Morgunblaðið - 12.06.2009, Page 4

Morgunblaðið - 12.06.2009, Page 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2009 ÚTSALA YFIR 1000 VÖRUNÚMER Á LÆKKUÐU VERÐI einfaldlega betri kostur laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 s: 522 4500 www.ILVA.is Animal. Barnamyndir. Ýmsar gerðir. 14 x 14 cm. Verð 1.490,- NÚ 990,- 30 x 30 cm. Verð 3.490,- NÚ 2.490,- 990,- SPARAÐU 500,- Bjóðum uppá vaxtalaust lán til 6 mánaða ÁRNI Finnsson, formaður Nátt- úruvernd- arsamtaka Ís- lands segir fáránlegt að hugsanlegar virkjanir í Hvítá, sem myndu ramma inn sjálf- an Gullfoss, verði með í rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Í vikunni voru m.a. kynntir fimm nýir virkjunarkostir í Hvítá, sem samanlagt gæfu 227 megavött. Árni hefur gagnrýnt að hvergi sé talað um náttúruverndargildi eða verðmat á náttúru í erindisbréfi stjórnar Rammaáætlunar. Sendi hann bréf þess efnis til umhverf- isráðherra í september. Viss orku- slagsíða sé á vinnunni, sem valdi því að náttúruverndin hafi oft verri spil á hendi. Sagði hann í bréfinu til um- hverfisráðherra að erindisbréfið gæti allt eins hafa verið samið af Landsvirkjun. „Þarna er verið að bæta við nokkrum mannspilum á hönd virkj- unaraðila, sem síðar geta þá náð- arsamlegast gefið eitthvað eftir ef þeir kjósa,“ segir Árni. Hann telur að umhverfisráðherra ætti að mót- mæla þessari viðbót við ramma- áætlunina. onundur@mbl.is Mannspil á hendi orkufyrirtækjanna Árni Finnsson FRÉTTASKÝRING Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is VALTÝR Sigurðsson segist ekki hafa hugleitt að segja af sér embætti ríkis- saksóknara. Eva Joly, ráðgjafi sér- staks saksóknara, sagði í Kastljósi sjónvarpsins í fyrrakvöld að það væri ekki nægilegt að Valtýr viki að hluta, hann yrði að víkja alfarið. Valtýr ritaði Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra bréf 18. maí sl., þar sem hann segir rétt að hann víki tímabundið, til að byrja með til 1. júní 2010, í öllum málum sem heyra undir embætti sérstaks saksóknara. Þetta gerði Valtýr vegna þess að Sigurður sonur hans er annar forstjóra Exista hf. „Ríkissaksóknara er mikið í mun að hið nýstofnaða embætti sérstaks saksóknara njóti fulls trausts og að sjálfstæði þess sé hafið yfir allan vafa,“ segir Valtýr m.a. í bréfinu. Dómsmálaráðherra brást við bréfinu með því að fela Birni Bergssyni hæstaréttarlögmanni að gegna hlut- verki ríkissaksóknara í málum sem heyra undir Ólaf Þór Hauksson, sér- stakan saksóknara. Til þess þarf lagabreytingu. Það var niðurstaða ráðuneytisins og sérfræðinga að rík- issaksóknari gæti ekki að óbreyttum lögum vikið sæti á grundvelli van- hæfis í einum málaflokki, heldur ein- ungis á grundvelli einstakra mála. Þá verður lagt til að tilkynningaskylda rannsóknarnefndar Alþingis fari ekki til ríkissaksóknara. Valtýr Sigurðsson kveðst ekki sjá hvernig Eva Joly, sem ráðgjafi sér- staks saksóknara, tengist málum hans embættis eftir að hann hafi hætt öllum formlegum afskiptum af mál- um sem snúa að embætti sérstaks saksóknara. „Ég hef verið að berjast fyrir því að byggja upp ákæruvaldið í landinu en það hefur skort til þess peninga,“ segir Valtýr. Hann segir að það séu vandamál alls staðar og það verði að hafa í huga að verkefni ákæruvaldsins í landinu snúi ekki bara að bankamálum. Valtýr sagði að kröfur Evu Joly væru óljósar og hann sæi ekki tilganginn í því að verða við þeim. Ríkissaksóknari er skipaður ótíma- bundið í embættið af dómsmálaráð- herra. Hann er engum háður í störfum sínum og ekki er hægt að víkja honum úr embætti. Það er því alfarið ákvörð- un Valtýs hvort hann situr áfram í embætti eða ekki. Þegar Morgun- blaðið ræddi við Valtý í gærmorgun var hann staddur í Finnlandi en var væntanlegur til landsins síðar í gær. Hann sagði að ekki væri áformaður fundur með dómsmálaráðherra vegna málsins. Ragna Árnadóttir sagði í við- tali við mbl.is, að hún hygðist ræða við Valtý og freista þess að leysa málið. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagði á Alþingi í gær að hún gæti tekið undir allt sem fram hefði komið hjá Evu Joly. „Ég get líka tekið undir það sem hún segir varðandi van- hæfi ríkissaksóknara og á því verður að taka. Dómsmálaráðherra er að und- irbúa frumvarp þannig að hægt sé að taka á því eins og Eva Joly óskar eftir. Ég tel þetta vera grundvallaratriði.“ Ríkissaksóknarinn hyggst ekki víkja  Segir að verkefni ákæruvaldsins snúi ekki bara að bankamálum  Sérstakur ríkissaksóknari mun fara með mál sérstaks saksóknara  Ýmsar lagabreytingar nauðsynlegar í tengslum við skipunina Óvenjuleg staða er komin upp í kjölfar kröfu Evu Joly um að rík- issaksóknari víki alfarið úr emb- ætti. Dómsmálaráðherra hyggst funda með Valtý Sigurðssyni og freista þess að leysa málið. Eva Joly Valtýr Sigurðsson Ragna Árnadóttir Jóhanna Sigurðardóttir SKULDBINDINGAR ríkisins vegna Icesave-samkomulagsins er komin í 732 milljarða skv. nýjum upplýsingum um ábyrgð ríkisins í erlendri mynt. Þessu hélt Sigmund- ur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fram á Al- þingi í gær. „Nýjustu tölur í Icesave- hneykslinu eru þær að ábyrgð rík- isins er komin í 732 milljarða og 720 milljónir, eða tæplega 733 millj- arða,“ sagði Sigmundur. Í gærmorg- un hafi fengist nákvæmari upplýs- ingar um upphæðina í erlendri mynt og hún reynst vera töluvert hærri en ríkisstjórnin hafi kynnt. „Því til við- bótar hefur gengi íslensku krón- unnar hríðfallið frá því að tilkynnt var um Icesave-samkomulagið og skyldi engan undra, þegar ver- ið er að skuld- binda ríkið svo gífurlega í er- lendri mynt. Þetta mun þess vegna verða til þess, nánast óhjá- kvæmilega, að festa í sessi lágt gengi íslensku krónunnar í alla vega 20 ár.“ Birkir Jón Jónsson, varaformaður Fram- sóknarflokksins, tók undir þetta. Upplýsingar væru misvísandi. Á fundi efnahags- og skattanefndar hafi komið fram að vextir reiknist frá seinustu áramótum og verði 41 milljarður á fyrsta ári. Skuldbindingin 732 milljarðar  Ábyrgð ríkisins hærri en kynnt var? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson GATNAMÓTIN VIÐ FLUGVALLARVEG RÝMKUÐ Morgunblaðið/Kristinn Að mörgu er að hyggja þegar götum er breytt. Byrjað er að rýmka gatna- mót Bústaðavegar og Flugvallarvegar vegna aukinnar umferðar, meðal annars að húsi Háskólans í Reykjavík sem rís við Öskjuhlíð. Flytja þarf um- ferðarljós og í því var Kristinn Pálsson hjá ÁÞ verktökum að vinna í gær. RAUÐI kross Íslands harmar þá niðurstöðu sem kemur fram í skýrslu dómsmálaráðu- neytisins um að 6 hælisleitendur sem komu frá Grikklandi verði sendir til baka á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar. Rauði krossinn byggir skoðun sína á Skýrslu Flóttamannastofn- unar Sameinuðu þjóðanna frá apr- íl 2008. Rauði krossinn vill að umsókn hvers og eins hælisleitenda verði skoðuð sérstaklega og leggur áherslu á að þau ríki sem sam- þykkt hafa Dyflinnar-reglugerðina séu ekki skyldug til að endursenda fólk á þeim forsendum þó það sé heimilt. Hælisleit- endur send- ir til baka

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.