Morgunblaðið - 12.06.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.06.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2009 ostur Ríkur af mysupróteinum Bra gðg óð nýju ng 9% aðeins Prófaðu nýja braðgóða Fjörostinn, fituminnsta kostinn í ostaúrvali dagsins. „VIÐ erum ekki að breyta út frá þeirri almennu stefnu okkar að skipta okkur ekki af því sem er inni á netinu, þarna var bara um svo ýkt dæmi að ræða að okkur þótti það forsvar- anlegt að bregðast við,“ segir Hrann- ar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone. Vodafone og Síminn lokuðu í vik- unni fyrir aðgang að vefsíðunni ring- ulreid.org eftir beiðnir frá ríkislög- reglustjóra, Barnaverndarstofu o.fl. Á síðunni má finna gróf dæmi um ne- teinelti og barnaklám. Í kjölfar áskorana könnuðu fyr- irtækin lagalegan grundvöll fyrir því að loka aðgangi að síðunum og reynd- ist hann vera til staðar. Þetta er í fyrsta skipti sem gripið er til þessa úrræðis og ekki merki um breytta stefnu að sögn Hrannars. „Við erum meðvituð um að þetta er aðgerð sem er ekki hafin yfir gagnrýni, en þetta mál þótti þannig vaxið að það væri til þess vinnandi að gera þessa tilraun.“ Margrét Stefánsdóttir, upplýs- ingafulltrúi hjá Símanum, er sama sinnis. „Við myndum aldrei taka upp á því að okkar frumkvæði að loka síðu, það er ekki okkar að gera það. En þegar svona alvarleg beiðni kem- ur þá verðum við við því.“ Margir hafa bent á að tilraunir til að loka vefsíðum á netinu séu eins og að berjast við vindmyllur, þær spretti einfaldlega upp annars staðar. Mar- grét bendir á að vilji viðskiptivinir Símans tryggja að lokað sé fyrir að- gang að slíkum síðum í eigin tölvum sé hægt að koma sér upp netvara sem síi út síður á svörtum lista, m.a. vegna barnakláms. Ekki á stefnuskránni að hefja ritskoðun á netinu  Lokun Símans og Vodafone að vefsíðunni Ringulreið er einsdæmi Frumkvöðlar í varaaflstöð ÞANKAREGN verður væntanlega einkennandi fyrir starfsemina í Toppstöðinni, varaaflstöðinni í Elliðaárdal, á næstunni en borgarráð hefur nú samþykkt til- lögu um að fela borgarlögmanni að móta samning um tímabundin afnot áhugahóps um frum- kvöðlasetur af húsinu. Aflstöðin hefur ekki verið notuð til raf- orkuframleiðslu síðan á 9. áratug síðustu aldar. Í samkomulagi Landsvirkjunar og Reykjavík- urborgar er gert ráð fyrir að borgin rífi bygginguna. Hugmynd áhugahópsins felst í því að skapa hönnuðum, arkitekt- um og iðnaðarmönnum sameig- inlegan vettvang til að skapa nýj- ar vörur, þekkingu og hugvit í afmörkuðu rými varaaflstöðv- arinnar. Í lögum nr. 30/2002 um raf- ræna þjónustu segir að þjón- ustuveitendur, s.s. Síminn og Vodafone, beri ekki ábyrgð á gögnum sem þeir hýsi fyrir ann- an aðila. Nokkrar undantekn- ingar eru hins vegar á þessu. Þannig geta fyrirtækin m.a. verið talin ábyrg fyrir hýsingu efnisins ef þau bregðast ekki við rökstuddum grun um að gögnin innihaldi barnaklám, líkt og tilfellið var á ringulreid.org. Þjónustuveitendum ber því að fjarlægja gögnin eða hindra að- gang að þeim. Ekki er tekið sér- staklega fram í lögum að loka eigi fyrir aðgang að vefsíðunni í heild, en lögin taka hinsvegar ekki fyrir það heldur. Heimild í lögum Vildu Sigríði úr nefnd  Páll Hreinsson og Tryggvi Gunnarsson töldu Sigríði eiga að víkja úr rann- sóknarnefndinni  Samt grundvöllur fyrir samstarfi og vinnu segir Sigríður FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is DR. Sigríður Benediktsdóttir stað- festi í samtali við Morgunblaðið í gær að Páll Hreinsson og Tryggvi Gunn- arsson, sem sitja með henni í rann- sóknarnefnd um bankahrunið, hefðu óskað eftir því að Sigríður myndi hætta í nefndinni, með símtali 22. apríl. Þann sama dag krafðist Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri FME, þess að Sigríður viki úr nefnd- inni. Sigríður var stödd á skrifstofu sinni í Yale-háskólanum í Bandaríkj- unum þar sem hún starfar við kennslu og fræðistörf þegar hún fékk símtal frá Páli og Tryggva, eftir að krafa Jónasar kom fram. Sigríður sagðist þó í samtali við Morgunblaðið í gær telja að enn sé grundvöllur fyrir góðu samstarfi í nefndinni og faglegri vinnu. Frá því Jónas Fr. Jónsson krafðist þess að Sigríði yrði vikið úr nefndinni vegna vanhæfis hefur verið um það deilt hvort Sigríður ætti að víkja úr nefndinni eða ekki. Sigríður segir Pál og Tryggva hafa lagt að henni að víkja, en Páll hefur sagt í samtali við mbl.is að það hafi verið einn möguleikinn sem hafi verið ræddur eftir að Jónas krafðist þess að Sigríður viki, á grundvelli orða sem hún lét falla í viðtali við skólablað Yale-háskólans 31. mars. Í því var haft eftir Sigríði að „hrunið [væri] niðurstaða af öfgakenndri græðgi margra sem hlut eiga að máli og tóm- látu andvaraleysi þeirra stofnana sem hafa áttu eftirlit með fjár- málakerfinu og sjá áttu um fjármála- legan stöðugleika í landinu“. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins töldu prófessorar við Yale-háskóla fráleitt að Sigríður þyrfti að hætta störfum vegna um- mælanna í skólablaðinu, og ákvað hún því að segja sig ekki úr nefnd- inni. Málið hefur valdið miklum titringi innan íslensks fræðasamfélags en kollegar Sigríðar úr hagfræðistétt hafa meðal annars komið henni til varnar. Þar á meðal Gauti Eggerts- son, Jón Steinsson, Gylfi Zoëga og Jón Daníelsson. Rannsóknarnefndin sendi erindi til forsætisnefndar Alþingis, þess efnis að Alþingi þyrfti að taka afstöðu til hæfis Sigríðar. Forsætisnefndin var þessu mati Páls ósammála og vísaði málinu aftur til rannsóknarnefnd- arinnar, á þeim forsendum að það væri hennar að skera úr um hæfi nefndarmanna. Páll sagði í samtali við mbl.is á miðvikudag að það væri óvænt niðurstaða hjá forsætisnefnd- inni að telja sig ekki eiga að meta hæfi nefndarmanna í ljósi þess að það væri Alþingi sem skipaði í nefndina. Stjórnsýslulögin væru skýr um það atriði. Þess er nú beðið að rannsókn- arnefndin stígi næsta skref í málinu. Sigríður Benediktsdóttir Páll Hreinsson GULLNI hringurinn hefur aðdráttarafl fyrir innlenda sem útlenda ferðamenn. Geysir í Haukadal er eitt aðalsmerkja þessa fræga hrings um náttúruperlur Suðurlands og laðar að á öll- um árstímum. Ferðamenn bíða gjarnan spenntir eftir því að hverinn sendi frá sér eina góða gusu og ekki er verra ef hveravatnið slettist aðeins á áhorfendurna. Þá lifa þeir ofurlítið ævintýri á þessu blessaða landi elds og ísa. BEÐIÐ EFTIR EINNI GÓÐRI GUSU ÚR GEYSI Morgunblaðið/RAX NÝR vefur, atvinnuleit.is, er kom- inn í gagnið. Atvinnuleit er nýr kostur fyrir atvinnurekendur til að gera fleiri störf sýnileg. Frítt er að auglýsa fyrir atvinnurekendur, og mörg fyrirtæki styrkja fólk í at- vinnuleit um vörur og þjónustu. Atvinnuleit.is STJÓRN Lánasjóðs íslenskra náms- manna ætlar ekki að aðhafast frek- ar vegna viðskipta sem sjóðurinn átti við Frjálsa miðlun, fyrirtæki í eigu dóttur Gunnars Birgissonar, sem átti sæti í stjórn sjóðsins. Stjórn LÍN bað Ríkisendur- skoðun að fara yfir viðskiptin. Fram kemur í skýrslu hennar að keypt var vinna af Frjálsri miðlun á tímabilinu 1992 til 1998 fyrir tæpar 10 milljónir auk 1,2 milljóna króna útlagðs kostnaðar við prentun. Ríkisendurskoðun segir að vinn- an hafi raunverulega verið unnin en þar sem ekki hafi verið leitað verðtilboða áður en Frjáls miðlun tók verkefnin að sér sé ekki hægt að fullyrða hvort hægt hefði verið að fá þessa þjónustu á betri kjörum. Stjórn Lánasjóðsins aðhefst ekki frekar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.