Morgunblaðið - 12.06.2009, Side 1

Morgunblaðið - 12.06.2009, Side 1
Morgunblaðið/Kristinn Nokkrir tugir manna söfnuðust saman á Austurvelli í gær til að mótmæla óbreyttum framfærslulánum námsmanna og kjörum þeirra í versnandi árferði. Hrópaði fólkið „betra líf á bótum“ og vísaði þannig til betri tekna atvinnulausra en þeirra sem taka námslán. skulias@mbl.is | 12 STÚDENTAR MÓTMÆLTU F Ö S T U D A G U R 1 2. J Ú N Í 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 157. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «DAGLEGTLÍF ÁLFABÖRN BOÐIN TIL ÆTTLEIÐINGAR «SIGURRÓS TÍU ÁR FRÁ ÆÐIS- GENGNUM HROLLI Eftir Magnús Halldórsson og Baldur Arnarson GUNNAR Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, bauðst í gær til að víkja sæti og greiða þannig fyrir áfram- haldandi samstarfi framsóknar- manna og Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn. Ekki liggur fyrir hver mun taka sæti bæjarstjóra. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var hins vegar ekki sam- staða um þessi málalok á meðal sjálfstæðismanna. „Ég mun tala við mitt fólk áður en ég tala við fjölmiðla um þetta,“ sagði Gunnar á ellefta tímanum í gær- kvöldi og vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Fyrr um kvöldið sagðist Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Fram- sóknar í Kópavogi, hafa fengið fullan stuðning við afstöðu sína á fundi full- trúaráðs flokksins í Kópavogi. Inntur eftir þessari afstöðu vildi Ómar ekkert láta hafa eftir sér. Það væri Gunnars að greina frá stöðunni. Heimildir Morgunblaðsins herma hins vegar að á fundi fulltrúaráðsins hafi komið fram skýr afstaða um að núverandi meirihlutasamstarf gengi ekki áfram óbreytt. Ómar hafi síðan farið með það umboð af fundinum til viðræðna við Gunnar bæjarstjóra. Á fundinum var rætt vítt og breitt um samstarfið við sjálfstæðismenn og voru margir fundarmenn á því að fjarað hefði smátt og smátt undan samstarfi flokkanna í bænum að undanförnu. Kornið sem hefði fyllt mælinn væri skýrsla Deloitte um viðskipti fyrirtækisins Frjálsrar miðlunar, sem er í eigu dóttur Gunn- ars, við Kópavogsbæ. Gunnar bauðst til að víkja  Ekki eining um þessi málalok í röðum sjálfstæðismanna  Óvíst hver verður næsti bæjarstjóri  Gunnar mun ræða við sitt fólk áður en hann tjáir sig frekar Gunnar Birgisson Ómar Stefánsson » Fjarað hefur undan samstarfi flokkanna » Ómar Stefánsson tjáir sig ekki Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is RAGNA Árnadóttir, dóms- málaráðherra, kynnir ríkis- stjórninni í dag hugmyndir Evu Joly um fjölgun sér- stakra saksóknara vegna rannsóknar mála sem tengj- ast bankahruninu. Þá kynn- ir ráðherra vinnu sem fram hefur farið við gerð frum- varpa til breytinga á lögum sem gera eiga mögulegt að setja sérstakan ríkissaksóknara í þeim málum. Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, hef- ur lagt til að starfsfólki verði fjölgað í 35-40, að sögn ráðherra. Kostnaður við svo mannmargt embætti yrði um 500 milljónir króna á ári að mati Joly, skv. upplýsingum Rögnu Árnadótt- ur. Ráðherra segir hins vegar að á vegum rík- isstjórnarinnar hafi ekki verið reiknað út hver kostnaðurinn yrði við það að fjölga sérstökum saksóknurum úr einum í þrjá. Dómsmálaráðherra fundaði í gær með Evu Joly og Ólafi Þór Haukssyni, sérstökum sak- sóknara, í kjölfar gagnrýni Joly á yfirvöld í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld. Joly lýsti þar m.a. þeirri skoðun sinni að ekki væri nóg að Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari, viki að hluta til; hann yrði að víkja alveg úr starfi. Hann hefur sagt sig frá hluta starfssviðs síns en Ragna segist hafa skýrt Joly frá því að dómsmálaráðherra hafi ekkert um hæfi ríkis- saksóknara að segja. „Hún er enn sömu skoð- unar, en ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvaldsins, sjálfstæður og ákveður sjálfur eigið hæfi. Ég hef engar heimildir til að þrýsta á hann,“ sagði Ragna Árnadóttir. Hún kvaðst í gær ekki geta metið samtal þeirra Joly á annan veg en þann að ráðgjafinn starfaði áfram við rannsóknina. Forsætisráðherra tók í gær undir orð Joly um vanhæfi ríkissaksóknara.  4 | Ríkissaksóknarinn hyggst ekki víkja Hugmynd um fleiri sak- sóknara kynnt ríkisstjórn Kostnað- ur liggur ekki fyrir Eva Joly  „ÞAÐ er þung greiðslubyrði á íslenskum heim- ilum, eins og kemur fram í þessum tölum. Fólk er þá við- kvæmara fyrir tekjumissi og er strax komið í vandræði. Við höfum áhyggjur af því,“ segir Henný Hinz, hagfræðingur hjá Al- þýðusambandi Íslands. Fram kom á málstofu hjá Seðla- banka Íslands í gær að þrjú af hverjum fjórum heimilum búa við viðráðanlega greiðslubyrði vegna lána. Hins vegar er eitt af hverjum sex heimilum með mjög þunga greiðslubyrði og þarf að verja meira en helmingi ráðstöfunar- tekna í greiðslur vegna íbúða-, bíla- og yfirdráttarlána. Ýmislegt vantar í þessar upplýs- ingar. Henný nefnir að ekki sé tek- ið tillit til þeirra úrræða sem lán- takendum standi nú til boða en þau geti skipt verulegu máli. » 8 Skuldsett heimili eru við- kvæmari fyrir tekjumissi Henný Hinz  GLITNIR, Nýja Kaupþing og Nýi Lands- bankinn gera kröfu um að FL Group/Stoðir endurgreiði þeim samtals 129 millj- arða króna. Stærstu kröf- una á Glitnir, samtals 71,8 milljarða króna. Árni Tómasson, formaður skilanefndar, gerir sér ekki vonir um að stór hluti upphæðarinnar endurheimtist. Eignir FL/Stoða eru metnar á 80 milljarða. Skuldirnar nema 287 milljörðum króna. Þeim á að breyta í hlutafé í nauðasamningum. »15 Reyna að endurheimta 129 milljarða frá FL Group Árni Tómasson  AÐSTANDENDUR Airwaves- tónlistarhátíðarinnar segja sig knúna til að hafa miðaverð á hátíð- ina í ár í evrum. Landsmenn geta þó keypt miða á sama verði og í fyrra (8.900 kr.) í tvær vikur eftir að miðasala hefst. Eftir það kostar miðinn 85 evrur, eða 15.300 krónur. »36 Miðaverð á Airwaves- tónlistarhátíðina í evrum  SIGRÍÐUR Benediktsdóttir telur að þrátt fyrir að samnefndarmenn hennar hafi viljað víkja henni úr rannsóknarnefnd um bankahrunið sé grundvöllur fyrir góðu samstarfi í nefndinni. Jónas Fr. Jónsson, fyrr- verandi forstjóri fjármálaeftirlits- ins, krafðist þess upphaflega að Sigríður viki sæti vegna harðorðra ummæla sinna um orsakir banka- hrunsins. Ummælin féllu í viðtali skólablaðs í Yale-háskóla við hana, en Sigríður kennir við skólann og leggur þar stund á fræðastörf. Páll Hreinsson og Tryggvi Gunn- arsson sitja í nefndinni og lögðu þeir að Sigríði að víkja úr nefnd- inni. Sendi nefndin beiðni til for- sætisnefndar Alþingis um að taka þyrfti afstöðu til hæfis hennar. »6 Telur enn grundvöll fyrir góðu samstarfi í nefndinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.