Morgunblaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 18
18 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2009
ÓVÍÐA á Íslandi
liggur þjóðvegur 1
með mikilli og hraðri
umferð nær íbúa-
byggð en við Grund-
arhverfi á Kjalarnesi.
Sem dæmi þá er
skólalóð Klébergs-
skóla aðeins í um 27
metra fjarlægð frá
Vesturlandsveginum,
(samkvæmt mælingu
á borgarvefsja.is) þar sem sam-
kvæmt vef vegagerðarinnar fara
um 7.000 ökutæki að meðaltali á
dag. Það þýðir bíll á 12 sekúndna
fresti á u.þ.b. 100 km/klst hraða.
Og enn fleiri á sumrin, 8.500 að
meðaltali og allt upp í 12.000.
Reyndar er það þannig að á
þessum kafla Vesturlandsvegarins
fyrir ofan Grundarhverfi er leyfð-
ur hámarkshraði einungis 70 km/
klst, en samkvæmt mælingum lög-
reglu og reynslu fólks er mikill
misbrestur á að hann sé virtur.
Tilefni þessarar greinar nú er að
miðvikudaginn 3. júní mátti engu
muna að slys yrði á veginum þeg-
ar tveir drengir á sjötta ári voru
hætt komnir á veginum. Það að
ekki varð slys má kalla heppni.
Í apríl 1991 var „heppnin“ ekki
til staðar. Þá lést fjögurra ára
gömul stúlka á veginum við hverf-
ið eftir að hafa orðið fyrir bíl.
Aðgerðaleysi yfirvalda
Í 18 ár hafa íbúar á Kjalarnesi
þurft að stóla á heppni. Í 18 ár er
búið að fara flestar leiðir sem
færar eru til þess að fá úrbætur í
umferðaröryggismálum við
Grundarhverfi. Að telja upp það
sem reynt hefur verið væri of
langt mál hér. En nú er nóg kom-
ið. Við íbúarnir höfum fengið okk-
ur fullsadda af aðgerðaleysi yf-
irvalda og nú á sunnudaginn var
haldin fundur í Fólkvangi á Kjal-
arnesi sem bar yf-
irskriftina „Umferð-
aröryggi barnanna
vegna“. Þar var sam-
þykkt eftirfarandi
ályktun:
„Fundurinn „Um-
ferðaröryggi
barnanna vegna“
haldinn í Fólkvangi
sunnudaginn 7. júní
2009 skorar á sam-
gönguyfirvöld að ráð-
ist verði tafarlaust í
eftirfarandi verkefni:
Að koma upp mannheldri girð-
ingu við Vesturlandsveg milli
gatnamóta við Esjuskála og Klé-
bergsskóla.
Undirgöng verði sett undir
Vesturlandsveg við íþróttasvæði.
Tryggja að hámarkshraði, sem
er 70 km/klst fyrir ofan Grund-
arhverfi, verði virtur.“
Auðvitað ætti þessu að vera
löngu lokið og ef miðað er við
tímann frá banaslysinu hafa yf-
irvöld haft u.þ.b. 6.500 daga til að
framkvæma. Í samanburði var
haft eftir verktaka sem unnið hef-
ur við að setja niður einföld und-
irgöng með stórum rörum, bæði
fyrir búfénað og fólk, þá gæti það
tekið 1 dag að koma slíku fyrir.
EINN DAG. Vegagerðin er
reyndar búin að eiga teikningu af
steyptum „alvöru“ göngum í 17
ár, sem einhverra hluta vegna eru
ekki komin. Hjá vegagerðinni
fengust þær upplýsingar að nú
ætti að fara að gera eitthvað, þeir
gætu þó ekki gert neitt fyrr en
Reykjavíkurborg kláraði sitt
skipulag, en þeir hafa jú bara haft
11 ár til þess eða frá því að
Kjalarneshreppur og Reykjavík-
urborg sameinuðust og hrepp-
urinn hafði 7 ár. Svo eru nú engin
geimvísindi að setja upp girðingu
og t.d. að fræsa raufar í veginn
við hverfið til að lækka virkilega
hraðann tæki kannski nokkra
klukkutíma. Svo einfalt er þetta
nú. Það er auðvitað óskiljanlegt
að þessu skuli ekki vera löngu
lokið.
Tími aðgerða
er runninn upp
Ennfremur samþykkti fund-
urinn „Umferðaröryggi barnanna
vegna“, að nú væri runninn upp
tími aðgerða til að hnykkja á um
úrbætur. Aðallega var stungið
upp á ýmsu sem gera mætti á eða
við Vesturlandsveginn. Eitt af því
sem rætt var var að stöðva um-
ferð á veginum á næstkomandi
föstudag. Það yrði auðvitað all-
róttæk aðgerð og óskemmtileg,
en hvað sem við gerum biðjum
við um skilning vegfarenda,
barnanna vegna. Okkur hefur
borist til eyrna að þolinmæði lög-
reglunnar gagnvart slíkum að-
gerðum sé á þrotum eftir mót-
mæli undanfarinna missera, en
þolinmæði foreldra barna og ann-
ara íbúa á Kjalarnesi er líka á
þrotum. Það má svo auðvitað
benda lögreglunni á að ef á að
taka hart á okkur fyrir umferð-
arlagabrot við mótmæli þá eru
umferðalögin brotin nokkur þús-
und sinnum á dag í 27 metra fjar-
lægð við skólalóð með 6 ára göml-
um börnum. Hvar annarsstaðar
líðst það? Því segjum við: aðgerð-
ir strax, og áskiljum okkur rétt
til að grípa til hverra þeirra að-
gerða sem skilað gætu árangri.
Barnslíf að veði
Eftir Magnús Inga
Magnússon »Umferðaröryggis-mál hafa verið í
ólestri árum saman þar
sem Grundarhverfi og
Vesturlandsvegur skar-
ast. Þolinmæði íbúa er
nú á þrotum.
Höfundur er foreldri og íbúi í
Grundarhverfi á Kjalarnesi.
Magnús Ingi Magnússon
Peningastefnunefnd
Seðlabanka Íslands
ákvað að lækka stýri-
vexti um 1 prósentu-
stig á fimmtudaginn.
Þessi ákvörðun nefnd-
arinnar hefur valdið
töluverðum óróa í
þjóðfélaginu. Vil-
hjálmur Egilsson,
framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífs-
ins, sagði í fréttum að
menn gætu alveg eins farið heim að
undirbúa hátíðarhöld fyrir 17. júní,
það væri ófært að ná samkomulagi á
almennum markaði undir oki þess-
ara vaxta. Ef það verður raunin, að
aðilar vinnumarkaðarins nái ekki
saman núna, er það afar mikið
áhyggjuefni.
Stuðningsmenn ríkisstjórn-
arflokkanna hafa allt frá því í febr-
úar boðað miklar stýrivaxtalækk-
anir. Sitt sýnist hverjum um hvort
þessar yfirlýsingar allar og heimt-
urnar í kjölfarið rími saman. Á
fimmtudaginn var áttu menn svo von
á að peningastefnunefnd kvittaði
upp á aðgerðir og áætlanir rík-
isstjórnarinnar í ríkisfjármálum
með því að lækka vexti að ráði, enda
hefði bankanum verið gerð grein
fyrir því, að núverandi stjórnvöldum
væri full alvara við það að leysa
vandann og að tekið yrði á málunum.
Þá hafði peningastefnunefndin gefið
ádrátt um frekari stýrivaxtalækk-
anir í greinargerð sinni í maí sl. en
þar segir:
„Verði gengisþróun
krónunnar og aðgerðir í
fjármálum hins op-
inbera eins og nú er
gert ráð fyrir, væntir
peningastefnunefndin
þess að stýrivextir
verði lækkaðir umtals-
vert til viðbótar eftir
fund nefndarinnar í
júní, enda verði þá kom-
in til framkvæmda fleiri
skref í efnahagsáætl-
uninni.“
Síðan þá hefur gengi krónunnar
verið lágt. En það sem verra er,
væntingar peningastefnunefndar
um aðgerðir í fjármálum hins op-
inbera reyndust, að því er virðist,
ekki á rökum reistar. Og á meðan
aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum
láta á sér standa, mun varla draga
ský frá sólu.
Á ríkisstjórnarbekkjunum er mik-
ið talað um hve vandinn sé stór og
umfangsmikill. Því verður svo sann-
arlega ekki á móti mælt. En rík-
isstjórnin kemst ekki hjá því mínútu
lengur að koma fram með áætlanir
sínar í ríkisfjármálum. Það er allt
undir og hér er allt stopp.
Allt stopp!
Eftir Ólöfu Nordal
Ó́löf Nordal
»Ef það verður raun-
in, að aðilar vinnu-
markaðarins nái ekki
saman núna, er það afar
mikið áhyggjuefni.
Höfundur er þingmaður.
AGNES Bragadóttir, hinn
reyndi rannsóknarblaðamaður,
heldur áfram skrifum sínum um
Samtök atvinnulífsins og lífeyr-
issjóði án þess að skeyta um
staðreyndir mála. Glíman við
þær ætlar að reynast Agnesi erf-
ið. Í grein sinni sl. sunnudag, 7.
júní, gerir Agnes enga tilraun til
þess að sýna fram á að sjóðir
sem stjórnað er af öðrum aðilum
en Samtökum atvinnulífsins og
verkalýðshreyfingunni, s.s. sjóð-
félögum sjálfum, hafi náð betri
árangri í fjárfestingum eða
rekstri. Enda þarf svo sem ekki
miklar eða ýtarlegar rannsóknir
til að finna út að allur sam-
anburður af því tagi er hag-
stæður fyrir sjóði á vegum Sam-
taka atvinnulífsins og
verkalýðshreyfingarinnar. Enda-
laust má ræða einstakar fjárfest-
ingar sjóðanna en það sem máli
skiptir er útkoma þeirra í heild
yfir lengri tíma og geta þeirra til
að standa undir lífeyrisréttindum
og lífeyrisgreiðslum.
Þá grípur Agnes til nýrrar
röksemdar fyrir andstöðu sinni
við veru fulltrúa Samtaka at-
vinnulífsins í stjórnum lífeyr-
issjóða en það er að stjórnarsetu
fylgi völd. Samtök atvinnulífsins
líta hins vegar á hlutverk sitt
sem mikilvægt samfélagslegt
verkefni sem þau hafa metnað til
að leysa vel af hendi og hafa gert
það í góðu samstarfi við verka-
lýðshreyfinguna. Þannig hafa
Samtök atvinnulífsins og for-
verar þeirra byggt upp sjóðina
ásamt verkalýðshreyfingunni og
eflt þá jafnt og þétt þannig að
þeir gætu gegnt því hlutverki
sínu að vera meginuppspretta líf-
eyris landsmanna þegar fram
líða stundir. Þetta er áratuga
verkefni sem kallar á framsýni,
frumkvæði og úthald. Völd allra
þeirra sem sitja í stjórnum sjóð-
anna á vegum Samtaka atvinnu-
lífsins og verkalýðshreyfing-
arinnar eru notuð til þess að
stuðla að fagmennsku í meðferð
fjármuna og vaka yfir þeim
breytingum sem verða á að-
stæðum þeirra, t.d. vegna aukins
langlífis, til þess að geta brugðist
nægilega snemma við og eflt
sjóðina. Lífeyrissjóðir á vegum
Samtaka atvinnulífsins og verka-
lýðshreyfingarinnar eru í
fremstu röð og fjölmargir velja
að greiða til þeirra án þess að
vera bundnir til þess samkvæmt
kjarasamningum, bæði stjórn-
endur og sjálfstæðir atvinnurek-
endur.
Nú hefur Agnes vegið gróflega
að æru stjórnarmanna lífeyr-
issjóða með því að halda því fram
að þeir hafi látið ginna sig til
vonlausra fjárfestinga með boðs-
ferðum. Rannsóknarblaðamað-
urinn Agnes er þó ekki tilbúin til
þess að koma fram með neinar
staðreyndir máli sínu til stuðn-
ings heldur vísar mér á að vinna
vinnuna sína, þ.e. leita upplýs-
inga sem ég hvorki þarf á að
halda né liggja á lausu hjá að-
ilum sem eru mér óviðkomandi
að öðru leyti en því að þeir eru
eða voru vonandi félagar í Sam-
tökum atvinnulífsins eins og hátt
í 2000 önnur fyrirtæki. Það hlýt-
ur að þurfa að ætlast til þess að
virtir rannsóknarblaðamenn
leggi staðreyndir á borðið á en
breiði ekki út róg um fólk.
Eftir stendur því ein spurning:
Þykir Agnesi Bragadóttur ekki
vænna um Morgunblaðið en svo
að hún vilji gera það að vettvangi
fyrir róg?
Vilhjálmur Egilsson
Erfið glíma
við staðreyndir
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins
ÍSLENDINGAR
munu á næstunni
verða beðnir að færa
miklar fórnir í formi
hærri skatta, minni
þjónustu hins op-
inbera og lægri kaup-
máttar launa. Þetta
eru afleiðingar efna-
hagshruns sem rekja
má til glannalegs
reksturs þess hluta
atvinnulífsins sem tók gríðarleg lán
erlendis í nafni viðskiptabanka þjóð-
arinnar og ríkisvalds sem horfði að-
gerðalaust á eða jafnvel hvatti áfram
þá sem mestu lánin tóku. Almenn-
ingur á ekki sök á þessum hremm-
ingum.
Það er af þessum sökum afar mik-
ilvægt að sú rannsókn sem nú á sér
stað á orsökum hrunsins sé unnin í
þeim tilgangi einum að hið rétta
komi í ljós. Í þessu samhengi vekur
það áhyggjur okkar að Alþingi hefur
tekið til umfjöllunar beiðni um að
Sigríður Benediktsdóttir hætti í
rannsóknarnefnd Alþingis um
bankahrunið. Uppgefin ástæða er
kvörtun fyrrverandi forstjóra Fjár-
málaeftirlitsins yfir ummælum
hennar í skólablaði Yale-háskóla.
Eftir bankahrunið skipaði Alþingi
rannsóknarnefnd sem átti að kanna
orsakir hrunsins. Nefndin er skipuð
tveimur lögfræðingum sem starfa
hjá hinu opinbera ásamt Sigríði. Sig-
ríður er eini nefndarmaðurinn með
sérþekkingu á fjármálamörkuðum
og hagfræði. Samkvæmt blaðafregn-
um hefur nefndin verið iðin við að
kanna hina ýmsu þætti bankahruns-
ins, og án efa leitað í skúmaskotum
sem ýmsir sérhagsmunir vildu frek-
ar að væru áfram í skugga.
Sigríður er einn af færustu hag-
fræðingum Íslands. Hún lauk dokt-
orsnámi frá Yale-háskóla í Banda-
ríkjunum, þar sem hún stóð sig
afburða vel. Að lokinni útskrift tók
hún til starfa við Seðlabanka Banda-
ríkjanna þar sem hún sérhæfði sig í
fjármálamörkuðum. Nú starfar hún
við hagfræðideild Yale-háskóla.
Enginn efast um hæfni hennar sem
hagfræðings. Við þekkjum hana
báðir sem strangheiðarlega mann-
eskju með sterka réttlætiskennd.
Í upphafi árs fór hún í viðtal við
skólablað Yale, þar sem fjallað var
um Ísland. Viðtalið var ekki tekið
upp, og óvíst hvort blaðamennirnir,
sem eru nemendur við skólann, hafa
haft alveg rétt eftir henni. Í grein-
inni er haft eftir henni að óhófleg
græðgi í bankakerfinu og brestir í
umgjörð eftirlitsferilsins hafi átt
stóran hlut í hruninu. Þetta eru orð
sem flestallir Íslendingar gætu tekið
undir. Ekki er tekið fram hvort átt
er við ófullkomið regluverk Evrópu-
sambandsins, skort á reglum innan
lands, takmarkað rekstrarfé FME,
aðgreiningu FME og Seðlabankans
eða mistök við eftirlitsstörfin. Slíkt
var nefndarinnar að rannsaka.
Þessi orð eru uppgefin ástæða
þess að farið hefur verið fram á að
Sigríði verði vikið úr nefndinni.
Fyrrverandi forstjóra FME fannst
ástæða til að kvarta undan þeim, og
Alþingi sá ástæðu til þess að fjalla
um ósk meirihluta rannsókn-
arnefndarinnar um að víkja henni úr
nefndinni vegna þeirra. Alþingi vís-
aði erindinu til baka til rannsókn-
arnefndarinnar, þar sem hinir tveir
nefndarmennirnir munu ákveða
hvort Sigríði verður vísað úr henni.
Brottvikning Sigríðar úr rann-
sóknarnefndinni mundi trufla og
tefja störf hennar og jafnframt
varpa skugga á hina endanlegu nið-
urstöðu. Íslendingar eru beðnir að
bera byrðar hrunsins í formi skatta
og lakari lífskjara og eiga kröfu á að
rannsóknarnefndin leiði hið rétta í
ljós. Brottvikning þess nefndar-
manns sem hefur mesta þekkingu á
sviði fjármálamarkaða, eingöngu
vegna sakleysislegra en kannski
óheppilegra orða í skólablaði, væri
miður. Íslendingar eiga betra skilið
af ráðamönnum sínum. Kerfið hefði
sigrað.
Sigrar kerfið?
Eftir Gylfa Zoëga
og Jón Daníelsson » Brottvikning þess
nefndarmanns sem
er með mesta þekkingu
á sviði fjármálamark-
aða, eingöngu vegna
sakleysislegra en
kannski óheppilegra
orða í skólablaði, væri
miður.
Gylfi Zoega
Gylfi er prófessor við Háskóla Ís-
lands. Jón er prófessor við London
School of Economics.
Dr Jón Daníelsson