Morgunblaðið - 12.06.2009, Page 24

Morgunblaðið - 12.06.2009, Page 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2009  Fleiri minningargreinar um Hall- dóru Guðmundsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Halldóra Guð-mundsdóttir fæddist í Landlist í Vestmannaeyjum 29. nóvember 1934. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 2. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðmundur Hró- bjartsson, f. 8. ágúst 1903, d. 20. ágúst 1975, og Sigrún Þór- hildur Guðnadóttir, f. 16. janúar 1912, d. 20. desember 1993. Systkini Halldóru eru Guðrún Jónína, f. 1932, d. 1989; Helena Björg, f. 1936, Konráð, f. 1938, Sesselja, f. 1940, d. 1987; Guð- mundur Lárus, f. 1942 og Guðni Þórarinn, f. 1948, d. 2000. Brúðkaup Halldóru og eig- inmanns hennar, Sigtryggs Helga- sonar frá Vestmannaeyjum, f. 5. október 1930, stóð í Landakirkju 10. apríl 1955. Foreldrar hans eru Helgi Benediktsson, f. 3. desember 1899, d. 8. apríl 1971, og Guð- rún Stefánsdóttir, f. 30. júní 1908. Börn þeirra Halldóru og Sigtryggs eru: 1) Drengur, f. 18. júlí 1955, d. 18. júlí 1955. 2) Þórhildur, f. 14. september 1956. Maki, Hrafnkell Ósk- arsson. Börn hennar eru Anna Kristín, f. 1980, Sigtryggur Óskar, f. 1988 og Kristján Hrafn, f. 1990. Fyrri maki Þórhildar er Karl G. Kristinsson. 3) Kristbjörg Hrund, f. 28. maí 1962. Maki, Skapti Haraldsson. Börn þeirra eru Fjölnir, f. 1998 og Hall- dór Högni, f. 2000. 4) Fjölnir, f. 18. júlí 1967, d. 24. janúar 1989. Halldóra verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, 12. júní og hefst athöfnin kl. 13. Meira: mbl.is/minningar Þegar ljóst var að mamma þyrfti að gangast undir hjartaaðgerð brást hún við af æðruleysi og yfirvegun. Hún fór á sjúkrahúsið full bjartsýni en vissi vel að brugðið gæti til beggja vona og fól sig skaparanum á vald. Fljótlega var ljóst hvert stefndi er í ljós kom, að sjúkdómurinn var meiri en nokkurn hafði grunað, og hún lést eftir 7 daga legu á gjörgæslu. Hún var ekki óvön því að reyndi á trú hennar og æðruleysi en aldrei eins mikið og þegar hún missti drengina sína tvo. Ég man hana þó best glaða í faðmi fjölskyldunnar, ekki síst þegar Landlistarfjölskyldan kom saman, mikið hlegið, sungið og talað og ekki alltaf lágt. Mamma hafði yndi af tón- list og fljótt komu í ljós hæfileikar á tónlistarsviðinu. Ekki voru efni til að kosta hana til náms á þeim árum. Þó lærði hún ung á gítar og spilaði hún oft og söng á skólaskemmtunum í Vestmannaeyjum. Síðar er tækifæri gafst nam hún píanóleik, hljómfræði og söng. Hún söng fyrst í Kirkjukór Vestmannaeyja, en síðan með Póly- fónkórnum, Kór Bústaðakirkju og nú síðast Senjorítunum. Hún fylgd- ist því vel með tónlistarnámi barna- barnanna og var óþreytandi að hjálpa þeim við æfingar. Mamma var lengst af heimavinn- andi en vann þó um tíma á Símstöð- inni í Vestmannaeyjum og eignaðist þar vinkonur sem haldið hafa hópinn alla tíð síðan. Hún var mannblendin, hafði yndi af að umgangast fólk og kynnast bæði nýju fólki og stöðum. Hún og pabbi áttu því margar sínar bestu stundir á ferðalögum og þegar heim var komið naut hún þess að gefa okkur börnunum lifandi lýsing- ar á því sem fyrir hafði borið. Oft voru haldin boð í Hlyngerðinu og margir úr frændgarðinum muna jólaboðin með gömlu fjölskyldu- skyggnunum og leikritum sem stjórnað var af röggsemi, hvort sem menn voru settir í hlutverk Þyrni- rósar eða kannski hests einhvers prinsins. Hún var alltaf boðin og búin að leggja hönd á plóg og ófáir tímarnir sem hún sinnti Önnu Kristínu og létti undir með mér. Fyrstu ár Önnu Kristínar var mamma í hlutverki dagmömmu og gerði mér mögulegt að sinna náminu áhyggjulaust. Hún hvatti okkur systkinin til að afla okk- ur menntunar, en hafði sjálf ekki tækifæri til þess framan af, þó hún næði að bæta úr því á fullorðinsár- um. Hún nam í Húsmæðraskóla Reykjavíkur og útskrifaðist síðar sem snyrtifræðingur. Hún starfaði reyndar aldrei á stofu, en þeir voru ófáir sem nutu góðs af þessari þekk- ingu hennar. Hún fór síðan í öld- ungadeildina í Hamrahlíð og gekk vel og naut þess að læra. Þegar hún átti tæpt ár eftir í stúdentsprófið lést Fjölnir og þá hætti hún námi og tók þráðinn því miður ekki upp aftur. Á kveðjustund er söknuðurinn mikill, en efst í huga er þakklæti fyr- ir hlýju og kærleika og hversu tilbúin hún var ávallt að hjálpa til sama hvernig á stóð hjá henni sjálfri og hafði alltaf tíma til að hlusta. Hún kenndi mér líka að meta innihald umfram umbúðir og að geta glaðst yfir því smáa. Að lokum þakka ég starfsfólki á gjörgæslu LSH alúð og hlýju. Þórhildur. Tengdamóðir mín, Halldóra Guð- mundsdóttir, eða Dóra eins og hún var kölluð, lést eftir skamma legu á Landspítalanum við Hringbraut að kvöldi 2. þ.m. Hún hvarf hljóðlega og átakalaust úr þessu lífi umkringd fjölskyldu sinni sem var henni svo kær. Þegar ég nú kveð mína kæru tengdamóður og vinkonu eftir langa og farsæla samleið kemur fyrst upp í hugann djúpur söknuður. Allt frá fyrstu stundu hreifst ég af þessari fáguðu konu. Hún var glaðlynd og einstaklega gefandi. Sá eiginleiki sem ef til vill var mest áberandi í fari hennar var sú virðing sem hún bar fyrir samborgurum sínum og aldrei heyrði ég hana halla orði á nokkurn mann, enda ákaflega elskuð af öllum sem kynntust henni. Ungir menn eru oftast kvíðnir er fyrsta heimsókn til foreldra unnust- unnar stendur fyrir dyrum. Ég var þar engin undantekning. Ekki þarf að orðlengja það að Dóra og Sig- tryggur tóku á móti mér með ljúf- mannlegri og hlýlegri framkomu, þannig að allar áhyggjur voru skjótt á bak og burt. Hjartahlýja hennar og umhyggja var einstök, alltaf spurði hún frétta af strákunum mínum, fylgdist vel með hvað þeir voru að sýsla og lét sér mjög annt um þá. Áhugi hennar á tónlist var mikill og ekki laust við að hún hafi haft þau áhrif að synir okkar Kristbjargar eru nú að læra á hljóðfæri. Hún var dugleg að hvetja þá og gefa þeim góð ráð þegar hún kom í heimsókn og aldrei vantaði hana er þeir spiluðu á tónleikum. Mér eru ógleymanlegar þær stundir sem við höfum átt saman á Laugarvatni í sumarbústað tengda- foreldra minna. Grenilundurinn sem Sigtryggur hafði gróðursett þar sem hún sat og las eða lagði sig þegar gott var veður. Þegar við um síðustu verslunarmannahelgi sátum saman eftir vel heppnaða máltíð og hlust- uðum á brekkusönginn sem fluttur var beint í útvarpinu frá Eyjum og við sungum með. Dóra var ein af þeim manneskjum sem maður verður ríkari af að kynn- ast. Mér er efst í huga þakklæti til forsjónarinnar fyrir að hafa leitt mig til samfylgdar við þessa sómakonu, sem var mér alltaf svo góð og studdi mig og hvatti í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Vonandi verðum við sem eftir sitjum fólk til að ávaxta þann góða arf, sem hún skilur eftir í huga okkar og hjarta. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem.) Skapti J. Haraldsson. Elsku amma mín. Ég er svo þakk- lát fyrir að hafa átt þig að, þú hefur kynnt mig fyrir ótrúlega miklu og kennt mér svo margt. Umburðar- lyndi, forvitni og sýnt mér sjónar- horn ykkar afa á öllu milli himins og jarðar. Þú sagðir mér álfasögur áður en ég fór að sofa og kattasögur um leið og þú stríddir afa á því að hann væri hræddur við ketti. Þú varst mér ómetanlegur stuðningur á mennta- skólaárunum þegar ég bjó hjá ykkur afa. Þau ár eru mér ómetanleg. Ég gleymi því ekki þegar þú mataðir mig, 17 ára unglinginn, þegar ég kom heim úr skólanum kl. 7 eða 8 á kvöld- in. Sagðir mér að slaka bara á og loka augunum og mikið bragðaðist stapp- aði fiskurinn vel þá. Þú hefur alltaf verið og verður allt- af fyrirmynd mín og hugljómun. Þú lést aldrei neitt stoppa þig, hélst allt- af í einlægnina og forvitnina í þér. Þú varst alltaf svo yndislega spes amma. Það var alltaf líf og fjör í kringum þig, þú hafðir alltaf eitthvað fyrir stafni. Við fórum í ófáa ísbílt- úrana til að skoða mótorhjólatöffar- ana á Ingólfstorgi eða til að spæja eftir dópistum á Njálsgötunni. Eins allar leikhúsferðirnar, fylgjast með Gay-pride, kaffihúsaferðir eða bara heimsóknirnar til þín og afa í Hlyn- gerðið. Þú kenndir mér nokkrar af dýr- mætustu lexíum lífsins. Treysta sjálfri mér, halda ótrauð áfram, gef- ast aldrei upp og að hafa húmor fyrir sjálfri mér. Þú stóðst alltaf við bakið á mér, ýttir við mér þegar þurfti og umfram allt kenndir þú mér að það er frábært að vera öðruvísi. Ég á svo endalaust margar sögur frá þér elsku amma mín, margar alveg hreint óborganlegar. Ég mun geyma þær allar eins og gull. Þú varst glæsi- leg kona, með svo mikla nærveru að allir vissu þegar Dóra var mætt. Mér finnst svolítið ósanngjarnt að þú og mamma eigið ekki eftir að koma í heimsókn til mín í Glasgow í haust. Það hefði verið ógleymanleg ferð. En ég veit að þú ert á betri stað núna, amma mín, og lítur eftir okkur öllum. Ég er þeim mun ríkari að hafa átt þig og afa að öll þessi ár, þið vor- uð mér sem foreldrar. Elsku afi minn, guð veiti þér styrk til að takast á við komandi daga. Elsku amma mín, takk fyrir allt. Læt fylgja með bænina sem þú kenndir mér. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Þín, Anna. Sjáið í miðri sumarblíðu opna gröf hjá ægi bláum; senn munu hringja sorgarklukkur yfir bliknuðum blóma kvenna. _ Andi ástríkis, andi skýrleiks henni hjá í hendur leiddust; var þar í yndis eining bundinn vænleikur innri við vænleik ytri. Ein var hún þeirra, er með engilblíðu og hógværð hjartans hylli vinna; við fótstig slíkra friðarblómstur heililmuð gróa, þó á hrjóstrum gangi. Ein var hún þeirra, er þolinmóðar með hugar stilling og hugar þreki, gleðjandi aðra, meðan grætast sjálfar, bera brest heilsu og böl hvert annað. Syrgja nú látna svanna prýði eiginmaður, börn og ástmenni; deyi góð kona, er sem daggeisli hverfi úr húsum, verður húm eftir. (Steingrímur Thorsteinsson.) Með þessu ljóði viljum við kveðja hana Dóru, elskulega systur og mág- konu. Sigtryggi, Þórhildi, Krist- björgu Hrund og fjölskyldum þeirra vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að blessa þau. Konráð og Elín. Hún Dóra var kærleiksrík, vildi hvers manns vanda leysa en skirrðist þó aldrei við að taka afstöðu. Þótt hún væri ósátt við hegðan og fram- göngu fólks fann hún því iðulega eitt- hvað til málsbóta. Varð hún þannig mannasættir og mannvinur. Samskipti okkar byrjuðu víst ekki björgulega. Sjálfsagt hefur hún vitað af mér frá fæðingu enda fóru þau Dóra og Sigtryggur að dansa saman árið sem ég fæddist. Hún vissi að ég var erfitt barn og kallaði víst ekki allt ömmu sína. Einhverju sinni þegar ég var á 4. ári hugðist hún gera móður minni og tengdamóður sinni greiða og taka mig út með sér, en ég frekj- aðist þá sem mest ég mátti. Greip hún mig á handlegg sér. Ég var hinn reiðasti og háorgaði. Skipti þá eng- um togum að ég læsti tönnunum í upphandlegg hennar og beit fast. Hún fór sjálf að hágráta og skilaði mér háorgandi. Mamma þurfti því að hugga okkur bæði. Þau Dóra og Sigtryggur bjuggu fyrstu árin í lítilli íbúð í kjallaranum heima og var því samgangur mikill. Eftir að þau fluttu til Reykjavíkur varð heimili þeirra eins konar sam- göngu- eða áningarmiðstöð fjöl- skyldunnar frá Landlist og tengda- fólks hennar. Þau hjón voru samhent í gestrisni sinni og greiðvikni. Þegar stórfjölskyldan kom saman á gleði- stundum upphófst mikill söngur. Einhver var þá fenginn til að leika undir á píanó eða gítar og var stund- um sungið linnulítið svo að klukku- stundum skipti. Dóra varð fjölmenntuð kona. Hún hafði unun af lestri skáldsagna, ljóða og margs kyns fræðibóka. Hún ræddi skoðanir sínar á bókmenntum líðandi stundar, greindi persónur þeirra og stílbrögð og braut efnið til mergjar. Hún sótti námskeið á veg- um endurmenntunar H.Í. í jafnólík- um greinum sem trúarbragðafræð- um og bókmenntum. Frá því að ég man eftir mér söng hún í einhverjum kór. Í Kirkjukór Vestmannaeyja var hún árum sam- an, Pólýfónkórnum og nú síðast söng hún með kór fullorðinna heiðurs- kvenna. Tónlistin var hennar líf og yndi. Þess vegna sótti hún iðulega tónleika og stundaði nám í píanóleik fram á síðustu stundir. Dóra var trúuð og treysti skapara sínum. Hún tók því sem að höndum bar af æðruleysi þess er treystir guði sínum og leggur allt sitt í hendur hans. Þegar grannt er skoðað var það ef til vill helsti styrkur hennar. Dóra hafði áhuga á öllu sem snerti ættingja sína og vini. Hún átti það til að spyrja unga menn um kvennamál þeirra og forvitnast um þeirra innstu tilfinningar. Flestir svöruðu þeir spurningum hennar og svöluðu um leið löngun sinni til þess að tjá sína innri þrá, enda eignaðist hún marga vini á meðal ungs fólks. Helgi Benediktsson, tengdafaðir hennar, sagði eitt sinn við mig að Dóra hefði marga kosti til að bera. Fáa eða enga vissi hann reynast þeim betur sem stríddu við veikindi eða önnur bágindi. Ég er ekki viss um að hann hafi sagt henni þetta nokkru sinni en oft minntist hann á þetta að fyrra bragði. Söknuður ættmenna hennar og vina er mikill. Eftir lifir minningin um atorkusama og glaðværa eigin- konu, umhyggjusama móður, skemmtilega ömmu, systur, mág- konu og vinkonu sem aldrei brást. Arnþór Helgason. Elsku Dóra frænka. Nú þegar þú hefur kvatt þennan heim, rifjast upp margar góðar minningar. Efst í huga okkar er hvað það var alltaf gott að koma í heim- sókn til ykkar Sigtryggs þar sem ávallt var tekið vel á móti okkur. Þú varst okkur alltaf mikil hvatning í pí- anónáminu og við lögðum mikla áherslu á að æfa lögin okkar rétt fyr- ir jólin til þess að geta komið og spil- að þau fyrir þig. Þú hrósaðir okkur alltaf svo mikið og varst svo hlý, að maður fór út með tífalt meira sjálfs- traust en áður en maður kom í heim- sókn. Ofarlega í huga okkar er líka þegar þú baðst okkur um að syngja fyrir þig og bauðst síðan til þess að slökkva öll ljósin í húsinu svo að við yrðum ekki eins feimnar. Dóra var yndisleg manneskja sem bar með sér mikla hlýju og gladdi alla hvar sem hún kom. Hún bar ávallt hag annarra fyrir brjósti. Dóra var alltaf klædd eins og drottning og aldrei sást hún öðruvísi en með bros á vör. Dóra var mjög trúuð mann- eskja og studdi okkur alltaf vel í kirkjustarfi okkar. Við vitum nú að þér líður vel í himnaríki með þínum nánustu sem farnir eru. Við kveðjum þig nú, elsku Dóra okkar, með söknuði og ást í huga og minnumst þín að eilífu í hjörtum okk- ar. Blessuð sé minning þín. Við biðjum góðan Guð að styrkja Sigtrygg, Þórhildi, Kristbjörgu og fjölskyldur þeirra. Konný Björg og Eydís Ósk. Halldóra Guðmundsdóttir Selhellu 3 Hafnarfirði Sími 517 4400 • www.englasteinar.is ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs föður míns og sonar, ÁRNA RAGNARS ÁRNASONAR, Þrastargötu 8, Reykjavík. Þeim sem vildu minnast hans er bent á reikning Elmars Freys, banki 0115-18-750663, kt. 250797-2579. Elmar Freyr Árnason, Ingigerður R. Árnadóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.