Morgunblaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 28
EMILÍANA Torrini situr nú í 36. sæti evrópska
Billboardlistans með hið svaðalega grípandi
„Jungle Drum“ sem er tekið af plötu hennar, Me
and Armini, sem út kom síðasta haust.
Lagið er nýtt á lista, fór semsagt beint í þetta
sæti en listinn inniheldur hundrað lög. Hann heit-
ir fullu nafni European Hot 100 Singles og er
upplýsingum safnað frá fimmtán Evrópulöndum.
Lagið er gefið út af Rough Trade í Bretlandi og
kom upprunalega út í mars. Lagið er eingöngu
gefið út sem niðurhal, eins og síðasta smáskífa,
„Big Jumps“. Eingöngu fyrsta smáskífan, tit-
illagið sjálft, hefur komið út í efnislegu formi
(sem sjötomma). Laginu góða hefur semsagt ver-
ið otað aftur að fjölmiðlungum, enda siglir Torr-
ini af stað í mikla tónleikareisu nú um helgina.
Það verður að vonum spennandi að fylgjast
með gengi lagsins á næstu vikum en Torrini
náði að skjóta nokkrum málsmetandi lista-
mönnum ref fyrir rass þessa vikuna, þ.á m.
söngkonunni Little Boots sem var spáð mikilli
frægð og frama í upphafi þessa árs af BBC, var
þá efsti kandidatinn í spá um hverjir myndu
meika það í ár.
Listann má sjá í allri sinni dýrð á billboard-
.com. Við lögin eru hengd ýmis veftæki og tól,
hlekkir á hlustun, hringitóna, vefverslanir
o.s.frv. Lag Emilíönu er þó hið eina sem hefur
myndbandshlekk og kannski að þessi glúrni
markaðsöngull Rough Trade-manna nái að
fleyta Torrini upp listann en toppsætið þessa
vikuna vermir önnur söngkona, Lady GaGa.
Torrini trommar sig inn á Billboardlistann
Vinsæl Emilíana í hörkusveiflu.
28 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2009
Við Íslendingar lifum vissulega á
súrrealískum tímum, þurfum að
borga reikning upp á sjö hundruð
milljarða fyrir einhverja IceSave
vitleysu og fólk ræðst inn í glæsi-
hýsið að Fríkirkjuvegi 11 sem
stendur autt, fyrir utan einn hús-
vörð. Menn skyldu ætla að á síðustu
og verstu tímum sé hægt að leita
hughreystingar í sígildum bók-
menntum með manneskjulegan
boðskap, t.d. Litlu gulu hænunni,
táknmynd fórnfýsi og vinnusemi.
En ó, nei! Litla gula hænan er
orðin rauð og hefur víst verið það í
20 ár! Í það minnsta er hún orðin
rauð í seríunni Skemmtilegu smá-
barnabækurnar þó svo gulri slikju
megi sjá bregða fyrir. Hún er eig-
inlega rauðgul. Litur fjaðranna er
þó ekki það sem máli skiptir heldur
boðskapur sögunnar, að uppskera
eins og maður sáir. Er ekki hægt að
senda Sigurjóni og félögum eintak?
Litla rauðgula hænan
Fólk
Menn tala enn um þá gríðarlegu
stemningu er myndaðist í dalnum á
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í
fyrra þegar Páll Óskar kom fram.
Svo mikið var fjörið að þeir sem
mættu gátu ekki hugsað sér að fara
í ár yrði Páll Óskar ekki á dag-
skránni. Stofnuð var sér grúppa á
Fésbókinni þar sem þrýst var á
Þjóðhátíðarnefnd að ráða kappann.
Það hefur greinilega virkað því í
fyrradag var það tilkynnt á Dal-
urinn.is að Páll Óskar mundi halda
uppi fjörinu á föstudagskvöldinu,
bæði á kvöldvöku og um kl. 2 eftir
miðnætti. Páll Óskar sér líka um
fjörið á Húkkaraballinu fræga.
Það er því greinilegt að Fésbókin
skaffar þeim vettvang er vilja koma
skoðunum sínum á framfæri til
fjöldans. Hvort sem um er að ræða
fjöldamótmæli fyrir framan Alþingi
eða hvaða poppara á að ráða á hina
eða þessa skemmtun. Hvað Palla
varðar þurfti ekki nema 3295
manns að skrá sig í Fésbókar-
grúppu til þess að sannfæra
Þjóðhátíðarnefndina. Nú er bara
spurning hvort þeir allir mæti?
Páll Óskar ráðinn
vegna hópþrýstings
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
„MAÐUR vill auðvitað standa undir vænt-
ingum,“ segir Ólöf Jara Skagfjörð sem fer með
hlutverk Sandy í söngleiknum Grease, sem
frumsýndur verður í Loftkastalanum næstkom-
andi fimmtudag.
„Fólk hefur sterkar skoðanir á því hvernig
Sandy eigi að vera og það er því enn meiri
pressa á að standa sig vel.“
Bjartur Guðmundsson tekur undir þetta, en
hann fer með hlutverk Danny.
„Ég hef átt tilgangslausar rökræður við vini
mína sem sögðu að ég þyrfti nauðsynlega að
lita á mér hárið fyrir hlutverkið þar sem
Danny væri dökkhærður. Ég hélt nú ekki,“
segir Bjartur og þau eru sammála um að hár-
liturinn skipti ekki miklu máli í þessu sam-
hengi.
„Ég sá myndband á YouTube um daginn frá
uppfærslu á Grease í Kóreu og þar voru allir
leikararnir dökkhærðir,“ segir Ólöf Jara.
„Þetta er því ekkert tiltökumál.“
Þau Bjartur og Ólöf Jara voru valin í hlut-
verkin fyrir rúmum fimm vikum og hefur æf-
ingaferlið verið stutt en annríkt.
„Þessar fimm vikur hafa verið endalaus
keyrsla. Enda sést það á leikurunum, það eru
allir meira og minna veikir,“ segir Ólöf Jara og
sýpur á tei til að lappa uppá röddina. „Þetta er
þó búið að vera mjög skemmtilegt.“
Svitinn bogar af leikurunum
„Venjulega eru teknar um átta vikur í að
æfa svona verk, þar sem fyrstu þrjár vikurnar
fara bara í að hafa það huggulegt og ræða mál-
in. Við slepptum því í þetta sinn og hentum
okkur beint í vinnuna. Ég verð að segja fyrir
mitt leyti að þegar ég heyrði um æfingatímann
stóð mér ekki alveg á sama,“ segir Bjartur.
„Ég hafði hinsvegar engar áhyggjur. Ég hef
unnið svo mikið með Selmu og ég veit hvað
hún er rosalega skipulögð,“ segir Ólöf Jara og
á að sjálfsögðu við leikstýru verksins, Selmu
Björnsdóttur.
„Já, hún hefur sko heldur betur staðið sig
vel, hún er alveg frábær,“ segir Bjartur.
Það mæðir talsvert á leikurunum í sýning-
unni, sem þurfa að leika, syngja og dansa auk
þess að skipta grimmt um búninga.
„Við vorum með forsýningu í fyrsta skipti í
gær og svitinn bókstaflega bogaði af mörgum í
leikhópnum,“ segir Bjartur.
Þetta mun vera í þriðja sinn sem Grease er
sett upp á Íslandi af atvinnuleikhúsi. Telja þau
Bjartur og Ólöf Jara að eitthvað sérstakt ein-
kenni þeirra uppsetningu?
„Ja… kannski nálægðin við áhorfendur,“
segir Ólöf Jara. „Hinar sýningarnar, 1998 og
2003, voru settar upp á stóra sviðinu í Borg-
arleikhúsinu sem er svolítið mikið stærra pláss
en við höfum hér í Loftkastalanum.“
„Mér finnst það mikill kostur. Nálægðin við
áhorfendur skiptir miklu máli í leikhúsi og hér
er hún algerlega til staðar,“ samsinnir Bjartur.
„Þannig að þessi uppfærsla hlýtur að vera
best þeirra þriggja, er það ekki?“ segir Ólöf
Jara.
„Já, eigum við ekki bara að segja það,“ sam-
sinnir Bjartur.
Menn geta svo gert upp hug sinn hvort þetta
reynist rétt vera hjá þeim Ólöfu Jöru og Bjarti
með því að sjá Grease í Loftkastalanum frá og
með morgundeginum.
Besta uppfærslan hingað til
Morgunblaðið/Kristinn
Sandy og Danny Ólöf Jara og Bjartur stilla sér upp í Rydell High-skólanum, þar sem hlutirnir gerast í Grease.
Bjartur og Ólöf Jara leika Danny og Sandy í söngleiknum Grease sem frum-
sýndur verður í Loftkastalanum á morgun Æfingaferlið tók fimm vikur
eldri hland fyrir hjartað þegar arf-
takar framtíðarinnar tóku að
hækka í græjunum og hlusta á
rokklög sem boðuðu náin kynni við
hitt kynið og fleira sem ekki þótti
samræmast ríkjandi gildum.
Tónlistin er drifkrafturinn í
Grease og knýr áfram hina klass-
ísku sögu um elskendur í meinum,
strák og stelpu sem ekki mega unn-
ast vegna utanaðkomandi and-
stæðna. En eins og í öllum góðum
ástarsögum ná elskendurnir saman
að lokum, undir dillandi rokk-
tónlist.
GREASE er saga af andstæðum,
saga töffarans ískalda og saklausa
lúðans sem ná ekki saman vegna
þeirra hlutverka sem staða þeirra
skipar þeim í.
Grease gerist í Bandaríkjunum á
sjötta áratug síðustu aldar þegar
rokkið var að tryggja sér stað í
hjörtum unglinga. Hinn hefðbundni
trúrækni og íhaldssami fyrirmynd-
arunglingur var senn að víkja fyrir
ungmennum sem kröfðust aukins
frelsis, í ástum, tónlist og lífinu al-
mennt. Tónlistin spilaði þarna stórt
hlutverk og fengu margir hinna
Ástin, rokk og ról
Svalir Danny Zuko og félagar voru boðberar nýrra tíma.
Popphljómsveit Íslands, Sálin
hans Jóns míns, sendir nú frá
sér nýtt lag. Kallast það viðeig-
andi nafni, „Kominn tími til“ en
síðast fengu aðdáendur að gæða
sér á nýmeti fyrir liðlega ári síð-
an. Lagið er annað af tveimur
sem eru væntanleg frá sveitinni
en þau voru tekin upp í síðasta
mánuði. Sálin hefur sumaryf-
irreið sína næsta laugardag,
planið er að spila fyrir landslýð
fram að hausti en svo verður
lagst í híði.
Nýtt Sálarlag í spilun