Morgunblaðið - 12.06.2009, Síða 16
16 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2009
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
SAMDRÆTTINUM í bresku efna-
hagslífi er lokið. NIESR, sjálfstæð,
bresk rannsóknastofnun, hefur kom-
ist að þessari niðurstöðu en hún er
kunn fyrir mjög áreiðanlegar spár
um þróun efnahagslífsins. Að hennar
mati var botninum náð í mars og í
apríl og maí var um nokkurn hagvöxt
að ræða. Fréttir annars staðar að úr
heimi benda einnig til þessa sama og
þá þykir hækkun olíuverðs að
undanförnu nokkuð örugg vísbend-
ing um, að efnahagslífið almennt sé
aftur á uppleið.
Hagvöxtur í apríl og maí
Í apríl var hagvöxtur í Bretlandi
0,2% og 0,1% í maí. Þótt ekki sé um
háar tölur að ræða þá skilja þær
samt á milli feigs og ófeigs. Segja
hinir vísu menn hjá NIESR, að haldi
þessi þróun áfram sé ljóst, að krepp-
an nú sé miklu vægari en kreppan
mikla á fjórða áratug síðustu aldar
og samdráttarskeiðið á níunda ára-
tugnum. Hún sé aftur á móti harðari
en afturkippurinn upp úr 1990.
NIESR telur, að sú stefna stjórn-
valda og Englandsbanka að dæla fé
inn í efnahagslífið og miklar vaxta-
lækkanir hafi hér skipt sköpum.
Ef allt gengur vel mun Bretland
verða fyrst stóru ríkjanna í Evrópu
til að snúa blaðinu við. Mun það ekki
koma sér illa fyrir Gordon Brown
forsætisráðherra og ríkisstjórn
Verkamannaflokksins en hún hefur
ekki beinlínis velt sér upp úr góðu
fréttunum að undanförnu.
Annað, sem vekur vonir í Bret-
landi, er, að fasteignamarkaðurinn
virðist heldur vera að taka við sér á
ný. Eftir mikla lækkun hækkaði hús-
næðisverð um 2% í maí og nýjum
kaupendum fjölgaði.
Olían mælir umsvifin
Fram kemur í júnískýrslu IEA,
Alþjóðaorkustofnuninni, að þróun
olíuverðs að undanförnu bendi til, að
samdrættinum í heimsbúskapnum
sé að ljúka. Á skömmum tíma hefur
verð á hverju olíufati hækkað um 20
dollara og er það rakið til aukinnar
eftirspurnar eftir olíu í helstu hag-
kerfunum, einkanlega í Bandaríkj-
unum. Er um að ræða aukna olíu-
notkun í alls konar iðnaði en hún
hefur ekki enn tekið við sér í sam-
göngum og þjónustu. Á síðasta ári
dróst olíunotkun í heiminum saman
um 2,9%.
Segja samdráttinn í bresku
efnahagslífi vera yfirstaðinn
Aukin eftirspurn og hærra olíuverð benda til meiri umsvifa í heimsbúskapnum
Reuters
Til sölu! Ekki er loku fyrir það skot-
ið að þessi hús fari að seljast.
ÁHRIFAMENN í
Likud-flokknum
í Ísrael leggja nú
fast að leiðtoga
hans, Benjamin
Netanyahu for-
sætisráðherra,
að nota ekki orð-
ið Palestínuríki í
ræðu sem hann
hyggst flytja á
sunnudag.
Netanyahu hefur ekki viljað sam-
þykkja stofnun Palestínuríkis eða
stöðva alveg stækkun landtöku-
byggða gyðinga á Vesturbakkanum
þrátt fyrir mikinn þrýsting stjórnar
Baracks Obama Bandaríkjaforseta.
Búist er við að í ræðunni reyni Net-
anyahu að koma til móts við banda-
rísk stjórnvöld í málinu en hann er
milli steins og sleggju vegna and-
stöðu flokksbræðra hans í Likud
við stofnun Palestínuríkis. Reyni
hann að fara bil beggja er hugs-
anlegt að ræðan valdi gremju
hvorra tveggja.
Aðstoðarmenn Netanyahus segja
að hann kunni að samþykkja stofn-
un Palestínuríkis með nokkrum
skilyrðum, m.a. um að Palest-
ínumenn viðurkenni fyrst tilvist-
arrétt Ísraels sem gyðingaríkis og
lofi að stofna ekki her. bogi@mbl.is
Netanyahu milli
steins og sleggju
Benjamin
Netanyahu
WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunin,
lýsti í gær yfir því, að svínaflensan
eða H1N1 væri orðin að faraldri og
færði viðbúnaðinn upp í sex eða
efsta stig.
Var þetta ákveðið á fundi WHO í
aðalstöðvum stofnunarinnar í Genf
en sóttin hefur nú komið upp í 74
löndum. Þykir enginn vafi leika á
því lengur, að hún berst auðveld-
lega á milli manna í Evrópu og As-
íu, ekki síður en í Suður- og Norð-
ur-Ameríku. 40 ár eru liðin síðan
WHO lýsti síðast yfir heimsfaraldri.
Í fyrradag voru flensutilfellin
orðið tæplega 28.000 í 74 löndum
og þar af hafði 141 maður látist.
Hafa dauðsföllin átt sér stað í átta
löndum og eru þau öll í Ameríku
eða Karíbahafi. Flensan er samt
enn væg en óttast er, að hún geti
orðið skæðari í haust og næsta vet-
ur.
Breytir litlu um
viðbúnaðinn hér á landi
Haraldur Briem sóttvarnalæknir
sagði, að yfirlýsing WHO breytti
litlu um viðbúnaðinn hér enda var-
aði stofnunin við yfirdrifnum við-
brögðum. Þessi flensa, H1N1, væri
heldur ekki skæð.
„Yfirlýsingin skiptir hins vegar
miklu máli fyrir lyfjafyrirtækin,
sem nú geta einhent sér í að fram-
leiða bóluefni gegn veirunni. WHO
þurfti hins vegar fyrst að lýsa yfir
eða staðfesta, að um faraldur væri
að ræða,“ sagði Haraldur. Sagði
hann, að bóluefnisframleiðslan tæki
yfirleitt þrjá til sex mánuði og því
mætti búast við að fyrstu lyfja-
skammtarnir kæmu hingað til lands
í október eða nóvember.
Hér á landi hafa þrjár mann-
eskjur greinst með flensuna og nú
síðast hjón, sem voru nýkomin frá
Bandaríkjunum. Sagði Haraldur,
að þeim liði vel og væru að ná sér.
Maðurinn hefði sýnt dæmigerð
flensueinkenni og fengið viðeigandi
meðferð en hjá konunni hefðu ein-
kennin verið mjög væg. svs@mbl.is
Reuters
Faraldur Víða um heim er fólk hvatt til að vera vel á verði gegn svínaflens-
unni og þá ekki síst að gæta hreinlætis. Þetta skilti er í borginni Hyderabad
í Suður-Indlandi en flensan er nú komin upp í 74 löndum.
Flensan að heimsfaraldri
Viðbúnaður hér
á landi sá sami
og verið hefur
SVOKÖLLUÐ „Coca“-hátíð er
haldin árlega í héraðinu Redondela
á Norðaustur-Spáni og þá dansa
konurnar með ungar dætur sínar á
öxlunum. Er það vegna þess, að
einu sinni endur fyrir löngu brugðu
tvær konur á þetta ráð þegar
eldspúandi dreki ætlaði að taka
þær. Það varð þeim til bjargar.
Reuters
Dansað og leikið á drekann
MUAMMAR Gaddafi, leiðtogi Líb-
íu, líkti Bandaríkjunum við hryðju-
verkasamtökin al-Qaeda þegar hann
ávarpaði öldungadeild Ítalíuþings í
gær.
„Hver er munurinn á árás Banda-
ríkjanna á heimili okkar og hryðju-
verkum al-Qaeda?“ spurði Gaddafi
og skírskotaði til loftárása Banda-
ríkjahers á Líbíu árið 1986. Tugir
manna biðu bana í árásunum, þeirra
á meðal ættleidd dóttir Gaddafis.
„Heimurinn er í skugga opinberr-
ar hryðjuverkastarfsemi,“ sagði
Gaddafi í ræðunni. „Osama bin Lad-
en er ekki með ríki, en BNA eru
ríki.“
Gaddafi er í fyrstu opinberu heim-
sókn sinni til Ítalíu. Heimsóknin er
umdeild og ákveðið var að Gaddafi
flytti ræðuna í einum af aukasölum
öldungadeildarinnar, ekki aðalfund-
arsalnum, eftir að stjórnarand-
staðan hótaði að sniðganga gestinn.
Stjórnvöld í Líbíu viðurkenndu að
hafa borið ábyrgð á því að farþega-
þota bandaríska flugfélagsins
PanAm var sprengd yfir Lockerbie í
Skotlandi 1988. 270 manns biðu bana
í tilræðinu og Líbíumenn samþykktu
að greiða fjölskyldum fórnarlamb-
anna skaðabætur. bogi@mbl.is
Líkir BNA
við al-Qaeda
Skil Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn „Senda inn efni“ veljið „Senda inn minningargrein“ þar sem
fram koma nánari leiðbeiningar.
Skilafrestur Minningargrein sem á að birta á útfarardegi verður að berast
fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi). Birting getur dregist þó greinin berist innan skilafrests þar
sem pláss er takmarkað. Sami skilafrestur er á greinum vegna útfarar í kyrr-
þey. Allar greinar birtast jafnframt á vefnum www.mbl.is/minningar
Lengd Hámark 3.000 slög. Engin lengdarmörk eru á greinum sem birtast á
vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, „Hinstu kveðju“, 5–15 línur.
Formáli Nánustu aðstandendur skulu rita formála og senda inn, skv. leið-
beiningum á mbl.is
Undirskrift Minningargreinahöfundar noti skírnarnöfn sín undir greinunum.
Minningargreinar og skil
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skoðið leiðbeiningar
á mbl.is