húseignin rekin í anda kapítal-
isma og sú seinni í anda félagshyggju?
Er maður sjálfkrafa kommi ef maður vill
búa í seinna húsinu?
Meira: kari-hardarson.blog.is