Morgunblaðið - 12.06.2009, Qupperneq 15
Fréttir 15VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2009
Þetta helst ...
● Matsnefnd um hæfi umsækjenda í
stöðu seðlabankastjóra hefur frest til í
dag til að svara athugasemdum um-
sækjenda, að því er formaður nefnd-
arinnar sagði Morgunblaðinu. Þorvald-
ur Gylfason bað forsætisráðuneytið
um að hæfi umsækjenda verði lagt í
dóm erlendra sérfræðinga. Már Guð-
mundsson og Arnór Sighvatsson voru
taldir mjög vel hæfir.
Upplýsir umsækjendur
● Íslendingar ferð-
uðust 42% minna
í maí síðast-
liðnum, sam-
anborið við sama
mánuð fyrir ári.
Fjöldinn ferðlanga
nam 22.500 í síð-
asta mánuði, sam-
kvæmt tölum um
brottfarir úr Leifs-
stöð.
Greiningardeild Íslandsbanka segir
að ferðalögum Íslendinga til útlanda
hafi fækkað samfellt undanfarna tólf
mánuði en mjög herti á samdrætt-
inum í kjölfar bankahrunsins og falls
krónunnar síðastliðið haust.
Kaupmáttur Íslendinga í útlöndum
hefur sjaldan verið minni.
helgivifill@mbl.is
Utanlandsferðum
fækkar um 42%
● Þó velta smásöluverslana í maí hafi
verið mun minni en í sama mánuði í
fyrra að raunvirði jókst hún töluvert
frá mánuðinum á undan. Segir Rann-
sóknasetur verslunarinnar, að verslunin
virðist vera að rétta úr kútnum eftir
langvarandi samdrátt.
Velta húsgagnaverslana jókst um
30,7% í maí frá mánuðinum þar á und-
an, fataverslun um 25% og skóverslun
um 24,5%, allt á föstu verðlagi. Hugs-
anlegt er að rekja megi eitthvað af
þessari söluaukningu til útsala. Langt
er í svipaða veltu og fyrir ári síðan.
helgivifill@mbl.is
Smásöluverslun að
rétta úr kútnum
um háar kröfur Glitnis á Milestone.
Skuldir þess félags voru metnar á
115 milljarða króna og Glitnir er
stærsti kröfuhafinn.
Alls nema skuldir FL Group/
Stoða um 287 milljörðum króna.
Samkvæmt nauðasamningum, sem
kröfuhafar samþykktu í lok maí, eru
eignir félagsins metnar á 70 til 80
milljarða króna. Eignirnar nema
samkvæmt því 25 til 30% af skuld-
unum miðað við stöðuna í dag.
Stærstu eignirnar eru TM,
drykkjarvörufyrirtækið Refresco og
fasteignafélagið Landic Property.
FL Group skuldar
Glitni 72 milljarða
Kaupþing og Landsbanki eiga 58 milljarða kröfu á FL Group
Morgunblaðið/RAX
Forstjórinn Jón Sigurðsson stjórnaði FL Group fyrir og eftir hrun Glitnis.
Árni Tómasson segir að haldið verði í suma stjórnendur félagsins.
Eftir Björgvin Guðmundsson
bjorgvin@mbl.is
KRÖFUR Glitnis á FL Group nema
samtals 71,8 milljörðum króna sam-
kvæmt fundargerð til kröfuhafa.
Kröfur Nýja Kaupþings á FL nema
41,3 milljörðum króna og Nýi Lands-
bankinn á 16,3 milljarða kröfu á fé-
lagið. Samtals nema kröfur Glitnis
og nýju ríkisbankanna á FL Group
því rúmlega 129 milljörðum króna.
Nafni FL Group var breytt í Stoð-
ir á fundi hluthafa 30. apríl sl. Félag-
ið átti um 32% í Glitni þegar bankinn
féll og var stærsti hluthafinn.
Árni Tómasson, formaður skila-
nefndar Glitnis, segist ekki hafa
heimild til að staðfesta þessa tölu.
Spurður hversu mikið skilanefnd-
in búist við að fáist greitt til baka af
kröfum sínum á FL Group segir
hann: „Það er mikil óvissa tengd því.
Það er ekki verið að tala um neinar
ofboðslegar tölur í því sambandi, því
miður.“ Ekki sé hægt að svara
spurningunni nákvæmar en það.
„Við viljum gera það sem við get-
um til að lágmarka rekstrarkostnað
og jafnframt tryggja að það, sem er
þó að hafa, skili sér örugglega til
okkar,“ segir Árni.
Hann viðurkennir að krafan á FL
Group sé vissulega há en kannski
ekki sú hæsta sem bankinn eigi beint
og óbeint. Hann vildi ekki nefna neitt
félag eða fyrirtæki í því samhengi.
Morgunblaðið hefur áður fjallað
Björgvin Guðmundsson
bjorgvin@mbl.is
„ÉG hafna því alfarið að Baugur hafi verið kominn
í greiðsluþrot í mars 2008 og hafi verið gjaldþrota
á þeim tíma eins og fullyrt er í fréttinni,“ segir
Stefán Hilmarsson, fyrrv. aðstoðarforstjóri Baugs.
Í frétt Viðskiptablaðs Morgunblaðsins í gær um
bók Jóns F. Thoroddsens, Íslenska efnahags-
undrið, segir að Baugur hafi ekki getað greitt
skuldabréf í mars 2008. Þröngur hópur banka-
manna hafi vitað að félagið var komið í greiðslu-
þrot og reynt að semja um afföll á greiðslum.
„Hið rétta er að í lok mars
2008 var bókfært eigið fé
Baugs Group um 58,3 millj-
arðar króna án víkjandi lána og
eiginfjárhlutfall félagsins um
19,3%. Handbært fé félagsins
nam 10,3 milljörðum kr. á sama
tíma,“ segir Stefán.
Hann segir að Baugur hafi
staðið frammi fyrir því að
skuldabréf að fjárhæð ellefu
milljarðar hafi verið á gjalddaga um miðjan mars í
fyrra. Vilyrði hafi verið fyrir því frá mörgum eig-
endum skuldabréfanna að framlengja bréfin gegn
greiðslu vaxta af höfuðstóli. Áður en að því kom hafi
skuldabréfamarkaðurinn nánast lokast vegna van-
skila fasteignafélags sem hafði gefið út skuldabréf.
Þá hafi margir kippt að sér höndum.
Stefán segir að samt hafi Baugur greitt sex millj-
arða króna á gjalddaga en fimm milljarðar voru
framlengdir. Félagið hafi greitt upp skuldabréf og
víxla fyrir 19 milljarða króna yfir árið.
„Ekki var um það að ræða að farið hefði verið
fram á afföll af skuldabréfunum við eigendur þeirra
og þeirri fullyrðingu algerlega hafnað sem rangri,“
segir Stefán.
Baugur var ekki í greiðsluþroti
Stefán Hilmarsson segir Baug hafa greitt upp skuldabréf fyrir 19 milljarða í fyrra
Rangt sé að félagið hafi verið komið í greiðsluþrot og viljað afföll á greiðslum
Stefán Hilmarsson
Fjármálaeftir-
litið er að rann-
saka átta mál þar
sem grunur leik-
ur á að reglur
um gjaldeyris-
höft hafi verið
brotin.
Gunnar And-
ersen, forstjóri
Fjármálaeftir-
litsins (FME),
segir málin ekki einsleit. Ýmsar að-
ferðir séu notaðar til að fara fram
hjá reglunum, sem settar voru á til
að styðja við gengi krónunnar.
Hann nefnir sem dæmi að tekjur
af útflutningi skili sér ekki nema að
hluta til baka. Í samstarfi og eftir
ábendingar frá Seðlabankanum
rannsaki FME slík tilvik.
Gunnar tekur dæmi um fyrirtæki
sem selur afurð til dótturfélags í
einhverju landi á eina krónu. Af-
urðin sé verðmætari og seld áfram
til erlends aðila fyrir mun hærri
upphæð. Mismunurinn skili sér ekki
til landsins.
Gunnar segir eftirlitsteymi skip-
að starfsfólki FME og Seðlabank-
ans. Teymið nýti sér sérfræðinga
hér heima og erlendis.
Brot geta þýtt stjórnvaldssekt
upp á tíu þúsund til tuttugu millj-
ónir króna fyrir einstakling. Fyrir
lögaðila er ramminn fimmtíu þús-
und til 75 milljónir. bjorgvin@mbl.is
Rannsaka
skil á
gjaldeyri
Gunnar Andersen
Átta mál til rann-
sóknar hjá FME
#'
#'
!
"#
"$
#' ('
#%&#
'
"#
"# &
%)* )+,
$ ,- .
%&&#
#% !$
"
" (
&/"0
%'
%!$
(%#&
" !
"# #
#'
#'
&#
&#
" $
"# #
● Í síðustu könnun Capacent Gallup í
mars meðal stærstu fyrirtækja landsins
örlaði á bjartsýni um að aðstæður í
efnahagslífinu myndu fara batnandi
þegar horft væri hálft til eitt ár fram í
tímann. Sú bjartsýni er nú að mestu
horfin, segir í frétt Samtaka atvinnu-
lífsins. Telja stjórnendur að aðstæður
séu nú mjög slæmar (62%) eða frekar
slæmar (35%), en ekkert fyrirtæki telur
þær góðar, segir í fréttinni.
helgivifill@mbl.is
Stjórnendur svartsýnni
á framtíðina
Finninn Kaarlo Jännäri gagn-
rýndi ákveðið hversu mikla
áhættu íslenskir bankar tóku í
lánveitingum til fárra aðila. Í 23
tilvikum fór áhættuskuldbinding
á einn eða tengda aðila yfir tíu
prósent af eiginfjárgrunni.
Jännäri sagði í skýrslu sem
hann samdi fyrir ríkisstjórnina
að þetta væri mjög óvenjulegt.
Stórar áhættur