Morgunblaðið - 12.06.2009, Síða 18

Morgunblaðið - 12.06.2009, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eva Joly,ráðgjafisérstaks saksóknara í mál- um sem snerta bankahrunið, er mjög gagnrýnin á þá umgjörð sem rannsókninni er búin. Í viðtali við Sjón- varpið á miðvikudagskvöld lagði hún mikla áherslu á að ekki væri nægur mannafli til að sinna rannsókninni svo vel væri og of litlu fé væri varið til hennar. Ef ekki yrði bætt þar úr yrði ekkert ágengt í rannsókn sem hún sagði að líkindum „mikilvægustu rannsókn allra tíma í Evr- ópu.“ Ráðgjafinn veit að sjálf- sögðu að ýtarleg rannsókn kostar mikla fjármuni, en sagði jafnframt að þegar upp væri staðið ætti þessi rann- sókn ekki eftir að kosta neitt. „Það sem við endurheimtum verður mun meira en sem nemur kostnaðinum, að öllum líkindum.“ Kostnaðurinn við rann- sóknina, í krónum talinn, er eitt. Annað mál er svo sá mikli kostnaður fyrir samfélagið, sem mun fylgja því ef mál eru ekki upplýst. Eva Joly tók fram að ekki væri hægt að elt- ast við alla þá, sem högnuðust lítið eitt. Fyrir öllu væri að einblína á stóru málin. „Þar er megnið af fjármununum og þar liggur ábyrgðin. Með þeim hætti geta Íslendingar náð sáttum innbyrðis.“ Þessi athugasemd Evu Joly er hárrétt. Andrúmsloft van- trausts má ekki festa rætur í íslensku samfélagi. Aðeins með því að upplýsa mál að fullu er hægt að ætlast til að fólk sætti sig við erfiða stöðu og taki höndum saman við þá uppbyggingu sem fram undan er. Það er einnig mikilvægt fyrir ímynd Íslands og fram- tíðarhagsmuni, bæði heima og erlendis, að vel takist til. Ís- lendingar þurfa að gera hreint fyrir sínum dyrum. Ríkisstjórnin virðist ætla að taka athugasemdir Joly til greina. Þannig sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra á þingi í gær að stjórn- völd myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að tryggja ráðgjafanum þá starfsaðstöðu sem hún telji sig þurfa. Hverri krónu, sem færi til rannsóknarinnar, væri vel varið. Evu Joly varð einnig tíð- rætt um stöðu ríkissaksókn- ara. Hún sagði nauðsynlegt að hann viki. Hann væri van- hæfur til að gegna embætti ríkissaksóknara þegar staðan væri sú, að sonur hans væri í forsvari eignarhaldsfélags, sem átti mikilla hagsmuna að gæta í einum bankanna. Þjóðin gæti ekki unað því að hann væri van- hæfur vegna fjöl- skyldutengsla. Nú er það svo, að ríkissaksóknari hefur sagt sig frá rannsókn allra mála, sem tengjast hruni bankanna. Evu Joly þykir ekki nóg að gert og röksemdir hennar verður að skoða vandlega. Þar verður að varast að falla í þá gryfju að líta á athugasemdir hennar sem persónulega árás á ríkissaksóknara. Hvorki hún né aðrir hafa dregið heið- arleika hans í efa. Hún tók það enda skýrt fram, að engu skipti hversu vammlaus mað- ur skipaði það embætti. Sá sem tengdur væri rannsóknarefninu, þótt óbeint væri, væri sjálfkrafa van- hæfur sem ríkissaksóknari. Eva Joly hefur sjálf sætt gagnrýni frá því að hún hóf ráðgjafarstörf sín hér á landi. Hún hefur m.a. verið sökuð um vanhæfi, í kjölfar yfirlýs- inga sinna um rannsóknina. Viðbrögð hennar við þeim ásökunum voru athyglisverð: „Það hefur aldrei verið bann- að að greina frá grunsemdum um brot og glæpi og því að rannsókn sé lögmæt. Að vera saklaus uns sekt er sönnuð hefur aldrei verið vörn gegn því að menn sæti rannsókn. Þetta er misskilningur sem við höfum séð víða í Evrópu.“ Þessi orð Evu Joly er rétt að hafa í huga í öllum þeim málum, sem snerta rannsókn bankahrunsins. Það eitt að lýsa almennt nauðsyn rann- sóknar þýðir ekki að viðkom- andi sé vanhæfur til að starfa að þeirri sömu rannsókn. Eva Joly sagði það hafa verið skyldu sína að gera heyrinkunnugt að þörf væri á fleira fólki og einkum og sér í lagi fleiri saksóknurum við rannsókn bankahrunsins. Hún sagði það trú sína, að hún hefði verið ráðin vegna vilja íslensku þjóðarinnar. Um það þarf hún ekki að efast. Almenningur vill að að- dragandi efnahagshrunsins verði rannsakaður í þaula og veit að glöggt er gests augað. Vonandi ber ríkisstjórnin gæfu til að tryggja, að rann- sakendur hafi öll þau úrræði, sem nauðsynleg eru til að upplýsa mál eins og kostur er. Það mun ekki aðeins auka lík- ur á því að þjóðin endurheimti fé, „sem skotið var undan, sem var stolið eða komið í fel- ur“ eins og Joly orðaði það, heldur líka byggja upp sjálfs- mynd Íslendinga og sam- heldni. Hvort tveggja er nauðsynlegt fámennu sam- félagi. Almenningur vill að aðdragandi efna- hagshrunsins verði rannsakaður í þaula } Mikilvægasta rannsóknin L ífið snýst um tímasetningar. Ég held að hamingja hvers manns ráðist af því hvernig honum tak- ist að raða niður öllu því frá- bæra sem gerist í lífinu. Það skiptir ekki öllu máli hversu frábær augna- blik þú átt, heldur frekar að þú upplifir þau með reglulegu millibili og náir að njóta hvers þeirra og breyta þeim í minningu sem vex með þér. Þann 8. ágúst 1969 var tekin ljósmynd af Bítlunum sem síðar prýddi umslag Abbey Road-plötunnar sem varð síðasta plata sem þeir tóku upp saman. Uppstillingin er ein- föld. Bítlarnir ganga í halarófu yfir gang- braut fyrir utan Abbey Road hljóðverið í London. Þessi mynd var kannski sú milljónasta sem tekin hafði verið af þeim. Á nokkrum árum höfðu þeir ferðast um allan heiminn og breytt ásýnd og áhrifum dægurmenningar til frambúðar. Þeir höfðu komist yfir hundruð kvenna, eignast óendanleg auðæfi, verið heiðr- aðir af Englandsdrottningu, selt hundruð milljóna platna, upplifað hæstu hæðir veraldlegra nautna en einnig klárað alla helstu andlega pakka með indverskri jógaþerapíu. Þessir fjóru ómenntuðu Norður-Englend- ingar höfðu tekið allt sem heimurinn gaf þeim og millj- ónfaldað það. Velgengni þeirra var alger. Ef við tökum einhvern út úr hópnum, til dæmis Paul McCartney, þá má segja að hann hafi á þessum fallega ágústdegi 1969 verið búinn að upplifa svo mörg dásamleg augnablik að það hefði nægt til að veita þúsund mönnum hamingju frá fæðingu til grafar, þ.e. væri augnablikunum rétt dreift. En þegar mynd- in var tekin var Paul McCartney 27 ára og 51 dags gamall. Hvernig tilfinning ætli það sé að hafa toppað svona snemma? Hvað get- ur í dag glatt slíkan mann? Jafnvel þó Bar- ack Obama birtist á útidyratröppunum hjá Paul McCartney, klæddur í lendarskýlu og færði honum uppstoppaðan dódó-fugl, þá myndi sá síðarnefndi sallarólegur bjóða hon- um í te. Mér varð hugsað til þessa því nú er vænt- anlegur á markaðinn tölvuleikur um Bítlana. Nú er ekki nóg að upplifa Bítlaævintýrið sem áhorfandi. Nú gefst mönnum tækifæri til að upplifa ævintýrið eins og þeir væru Bítlar sjálfir. Þetta er brjálæðislega hallærislegt fyrirbæri. En kannski er það þetta sem heldur mönnum eins og Paul McCartney gangandi. Sú hugsun að eitthvað af hans frábæru augnablikum fái að dreifast, þó á mjög út- þynntan hátt, til einhverra þeirra milljóna manna sem munu aldrei á allri sinni lífstíð upplifa svo mikið sem eina prósentu af þeim frábærleika sem hann upplifði á nokkrum árum á 7. áratug síðustu aldar. Eða kannski vill hann fá að upplifa þau aftur sjálfur, á hægara tempói, því hamingjan byggist á því að upplifa ekki of mörg frábær augnablik í einu heldur dreifa þeim skyn- samlega yfir lífið. bergur.ebbi.benediktsson@gmail.com Bergur Ebbi Pistill Bítlatölvuleikur Hitaeiningasnautt gos sykurskattlagt? FRÉTTASKÝRING Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is S ætir gosdrykkir eru ekki allir sykraðir. Þetta má lesa úr grein Sigurðar Guðmundssonar, forseta heilbrigðisvísindasviðs Háskólans, og Ingu Þórsdóttur, pró- fessors í næringarfræði. Greinin birt- ist í Morgunblaðinu á fimmtudag. „Sætir gosdrykkir innihalda sykur eða sætuefni, vatn, litarefni, ýmiss konar bragðefni og efni sem eykur geymsluþol. Augljóst er að varan er ekki nauðsynleg næring fyrir mann- inn,“ stendur þar. Búist er við því að ríkisstjórnin setji brátt skatt á sykurneyslu út frá heilbrigðissjónarmiðum með áherslu á gosið að ósk heilbrigðisráðherra. Fjármálaráðuneytið vinnur að út- færslunni. Skatturinn hefur í um- ræðunni verið nefndur sykurskattur en verður víðtækari falli hann á hita- einingasnauða gosdrykki. En fræði- mennirnir segja heilsuáhrifin af sætu gosi slæm og aðgerðir sem hafi áhrif á neyslu, eins og skattlagning sem hækkar verð, því réttlætanlegar. Indriði H. Þorláksson, ráðuneyt- isstjóri fjármálaráðuneytisins, segir niðurstöðu útfærslunnar ekki tilbúna en hugmyndirnar séu margar. Hann hafi ekki heyrt að ein eða önnur teg- und af sykurvörum verði undanþegin. Hann geti einnig ekki gefið upp hvort greint verður á milli sykraðra gos- drykkja og þeirra sem innihalda sætuefni í stað sykurs. Heilsufarið friðþæging Ólafur G. Sæmundsson næring- arfræðingur bendir á að fólk fitni að- eins neyti það of margra hitaeininga. Gosdrykkir með sætuefnum innihaldi nær engar hitaeiningar. Hann tekur dæmi af hálfum lítra af kóki, sem innihaldi 225 hitaeiningar en kók light-gosdrykkurinn aðeins tvær: „Það segir sig því sjálft að fólk fitnar ekki af diet-drykkjunum,“ segir hann. „Frá mínum bæjardyrum séð er aðeins verið að koma á ákveðnum skatti og heilsufarssjónarmiðin eru ákveðin friðþæging,“ segir Ólafur en tekur þó tillit til þess að gosdrykkir með sætuefnum séu súrir og hafi því áhrif á glerung tanna. „Við megum þó ekki missa sjónar á því að margir drykkir sem flokkast undir holl- ustudrykki, eins og hreinir ávaxtasaf- ar, hafa líka tannglerungseyðandi áhrif.“ Ingibjörg S. Benediktsdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, tekur undir með Ólafi að sætuefna- gosdrykkir séu ekki verri kostur fyrir tennurnar en margir ávaxtadrykkir eða sportdrykkir, s.s. Gatorade. Spurð hvað henni finnist því um fyr- irhugaðan skatt, bendir hún á að sykruðu og sætuefnadrykkirnir séu ekki jafnskaðlegir. „Það er enginn munur á glerungseyðandi áhrifum sykraðra og sykurlausra gosdrykkja en þeir sykurlausu skemma ekki tennur. Tönnin hins vegar eyðist, glerungurinn hverfur af og hún situr hálfnakin eftir,“ segir Ingibjörg. „Við tannlæknar bentum sér- staklega á tannskemmdirnar,“ segir hún um umræðu um tannheilsu barna síðustu misserin. Hún sjái þó að erfitt geti verið að flokka drykkina án mik- illar vinnu. „Svona skattur tæki því á mesta vandanum.“ Morgunblaðið/Golli Fyllt á birgðir stjórnarráðsins fyrir kreppu Myndin náðist í ágúst í fyrra. Nú stefnir í að gosdrykkir hækki í verði með fyrirhuguðum sykurskatti. Gos með sætuefni er sykurlaust og nær án hitaeininga. Hins veg- ar eyðir það tannglerungi en veldur þó ekki tannskemmdum, eins og sykrað gos. Verður það undanskilið sykurskatti? INGIBJÖRG S. Benediktsdóttir, formaður Tannlæknafélags Ís- lands, bendir á að glerungur tanna sé stöðugt í sýrubaði drekki fólk reglulega og mikið af gos- drykkjum, hvort sem drykkirnir eru sykraðir eða með sætuefnum. „Ég ráðlegg fólki að fá sér tyggjó eftir að hafa drukkið mikið af gosi. Tennurnar eru mjög viðkvæmar eftir gosdrykkjarþamb og bursti fólks strax getur það flýtt fyrir glerungseyðingu.“ Hún bendir á að vatnið sé ákjósanlegast. Sýrustig (pH) vatns er 7,0 sem er eins og í munnvatni. Í hollum ráð- um Lýðheilsustöðvar kemur fram að flestir svaladrykkir á íslenskum markaði eyði glerungi og gildi það jafnt um ávaxtasafa (pH:1,98-3,95), gosdrykki (pH: 2,48-3,14), íþrótta- drykki (pH: 2,78-3,28) og orku- drykki, (pH: 2,56-2,90). TYGGJÓ Á TENNUR ››

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.