Morgunblaðið - 12.06.2009, Page 14
alveg horfinn úr Norðurá, því 85 cm
hrygna veiddist á Berghylsbroti og
annað 90 cm langur tók á Brotinu og
þurfti veiðimaðurinn að elta hann
langa leið niður ána, alla leið niður í
Myrkhyl. Þá fréttist af fleiri stórum
hrygnum sem tóku fluguna í Kross-
holu og Klingenberg.
Laxinn er farinn að ganga fossinn
Glanna og Óskar Páll Sveinsson,
Evróvisjóntónskáld, veiddi fyrsta
laxinn ofan við Glanna þetta sum-
arið, við Króksbrú. Segja veiðimenn
að göngur séu að glæðast en vatnið
fellur hinsvegar hratt.
Þrátt fyrir að enn sé rúm vika í að
laxveiðin hefjist á svæðum Laxár-
félagsins í Laxá í Aðaldal er fyrsti
laxinn veiddur þar, en hann veiddu
silungsveiðimenn við Knútsstaði. Þá
er greint frá því á vef SVFR að
fyrstu laxarnir séu mættir við útfall
Laxárvirkjunar, en lengra komast
þeir ekki. Veiðar hefjast ekki á Nes-
svæðinu fyrr en fyrsta júlí.
„En síðan varð allt vitlaust“
Veiðimenn í Minnivallalæk settu í fjölda fiska í vikunni „Setti í eitthvert skrímsli sem sleit allt
eftir tólf mínútur“ Einungis stórlaxar hafa veiðst í Norðurá til þessa, sá stærsti 90 cm langur
Urriðinn getur verið afar vandlát-
ur, eins og margir veiðimenn hafa
kynnst í Minnivallalæk. Stundum
dettur hann þó í tökustuð. Ný-
genginn lax tekur fluguna oft vel,
eins og dæmin í Norðurá sanna.
Morgunblaðið/Golli
Tók aðra flugu Fyrsta Norðurárlaxi sumarsins var sleppt með þríkrækjuna í kjaftvikinu. Hann veiddist aftur.
STANGVEIÐI
Eftir Einar Fal Ingólfsson og
Kjartan Þorbjörnsson
VEIÐI hófst í Minnivallalæk í
byrjun apríl og mun hafa verið upp
og ofan, eins og urriðaveiðimenn
þekkja, enda er sá staðbundni dynt-
óttur og viðkvæmur þar eystra. Í
byrjun þessarar viku skiptu fimm
veiðimenn með sér stöngunum fjór-
um í Minnivallalæk í byrjun vikunar.
Flestir eru þeir óvanir silungs-
veiðimenn. Þórður Ólafur Þórðarson
þekkir lækinn vel og leiddi hópinn.
„Það var ekki mikil hreyfing fyrsta
einn og hálfan daginn en síðan varð
allt vitlaust á þriðjudagsmorgun-
inn,“ segir hann. „Þá var blankalogn,
hlýtt og skýjað. Fiskurinn var út um
allt! Sneisafullt af fiski að sýna sig
og að taka flugur í yfirborðinu. Ég
var með félaga mínum, sem var að
veiða á þurrflugu í fyrsta skipti og
hann setti í fjölda fiska en átti í
vandræðum með að halda þeim á
þessa litlu króka. Að lokum setti
hann straumflugu undir og setti í
eitthvert skrímsli sem sleit allt eftir
tólf mínútur,“ segir Þórður. Hann
segir sérkennilegt að einn aðal-veiði-
staðurinn, Húsabreiða, hafi verið al-
veg tóm meðan flestir aðrir veiði-
staðir iðuðu af fjöri. Þetta er fjórða
sumarið sem hann veiðir í Minni-
vallalæk og sagðist hann aldrei hafa
séð viðlíka magn af fiski þar áður.
„Maður er vanur að skríða á
hnjánum langar vegalengdir til að
styggja ekki fiskinn. Á þessari
stundu var hinsvegar ekki hægt að
styggja fiskinn. Við gátum staðið á
bakkanum og horft á hann gæða sér
á flugunum. Þetta var algjört partý.“
Þórður segir að strax eftir túrinn
hefðu félagarnir verið farnir að
hringja og spyrja hvort þeir gætu
ekki fengið annað holl strax aftur.
Evróvisjónlax við Króksbrú
Annað hollið í Norðurá lauk veið-
um með sex laxa, rétt eins og opn-
unarholl stjórnarmanna SVFR. Ber-
sýnilega er tveggja ára laxinn ekki
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2009
Á þriðja tug laxa eru komnir á land í Norðurá. Allt stórlaxar. „Sá minnsti
er í raun þessi 66 cm sem kom fyrstur,“ segir Grétar Þorgeirsson veiði-
vörður. „Mjög sennilega var sá lax veiddur aftur nokkrum dögum seinna.
Á Berghylsbrotinu fékkst nákvæmlega jafnstór fiskur með þríkrækju í
kjaftvikinu en Marínó Marínósson klippti tauminn á fyrsta fiski ársins
sem hann veiddi á Eyrinni og sleppti honum með þríkrækjuna.“
En þetta er ekki eini endurveiddi laxinn. „Veiðimenn sem lönduðu öðr-
um laxi tóku eftir flugu í kjaftvikinu á honum en það var ekki þeirra fluga,
hún var föst í tungu laxins og erfitt að losa hana. Þeir klipptu því á taum-
inn en losuðu fluguna sem var fyrir í kjaftvikinu. Þannig má segja að þeir
hafi skipt um flugu í þessum laxi,“ segir Grétar.
Veiðimenn skiptu um flugu í laxinum
PÁLMI Gunnarsson, tónlistar- og
stangveiðimaður, er ómyrkur í
máli í nýju tölublaði Sport-
veiðiblaðsins. Hann segir að svo
virðist vera að 9. greinin í lög-
unum um fiskrækt sé gagnslaus,
en hún er um bann við flutningi
fisks á milli vatna. Í greininni seg-
ir: „Hvers konar flutningur á lax-
fiskum úr náttúrulegu veiðivatni,
hafbeitar- eða eldisstöð í annað
náttúrulegt veiðivatn til stang-
veiði er óheimill.“
„Núna liggur til dæmis fyrir að
það er verið að gera massífar
árásir á þessa einstæðu stofna
enn þann dag í dag,“ segir Pálmi
um sjóbirtingsstofna og bætir við:
„það ríkir í rauninni algjört ófremdarástand í Vestur-Skaftafellssýslu hvað
þetta varðar. Fyrir það fyrsta er verið að fikta við laxarækt þarna sem er
fyrir utan lög og reglur.“ Pálmi gagnrýnir einnig framkvæmdir erlends
manns sem keypti Heiðarvatn fyrir norðan Vík í Mýrdal og hefur verið með
umfangsmikla laxa- og urriðarækt. „Hann gerir sér engan veginn grein fyrir
því að hann er trúlega að ganga frá þessu svæði þar um kring og jafnvel
lengra í burtu steindauðu með sleppingum á laxaseiðum í Vatnsá.“
Fleiri en Pálmi gera ástand mála í stofnum laxfiska að umfjöllunarefni í
Sportveiðiblaðinu. Bjarni Júlíusson, fyrrverandi formaður SVFR, skrifar
grein um netaveiðina í Hvítá-Ölfusá en sumarið 2008 veiddust þrefalt fleiri
laxar þar í net, 3.120, en sumarið áður, en þá keypti SVFR upp þriðjung net-
anna. „Þetta gengur ekki,“ skrifar Bjarni. „Ef sami háttur verður hafður á í
sumar, þá er þessu verkefni SVFR sjálfhætt og þar með á þetta svæði sér
enga framtíð lengur í stangveiði.“ Segir Bjarni sanngjarna kröfu að veiðitími
netabænda verði styttur, og hefjist ekki fyrr en 15. júlí.
Gagnrýna fiskirækt og
leggja til styttri netaveiði
Netaveiði í Ölfusá Bjarni Júlíusson vill
stytta netaveiðitímabilið á svæðinu.
Morgunblaðið/Golli
Handbók með ítarlegum upplýsingum og veiðikortum fylgir.
Fæst hjá N1, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is
31 vatnasvæði vítt og breitt um
landið fyrir aðeins 6000 krónur
Þú
ákveður
svo hva
r og
hvenær
þú
veiðir
veidikortid.is
Hver seg
ir að
það sé d
ýrt
að veiða
?
Stangaveiðifélag Reykjavíkur
www.svfr.is – Sími 568 6050
Úrval veiðileyfa…
laxveiði
silungsveiði
…fyrir alla