Morgunblaðið - 12.06.2009, Side 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2009
Eftir Halldóru Þórsdóttur
halldorath@mbl.is
ÞRJÚ af hverjum fjórum heimilum,
eða 77%, verja innan við 40% af sín-
um ráðstöfunartekjum í greiðslur
vegna íbúða-, bíla- og yfirdráttarlána.
Greiðslubyrði þessi, sem miðast við
tekjur einstaklinga og greiðslur til
lánastofnana í febrúar síðastliðnum,
telst viðráðanleg. Þetta kom fram á
málstofu hjá Seðlabanka Íslands í
gær. Fjölmenni var á fundinum þar
sem kynnt var greining á gögnum um
skuldastöðu heimila í hlutfalli við
tekjur, samkvæmt upplýsingum frá
fjármálastofnunum og ríkisskatt-
stjóra. Gögnin, sem eru dulkóðuð og
fengin með leyfi Persónuverndar, ná
til um 75.000 heimila og undanskilja
skuldlaus heimili.
Hérlendis dreifast heildarskuldir
nokkuð jafnt milli tekjuhópa. Þannig
eru þeir tekjulægstu, með undir
150.000 kr. á mánuði, með um 10%
skuldanna en 20% skuldanna leggjast
á þá tekjuhæstu, með yfir 650.000 kr.
Mest meðal þeirra tekjulægstu
Greiðslubyrði íslenskra heimila er
mest meðal þeirra tekjulægstu, en
nær 10% heimila með 150-250 þúsund
krónur á mánuði er með yfir 90%
greiðslubyrði vegna lána. Þegar litið
var til fjölskylduaðstæðna kom í ljós
að staða hjóna með börn er svipuð og
þegar litið er til heildarinnar sem lýst
var í upphafi. Um einstæða foreldra
gegnir öðru máli, en 29% þeirra eru
með mjög þunga greiðslubyrði, þ.e.
þurfa að verja yfir helmingi
ráðstöfunartekna til greiðslu á íbúða-,
bíla og yfirdráttarlánum.
Hátt í tvö þúsund heimili, eða 2,5%,
eru bæði með þunga greiðslubyrði og
mjög neikvætt eigið fé á sama tíma.
Innan við 0,5% heimila býr jafnframt
þessu við atvinnuleysi maka.
Flestir ráða við greiðslur
Eitt af hverjum sex heimilum þarf að verja yfir helmingi tekna í greiðslur lána
Heildarskuldir heimilanna dreifast jafnar milli tekjuhópa en í öðrum löndum
Skuldsetning íslenskra heimila
miðað við ráðstöfunartekjur er
mikil í alþjóðlegu samhengi. Lið-
lega fjórðungur heimila skuldar
meira en sem nemur fimm-
földum árstekjum þeirra.
Í HNOTSKURN
» Í stærsta áhættuhópi eruþeir sem hafa greiðslu-
byrði yfir 40% og meira en 5
milljónir í neikvætt eigið fé
húsnæðis.
» Greiðslubyrðin er hæstmeðal þeirra sem minnstar
tekjur hafa.
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
„ÞESSI lög eiga við um Kópa-
vogsbæ eins og önnur sveitarfélög,“
segir Knútur Þórhallsson, höfundur
skýrslu Deloitte um viðskipti Kópa-
vogsbæjar við Frjálsa miðlun, fyrir-
tæki dóttur Gunnars Birgissonar
bæjarstjóra. Á hann þar við lög um
opinber innkaup. Gunnar sagði í gær
að tilvitnuð ákvæði laganna tækju
ekki til innkaupa sveitarfélaga og að
vægast sagt undarlegt væri að virtri
endurskoðunarskrifstofu yfirsæist
slíkt lykilatriði.
Deloitte sendi í gærmorgun frá
sér þriggja blaðsíðna viðauka við
skýrsluna, í kjölfarið á gagnrýni
Gunnars. Fyrirtækið stendur við þá
niðurstöðu sína að viðskiptin hafi
hugsanlega verið lögbrot.
Lögin um opinber innkaup
skiptast í nokkra þætti. Í skýrslu
Deloitte var fjallað um viðmiðunar-
upphæðir Evrópska efnahagssvæð-
isins í 2. þætti laganna, um það hve-
nær viðskipti opinberra aðila við
fyrirtæki eru út-
boðsskyld. Þar er
miðað við 10
milljónir króna á
fjögurra ára
tímabili. Í viðauk-
anum taka þeir
Knútur og Barði
Ingvaldsson end-
urskoðandi fram
að betra hefði
verið að miða við
upphæðir í 3. þætti laganna. Þar er
þessi upphæð á bilinu 16-21 milljónir
króna, eftir því hvaða ár á við.
Upphæðin sem Kópavogsbær
greiddi Frjálsri miðlun var hins veg-
ar um 39 milljónir króna og því yfir
viðmiðunarmörkunum alveg óháð
því hvaða þáttur laganna um op-
inber innkaup á við.
Lögin eiga við sveitarfélög
„Einnig vísar þriðji þáttur lag-
anna til annars þáttar. Það er því
einföldun að segja að annar þáttur
þeirra eigi ekki við um sveitarfélög.
Þessi lög í heild sinni eiga við um
sveitarfélög,“ segir Knútur.
Þá gagnrýndi Gunnar skýrsluna
fyrir að hvorki formaður afmæl-
isnefndar bæjarins né starfsmenn
nefndarinnar hefðu verið boðaðir á
fund Deloitte til viðtals. Segir Knút-
ur að skýrslan hafi verið unnin eftir
gögnum sem fyrirtækinu voru af-
hent frá Kópavogsbæ og ekki hafi
verið beðið sérstaklega um nein við-
töl við málsaðila. Samkvæmt venju í
svona verkum sé ekki farið út í slík
viðtöl nema beðið sé um það. Þá hafi
verið tekið fram að skýrslan hafi
verið unnin á mjög skömmum tíma.
Deloitte svaraði Gunnari
Stendur við niðurstöðu skýrslunnar um hugsanlegt lögbrot
Viðskiptin útboðsskyld, óháð því í hvaða þátt laganna er vísað
Í HNOTSKURN
»Knútur hafnar því að hafafullyrt að bærinn sé
stærsti viðskiptavinur FM. Í
skýrslunni hafi staðið að laus-
leg skoðun bendi til þess.
»Skýrslan byggist á þeimgögnum sem Deloitte voru
afhent af Kópavogsbæ.Knútur Þórhallsson
HAFINN er undirbúningur að gerð
undirganga við Vesturlandsveg að
sögn Kristjáns L. Möller samgöngu-
ráðherra. Framkvæmdir munu
hefjast þegar skipulagsvinnu í sam-
vinnu við Reykjavíkurborg lýkur.
Kristján hefur fullan skilning á
áhyggjum íbúanna. „Þetta er óvið-
unandi ástand,“ sagði hann og lagði
áherslu á að unnið væri af krafti að
málinu.
Borgarráð tók á fundi sínum í
gær undir með íbúum á Kjalarnesi
um að brýnt væri að auka umferð-
aröryggi á Vesturlandsvegi.
Lögð var áhersla á að vinnu við
gerð undirganga undir þjóðveginn
á móts við Fólkvang yrði hraðað og
aðrar ráðstafanir gerðar til að
tryggja öryggi gagnvart umferð á
veginum.
Undirbúningur haf-
inn að undirgöngum
BÓNDINN á Hofi í Vatnsdal fann
gamlan kirkjugarð þegar hann var
að grafa fyrir fráveitu við íbúðar-
húsið. Sjást leifar af níu gröfum.
Eru þær undir öskulagi úr Heklu-
gosi frá 1104.
Auk kirkjugarðsins fundust
hleðslur sem taldar eru tilheyra
gamalli kirkju. Guðný Zoëga, deild-
arstjóri fornleifadeildar Byggða-
safns Skagfirðinga, segir að grafið
hafi verið í kistum í garðinum og
því séu grafirnar væntanlega frá
því eftir kristnitöku. Nánari aldurs-
greiningu þurfi til að staðfesta að
beinin séu ekki enn eldri.
Ákvarðanir um frekari rannsókn
verða teknar á næstu vikum. Frá-
veituframkvæmdir á Hofi bíða því
um sinn. helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Kirkjugarður Ásdís Brynja Jónsdóttir ásamt tíkinni Vöku við gömlu kirkjuna á Hofi í Vatnsdal.
Kirkjugarð-
ur frá því
fyrir 1100
Bóndinn á Hofi í Vatnsdal kom niður á bein þegar hann gróf fyrir fráveitu
Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja
mælum • skiptum um • traust og fagleg þjónusta • 30 ára reynsla
MEÐ TUDOR
fæst í Sólningu Kópavogi, Njarðvík og Selfossi
og Barðanum Skútuvogi
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær 48
ára gamlan karlmann, Þorstein
Kragh, í níu ára fangelsi fyrir inn-
flutning á 192 kg af kannabisefnum
og 1,3 kg af kókaíni á árinu 2008.
Einnig var Jacob Van Hinte, 71 árs
gamall Hollendingur, dæmdur í sjö
og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína
að málinu.
Efnin fundust við komu Norrænu
til Seyðisfjarðar þriðjudaginn í júní
á síðasta ári, falin í húsbifreið. Sam-
kvæmt dómnum telst sannað að á
fyrri hluta ársins 2008 lögðu Þor-
steinn Kragh og Jacob Van Hinte á
ráðin um flutning efnanna frá Hol-
landi til Íslands og hittust þeir í því
skyni í Hollandi auk þess að vera í
símasambandi.
Hæstiréttur féllst ekki á kröfu
Þorsteins um frávísun málsins á
grundvelli þess að hann hefði í fjöl-
mörg skipti ekki fengið gögn afhent
eða fengið þau of seint á meðan á
lögreglurannsókn stóð. Hæstiréttur
segir, að Þorsteinn hafi ekki haldið
því fram að vörn hafi verið áfátt
vegna þessa dráttar á afhendingu
rannsóknargagna og sé ekki fallist á
með honum að vísa beri málinu frá af
þessum sökum. Hins vegar tekur
Hæstiréttur undir það með héraðs-
dómi að þessi vinnubrögð lögreglu
séu aðfinnsluverð.
Níu ár fyrir
192 kg af
kannabis
Hæstiréttur staðfesti
dóm úr héraði