Morgunblaðið - 12.06.2009, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.06.2009, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2009 Sumarhappdrætti Dregið 17. júní 2009 176 skattfrjálsir vinningar að verðmæti 24.240.000 kr. Krabbameinsfélagsins Vertu með og st yrktu gott málefni Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is VILHJÁLMUR Bjarnason, framkvæmdastjóri Sam- taka fjárfesta og lektor við Háskóla Íslands, hefur óskað eftir því við embætti sérstaks saksóknara að rannsókn fari fram á viðskiptum Landsbanka og Glitnis á árunum 2006-2008 við Árvakur hf. og þáver- andi eigendur hans. Fer hann þess á leit að gengið verði úr skugga um hvort um umboðssvik hafi verið að ræða og hvort viðskiptin hafi verið svo óábyrg að tap á þeim hafi verið fyrirséð. Tvo þætti ber hæst í beiðni Vilhjálms. Annars veg- ar lánveitingar bankanna til Árvakurs hf. sem urðu til þess að þeir töpuðu útlánum að andvirði 3-4 millj- arða króna. Hins vegar hvort kaup Björgólfs Guð- mundssonar og Ólafs Jóhanns Ólafssonar gegnum eignarhaldsfélög þeirra hafi verið fjármögnuð með lánum frá Landsbankanum, ótryggðum eða aðeins tryggð með handveði í hlutabréfum Árvakurs hf. Björgólfur var aðalhluthafi Landsbankans gegnum Samson Holding á þeim tíma sem um ræðir. Sér- stakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson, staðfesti í samtali við mbl.is í gær að málið væri til athugunar. magnush@mbl.is Óskar eftir rannsókn á við- skiptum banka og Árvakurs  Athugað verði hvort um umboðssvik hafi verið að ræða Tillögur birtar upp úr helgi? LJÓST er að engin niðurstaða fæst í dag í viðræðum viðsemjenda á vinnumarkaði og stjórnvalda um stöðugleikasáttmála. Fram kom á Alþingi í gær að gert er ráð fyrir að bandorms-frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum komi fram upp úr helginni og áætlun um víðtækar að- gerðir til næstu þriggja ára verði tilbúin í kringum 20. júní. Á fjölmennum formannafundi ASÍ í gær var samninganefnd ASÍ veitt umboð til að halda viðræðum áfram. Var jafnframt lögð áhersla á að verja gildandi kjarasamninga sem felur í sér að standa beri við að laun hækki 1. júlí. Forseti ASÍ segist vona að lögð verði mikil vinna í við- ræðurnar í Karphúsinu yfir helgina og alla næstu viku. Ríkisfjármálin eru eitt af stærstu viðfangsefnunum. Hannes G. Sig- urðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, segir í fréttabréfi samtakanna að ekki hafi enn verið tekin pólitísk ákvörðun um hlutföll skatttekna og niðurskurðar í blandaðri leið til auk- ins aðhalds í ríkisfjármálum. Óraun- hæft sé að ganga út frá því að helm- ingur aðhaldsins náist með auknum skatttekjum. omfr@mbl.is Búist við fundahöld- um út næstu viku „STARFS- og stjórnarmönnum er óheimilt að þiggja boðsferðir af viðskiptavinum, innanlands sem utan, hvort sem um er að ræða skemmtiferð- ir, svo sem veiðiferðir og golfferðir, eða kynnis- ferðir vegna einstakra fyrirtækja eða viðskipta- kosta,“ segir í siðareglum fyrir stjórnarmenn í lífeyrissjóðum sem samdar hafa verið á vettvangi ASÍ og kynntar voru í gær. Tekið er fram að undanteknar séu ferðir sem talið er að hafi upplýsingagildi fyrir lífeyrissjóð- inn eða gera hann hæfari til að sinna hlutverki sínu. „Í slíkum tilvikum skal metið af yfirmanni eða sjóðstjórn eftir atvikum hvort svo sé, enda greiði lífeyrissjóðurinn sjálfur kostnað við ferðina nema annað sé sérstaklega ákveðið og formleg heimild veitt til.“ Sett verði á fót siðanefnd lífeyrissjóða Í tillögunum er starfs- og stjórnarmönnum líf- eyrissjóðsins gert óheimilt „að þiggja eða sækjast eftir gjöfum eða fjármunum frá viðskiptavinum eða væntanlegum viðskiptamönnum sem á einn eða annan hátt tengjast starfi þeirra. Undan- teknar eru jóla- og afmæliskveðjur, sem eru að fjárhagslegu verðmæti innan marka sem teljast algeng í slíkum tilvikum skv. nánari reglum […].“ Áhersla er lögð á að sjóðir taki ekki þátt í fjár- festingum sem orka tvímælis út frá almennum siðferðisreglum. Lagt er til að stofnuð verði sérstök siðanefnd lífeyrissjóðanna á vettvangi Landssambands líf- eyrissjóða og jafnframt hafa verið mótaðar hug- myndir að reglum um „samfélagslega ábyrgar fjárfestingar lífeyrissjóðanna“. Eiga lífeyrissjóðir þannig m.a. að leggja ít- arlegt mat á fjárfestingarkosti sína og kappkosta að fjárfesta í fyrirtækjum „sem eru vel rekin og hafa jafnframt siðræn gildi að leiðarljósi“. omfr@mbl.is „Óheimilt að þiggja eða sækjast eftir gjöfum“  Lífeyrissjóðir fjárfesti aðeins í fyrirtækjum sem hafa siðræn gildi að leiðarljósi HANN mundar hamarinn kröftuglega að víkingasið, þessi maður, enda önnum kafinn við undirbúning ár- legrar víkingahátíðar sem hefst við Fjörukrána eftir viku. Það má því búast við að menn og konur klædd að fornum sið og vopnum búin fari að sjást á götum Hafnarfjarðar á næstu dögum. Þá munu gamli og nýi tíminn mætast um stund og lífga upp á tilveruna. Morgunblaðið/Golli HAMARSHÖGGIN DYNJA Vitnað er til tveggja laga- ákvæða í bréfi Vilhjálms sem bankarnir hafi mögulega gerst brotlegir við. Annars vegar 249. gr. auðgunarbrotakafla al- mennra hegningarlaga og hins vegar 19. gr. laga um fjármála- fyrirtæki um góða viðskipta- hætti og venjur. Í síðarnefndu greininni segir að fjármálafyr- irtæki skuli starfa í samræmi við eðlilega og heilbrigða við- skiptahætti. Góðir viðskiptahættir og venjur Vilhjálmur Bjarnason KONAN sem beið bana í eldsvoð- anum í sumarbústað á Kljáströnd í Grýtubakkahreppi við Eyjafjörð síð- astliðinn þriðjudag hét María Ás- grímsdóttir. Hún var á 84. aldursári, fædd árið 1925, og var til heimilis að Reynivöll- um 8 í Akureyrarbæ. María lætur eftir sig eiginmann og þrjú upp- komin börn. andri@mbl.is Lést í bruna í sumarbústað „ÁSTÆÐAN fyr- ir því að Alþjóða- heilbrigðisstofn- unin hefur dregið lappirnar með að lýsa þessu yfir er að sumar þjóðir nota þetta til þess að grípa til yfirdrifinna sótt- varnaráðstafana,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir eftir að stofnunin lýsti því yfir í gær að svínaflensa væri orðin að heimsfar- aldri. „Nú eru lyfjafyrirtækin búin að fá grænt ljós um að þau geti byrjað að búa til bóluefni fyrir haustið.“ Haraldur segir tilkynninguna ekki hafa komið á óvart og að hún muni á þessu stigi hafa lítil áhrif hér. Í undirbúningnum væri miðað við verstu mögulegu útkomu færi svo að flensan yrði skæðari með haustinu. baldura@mbl.is Grænt ljós á bóluefnið Haraldur Briem ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti í gærkvöldi tvo skipverja línu- veiðiskipsins Valdimars GK. Þeir slösuðust þegar verið var að sjó- setja léttbát skipsins, en sigvír slitnaði þannig að báturinn féll til sjávar með mennina innanborðs. Læknir á þyrluvakt taldi meiðsl skipverjanna tveggja svo alvarleg að rétt væri sækja þá í skipið. Þó var líðan þeirra eftir atvikum góð. Voru mennirnir hífðir um borð í þyrluna sem ferjaði þá til aðhlynn- ingar á sjúkrahúsi. skulias@mbl.is Tveir slösuðust

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.