Morgunblaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 26
26 Velvakandi MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2009 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG FINN GLERAUGUN MÍN HVERGI! EF ÞÚ ÆTLAR AÐ GANGA MEÐ GLERAUGU VERÐUR ÞÚ AÐ HUGSA BETUR UM ÞAU! „HERRAR MÍNIR, MIG LANGAR AÐ KYNNA YKKUR FYRIR NÝJA FORSTJÓRANUM“EKKI AFTUR! NÚ ER KOMIÐ NÓG. FARÐU ÚT EN ÉG VIL EKKI FARA ÚT! HMPH! ÞETTA ER NÝJA ÍBÚÐAHVERFIÐ OKKAR EN FÍNT! JÁ... FÍNT OG RÓLEGT HVAÐ GERIR FÓLK HÉRNA ANNAÐ EN AÐ SITJA VIÐ SUNDLAUGINA OG SPILA GOLF FÓLK GERIR ÝMISLEGT FÆRÐU ÞIG, HLUNKURINN ÞINN! FANGELSIS- STJÓRI, MIG LANGAR AÐ SPJALLA VIÐ EINN FANGA HVERNIG VEIT ÉG AÐ ÞÚ ERT Í RAUN KÓNGULÓAR- MAÐURINN? LÁTUM OKKUR SJÁ... HVERNIG GET ÉG MÉR ÞYKIR ÞAÐ LEIÐINLEGT... EN MÉR DETTUR EKKERT Í HUG VÖRÐUR... FARÐU MEÐ HANN ÞANGAÐ SEM HANN VILL FARA SANNAÐ ÞAÐ GRETTIR, ÉG LÆSTI MIG AFTUR ÚTI... OG ÉG ER Í KÚREKA- NÁTTFÖTUM ÞAÐ ER FRÉTTASTOFA AÐ KOMA FYRIR MYNDATÖKUVÉLUM Í GARÐINUM OKKAR! ÞAÐ ER EKKI MIKIÐ Í FRÉTTUM ÞESSA DAGANA EN FRÁBÆRT! SITTU BARA ÞARNA OG GERÐU EKKI NEITT Á MEÐAN ÉG BURÐAST MEÐ ÖLL ÞUNGU HÚSGÖGNIN OKKAR! TAKK, HELGA! MIKIÐ ER HÚN FRÁBÆR! HÚN VILL EKKI AÐ ÉG MEIÐI MIG Í BAKINU SJALDGÆFAR AFRÍSKAR LIRFUR VONANDI STEIGSTU EKKI Á NEITT MIKILVÆGT Kátar blómarósir nutu sólarinnar á Eyrarbakka á dögunum, tíndu fífla, fléttuðu gula blómakransa og léku sér á túninu fagurgræna. Morgunblaðið/Ómar Blómabörn Klæðnaður alþingiskvenna MÉR finnst til skamm- ar hvernig þið, konur á Alþingi, eruð klæddar. Karlmenn eru skikk- aðir til að vera í jakka- fötum með slifsi en það er ekkert talað um hvernig konur eiga að vera klæddar. Það er til háborinnar skamm- ar fyrir okkur kven- fólkið. Ásta Þorkelsdóttir. Fagna verknáms- skóla - sómi af ungu garðyrkjufólki BORGARSTJÓRN Reykjavíkur er að gera góða hluti með stofnun verk- námsskóla. Vitað er að margir nem- endur hafa hvorki áhuga né getu til háskólanáms og flosna gjarna úr námi. Með verknámsskólanum eru möguleikar þessara nemanda til að njóta sín betri og verknáms hefur lengi verið beðið hjá menntastofn- unum. Kjartan Magnússon, formað- ur menntaráðs Reykjavíkur, hefur ásamt menntaráðinu staðið fyrir að þessi skóli komist í gagnið. Margir eru mun heppilegri til verklegs náms en við hið bóklega. Nú gefst gott tækifæri fyrir nemendur að eiga meira val. Mér líst mjög vel á þetta mál borgarstjórnar, sem vinn- ur verkin sín og lætur þau tala, án þess að gripið sé til stóryrða og rifr- ildis um mál sem oft og tíðum geta vel verið án slíks. Borgarstjórn Reykjavíkur er að vinna án gaura- gangs, góð vinna fer þannig fram. Hún fer fram af varfærni og ígrund- un vegna erfiðra mála í þjóðfélaginu. Mig langar einnig að lýsa yfir ánægju minni með unga skólafólkið sem nú hefir hafið störf við að prýða borgina okkar. Þau eru sann- arlega til sóma. Þau eru svo myndarleg við sínar athafnir og vinna af alúð. Ég tel að unga fólkið, sem er fram- tíðin, sé vaskleg, dug- mikil og velmenntuð kynslóð. Krakkar, takk fyrir okkur. Ánægður borgarbúi. Vinir dýranna ÉG heyrði í símatíma á útvarpi Sögu 8. júní sl. hræðilega frásögn af fugl- um sem verptu í þakskeggi. Lokað hafði verið fyrir svo fuglarnir gátu ekki komist inn til unganna sinna. Í tvo daga börðust fuglanir við að komast til þeirra. Mig langaði mest til að gráta þegar ég heyrði þetta. Þvílíkt grimmdarverk og hræðilegt til þess að vita að nokkur manneskja skuli gera svona lagað. Að ég best veit held ég að þetta sé bannað sam- kvæmt dýraverndarlögunum. Sumir fara mjög illa með dýrin sín og þeim er jafnvel hent út. Ég bið dýravini að standa þétt saman og verja hags- muni dýranna. Skorum á þingmenn að beita sér fyrir strangari lögum gagnvart þeim sem uppvísir verða að því að fara illa með dýr. Ég hef áhuga á að stofna samtök fólks sem vill vernda hag dýranna en ég er í síma 587-5801. Sigrún Reynisdóttir.       Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9-16.30. Ferð í Fljótshlíð 11. júní. Farið um Rang- árþing, m.a. farið í Hlíðarenda, Hlíð- arendakot, Múlakot o.fl. Brottför kl. 8.30 frá Aflagranda, matur innifalinn. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handa- vinna og smíði/útskurður kl. 9-16.30, heilsugæsla kl. 10-11.30. Bólstaðarhlíð 43 | Spilað, handavinna, böðun, fótaaðgerð. Skálholtshringurinn farinn þriðjudaginn 23. júní. Dalbraut 18-20 | Vinnustofa kl. 9, versl- unarferð í Bónus kl. 14.40. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði kl. 10. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, leiðbeinandi við til kl. 17, bossía kl. 10.30, félagsvist kl. 13, við- talstími FEBK kl. 15-16 og bobb kl. 16.30. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Brids og bútasaumur kl. 13, matur kl. 12- 13 og kaffi kl. 14.30-16 í Jónshúsi. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, leikfimi kl. 10.30. Frá hádegi er spilasalur opinn, gróðursetn- ing í Gæðareit með leikskólabörnum og þátttakendum í ,,Gleðidögum“ kl. 13.30. Mánud. 15. júní er kvennahlaup ÍSÍ og þriðjud. 16. júní er ferðalag í Stykkis- hólm. Skráning hafin. S. 575-7720. Háteigskirkja | Setrið opnað kl. 10, kaffi og samvera kl. 11, súpa kl. 12, bridds kl. 13, kaffi kl. 15.30. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9-14, matur kl. 12. Hraunsel | Pútt kl. 10, línudans kl. 11, fé- lagsvist kl. 13, pílukast kl. 13.30. Gaflara- kórinn er kominn í sumarfrí en byrjar æf- ingar að nýju í september, nýir félagar velkomnir, stjórnandi kórsins er Krist- jana Ásgeirsdóttir. Hæðargarður 31 | Listasmiðjan opin, gönuhlaup, gáfumannakaffi og félagsvist á mánudögum. Myndlistarsýning Erlu og Stefáns. Matur og kaffi. Hópar sem vilja starfa á eigin grundvelli velkomnir. Sími 411-2790. Fótaaðgerðarstofa, s. 897- 9801, hárgreiðslustofa, s. 568-3139. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr- unarfræðingur kl. 10.30, leikfimi kl. 11, handverksstofa opin kl. 13. Hárgreiðslu- stofa, s. 552-2488, fótaaðgerðastofa, s. 552-7522. Norðurbrún 1 | Félagsvist kl. 14. Vesturgata 7 | Aðstoð v/böðun kl. 9-12, sund kl. 11, matur kl. 11.45, verslunarferð í Bónus Holtagörðum kl. 12.15, kaffi kl. 14.30. Hárgreiðsla og fótaaðgerðir kl. 9- 16. Sameiginleg ferð með Aflagranda og Hraunbæ í Fljótshlíð verður fimmtudag- inn 11. júní. M.a. verður farið í Hlíðarenda og Múlakot. Hádegismatur er innifalinn. Leiðsögumaður er Guðjón Jónasson. Brottför frá Vesturgötu kl. 8.35. Nánari uppl. og skráning í síma 535-2740. Vitatorg, félagsmiðstöð | Morgun- stund, handavinnustofan opin, versl- unarferð kl. 12.15, dans kl. 14. Hár- greiðslu- og fótaaðgerðarstofur opnar. Þórðarsveigur 3 | Leikfimi/ganga kl. 16.30. Grillveisla verður n.k. laugardag, skráning í Þórðarsveig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.