Morgunblaðið - 12.06.2009, Side 25
Minningar 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2009
✝ Gísli Bjarnasonfæddist á Upp-
sölum í Blönduhlíð í
Skagafirði 3. júlí 1930.
Hann lést á dval-
arheimilinu Hlíð á Ak-
ureyri 30. maí síðast-
liðinn. Foreldrar hans
voru hjónin á Upp-
sölum, Sigurlaug Jón-
asdóttir húsmóðir, f.
8. júlí 1892, d. 13. okt.
1982 og Bjarni Hall-
dórsson bóndi, f. 25.
jan. 1898, d. 15. jan.
1987. Systkini Gísla
eru Halldór, f. 1922, Kristín, f. 1925,
Jónas, f. 1926, d. 2003, Egill, f. 1927,
er Hildur Magnea, f. 1994. Stjúp-
börn Árna eru Eva Dögg, f. 1982 og
Þorsteinn, f. 1984. Seinni kona Gísla
er Guðný Georgsdóttir frá Ak-
ureyri.
Gísli ólst upp á Uppsölum við
hefðbundin sveitastörf og öðru
hvoru í vegavinnu á sumrin. Hann
stundaði nám við héraðssólann á
Laugarvatni 1946-8, lauk kenn-
araprófi 1952 og íþróttakenn-
araprófi 1953. Kenndi við barna-
skólann á Bíldudal 1953-56 við
barnaskóla Akureyrar 1956-76,
skólastjóri þar frá 1976-84. Kennari
við Laugagerðisskóla 1984-93 er
hann fluttist aftur til Akreyrar og
þar vann hann við kennslu meðan
heilsa leyfði.
Útför Gísla fer fram í dag, föstu-
daginn 12. júní, frá Glerárkirkju á
Akureyri og hefst athöfnin kl. 13.30.
Árni, f. 1931, Stefán, f.
1933, d. 1934, og
Helga, f. 1935.
Gísli kvæntist 23.
maí 1953 Elínu Sig-
urjónsdóttur kennara
frá Fáskrúðsfirði, f.
12. sept. 1929. Þau
skildu. Synir þeirra
eru 1) Ævar, f. 1953.
2) Kári, f. 1956, maki
Bryndís Dagbjarts-
dóttir, f. 1966, sonur
þeirra er Arnór, f.
1987, sonur Kára er
Halldór Ingi, f. 1979.
3) Árni, f. 1967, maki Sigurborg Í.
Sævarsdóttir, f. 1966, dóttir þeirra
Það er komið fram í ágúst.
Blönduhlíðarfjöllin böðuð sólskini.
Það er asi á túnunum. Það á að
nýta þennan dag vel, því suðvest-
urloftið boðar ekki gott. En það
virðist ekki vera asi á öllum. Á
bakkanum við ármótin þar sem
Norðuráin hittir Héraðsvötnin
stendur maður og var búinn að
standa lengi og lá greinilega ekkert
á. Öðru hvoru glampaði á langa
stöngina og stundum steig upp blár
reykur frá honum. Þá vissi maður
að hann hafði leyft sér að kveikja í
vindli og var í stuði. Vegna anna við
heyskapinn náði ég ekki alveg að
fylgjast með, en þessi ró yfir mann-
inum við ána færði manni vissu um
að laxinn væri farinn að ganga. Ég
held að Gísla frænda mínum hafi
sjaldan liðið jafn vel og við þessi ár-
mót sem voru og eru að vísu sí-
breytileg og ekki svipur hjá sjón í
dag frá því ég man þau flottust.
Stór og breið lygna með litaskilum í
miðjunni og þar lá laxinn. Laxinn
sem Gísli ólst upp við og menn
elskuðu að glíma við. Og þá var
dregið fyrir. Já það var gaman að
hlusta á þá bræður, Gísla og pabba,
segja frá gömlum fyrirdráttarferð-
um í Brúarneshylinn með Jóhanni á
Kúskerpi og þessar sögur tíndu
þeir í mann í rólegheitunum því
ekki var asinn á þeim bræðrum
þegar þeir tóku tal saman. Enda
mjög samrýndir, aðeins árs munur
á þeim. Alla tíð meðan Gísli hafði
heilsu til var hann mættur til að
reyna við Héraðsvatnalaxinn, þann
göfuga fisk, og hinn spegilfagra sil-
ung sem er bragðbesti silungur í
heimi. Það var mér undrunarefni
þegar ég var ungur og átti enga
stöng hvað hann nennti að standa
við ána. Ég botnaði ekkert í þessari
þolinmæði. Gísli var fyrsti maður-
inn sem ég sá eyða heilum degi
með stöng við á og var það ekki tal-
ið búmannslegt, enda látið duga í
sveitinni að vitja um lagnet kvölds
og morgna. En svo sagði hann
manni sögur úr fjarlægum ám eins
og Laxá fyrir austan og kveikti í
manni. Og nú húmar að. Sólin er
horfin úr fjallinu og bakkinn í
vestrinu færist nær. Veiðimaðurinn
er kominn úr ánni og hamast við að
moka í blásarann. Hann er glaður;
10 punda lax í skottinu og nokkrir
silungar. Hann var að vísu alltaf
jafn ánægður hvort sem hann kom
fisklaus úr ánni eða ekki … nei nú
lýg ég aðeins. Brosið var aðeins
bjartara og grynnra á sögunum ef
laxinn kom með. Þegar ég fer norð-
ur í sumar er best að ég stoppi í
Varmahlíð og kaupi mér einn
vindlapakka. Gangi svo niður að ár-
mótunum og taki nokkur köst og
kveiki mér í vindli. Frændi myndi
skilja það.
Eyþór Árnason.
Tíminn líður hratt og á undra-
verðan hátt þegar manni verður
hugsað til þess að tæplega aldar-
fjórðungur er liðinn frá því að við
kynntumst Gísla Bjarnasyni og
konu hans, Guðnýju Georgsdóttur.
Þau tvö voru sem einn maður og nú
er hann fallinn frá.
Gísli Bjarnason kennari kom
ásamt konu sinni vestur að Laug-
argerðisskóla í Eyjarhreppi á Snæ-
fellsnesi til að kenna. Við vorum
ung hjón í sveitinni og bæði úr
Reykjavík en Gísli og Gullý frá Ak-
ureyri. Það tókst ágætis vinátta
með okkur þó nokkuð mörg ár í
aldri skildu okkur að. Við áttum
það hins vegar sammerkt að vera
aðkomufólk í sveitinni og hvert og
eitt okkar var við sitt starf þar.
Kannski sáum við sveitina með öðr-
um augum en þau sem alist höfðu
þar upp og búið þar alla sína tíð.
Sáum kosti hennar en söknuðum þó
að nokkru leyti okkar eigin átthaga.
En meðan búsetan í sveitinni varði
var hún sæl og ógleymanleg.
Þetta voru yndisleg ár fyrir vest-
an. Gísli og Gullý áttu þarna sinn
góða tíma. Þetta voru fyrstu bú-
skaparár þeirra og hamingjurík ár.
Þau komu að norðan til að búa sér
heimili í skólanum. Það skein gleði
og hamingja úr andlitum þeirra
eins og þau hefðu nú loksins höndl-
að eitthvað sem þau bæði þráðu.
Börnum okkar tóku þau af mikilli
vinsemd og sérstaklega tóku þau
miklu ástfóstri við Harald og minn-
ist hann þess enn í dag þótt ungur
væri. Fyrir alla þá hjálpsemi og
vináttustundir er nú þakkað.
En við fluttum suður þar sem
rætur okkar lágu. Og þau fluttu
norður þar sem þeirra rætur voru.
Þó leiðir skildu þá vissum við alltaf
allnokkuð hvert af högum annars.
Við heimsóttum þau oftast þegar
leiðin lá um Norðurland. Það var
okkur líka mikið gleðiefni að geta
skotið yfir þau skjólshúsi þegar
Gísli þurfti að leita sér lækninga
hér syðra fyrir nokkrum árum.
Gísli var vandaður maður, hægur
og traustur. Fór í engu óðslega og
hafði sinn hátt á því sem hann tók
sér fyrir hendur. Það var happa-
fengur fyrir sveitaskólann að fá
jafn reyndan kennara og hann var.
Nemendum sínum reyndist hann
ákaflega vel og þótti þeim vænt um
hann. Hann var raungóður og ag-
aður í starfi. Það var svo sann-
arlega vinnufriður í kennslustund-
um hjá honum og baldnir
nemendur sáu fljótt að sér og urðu
hinir mennilegustu.
Síðast hittum við Gísla og Gullý
fyrir um mánuði á dvalarheimilinu
Hlíð. Enda þótt veikur væri var
ekki örgrannt um að í augum hans
og kímnisvip brygði fyrir þeim
Gísla Bjarnasyni sem við kynnt-
umst fyrir um aldarfjórðungi. Gullý
stóð sem klettur við hlið hans í
þungbærum veikindum hans og var
hjá honum allt þar til yfir lauk. Þar
sýndi hún sem fyrr óbilandi traust
og þrek andspænis því sem hún
tekur að sér.
Við vitum að missir Gullýjar er
mestur sem og sona hans og ann-
arra vandamanna. En öll eiga þau
góðar minningar um traustan og
góðan dreng sem hefur kvatt heim
þenna og skilað drjúgu og farsælu
dagsverki.
Guð blessi minningu Gísla
Bjarnasonar.
Hreinn S. Hákonarson og
Sigríður Pétursdóttir.
Gísli Bjarnason Það er sárt að sakna vinar,
seint mun líða þraut.
Þó tíminn ávallt lægi, linar
lífs á vorri ævi braut.
Þín var alltaf ásjón sýn
á æsku þinnar slóðir.
Guð mun ætíð gæta þín,
Gísli, elsku bróðir.
(Kolbeinn Konráðsson.)
Helga systir.
HINSTA KVEÐJA
✝ Sveinn G. Schev-ing fæddist í
Vestmannaeyjum 27.
ágúst 1933. Hann
lést á hjartadeild
Landspítalans 5. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðjón S. Scheving
málarameistari, f.
11.9. 1898, d. 9.10.
1974 og Ólafía
Kristný Jónsdóttir
húsfreyja, f. 4.4.
1904, d. 10.4. 1983.
Systkini Sveins eru
Jón Guðjón Scheving, f. 1.3. 1924,
d. 19.12. 1992 og Aðalheiður
Steina Scheving, f. 19.2. 1927,
gift Lofti Magnússyni.
f. 15.5. 1979, sambýliskona Krist-
ín Helgadóttir, f. 1.7. 1982.
Sveinn lauk gagnfræðaprófi frá
Vestmannaeyjum árið 1950. Hann
stundaði vélvirkjanám frá Vél-
smiðju Magna í Vestmannaeyjum
og Iðnskólanum í Vestmanna-
eyjum frá 1951 og lauk sveins-
prófi í vélvirkjun 18. júní 1955.
Sveinn lauk vélstjóraprófi frá
Vélskólanum í Reykjavík 1958.
Sveinn var vélstjóri hjá Land-
helgisgæslunni 1958-1960, vél-
stjóri og verkstæðisformaður hjá
RARIK 1960-1967. Sveinn hóf
störf hjá Orkustofnun 1967 og
var verkstjóri hjá fyrirtækinu.
Árið 1986 hóf Sveinn störf sem
innkaupastjóri Jarðborana og
starfaði þar alla tíð þar til hann
lauk sínum starfsferli 2005.
Sveinn verður jarðsunginn frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
12. júní og hefst athöfnin kl. 13.
Maki Sveins er
Kristín Einarsdóttir,
f. 10.2. 1945. Börn
þeirra eru: 1) Ómar
Þór Scheving, f.
21.4. 1966, kvæntur
Evu Hlín Thoraren-
sen, f. 11.2. 1971,
börn þeirra eru
Matthías Þór og Elí-
as Andri. 2) Birgir
Scheving, f. 14.10.
1970, kvæntur Paz
Alvarez Beneyto, f.
11.7. 1975, börn
Birgis eru Alex-
andria Björg og Edda María. 3)
Daníel Scheving, f. 3.11. 1977,
sambýliskona Inga Jasonardóttir,
f. 25.10. 1979 4) Reynir Scheving,
Elsku afi.
Síðast þegar við hittumst þá vorum
við í afmælinu hans Reynis frænda.
Það var svo gaman og þú varst svo
ánægður með hvað við vorum dugleg-
ir og kysstir og knúsaðir okkur bless
eins og þú varst vanur.
Það er erfitt fyrir okkur að skilja að
þú sért ekki lengur hjá okkur, að þú
munir ekki koma á móti okkur niður
stigann þegar við komum í heimsókn
á Flyðrugrandann og passa að við för-
um varlega og að þú munir ekki koma
með ömmu Stínu í heimsókn til okkar.
En við vitum að þú ert núna engill á
himnum og þér líður vel og að þú
munt halda áfram að passa að við för-
um varlega, þó við sjáum þig ekki.
Bless, elsku afi!
Afadrengirnir þínir,
Matthías Þór og Elías Andri.
Margt er það, sem við mennirnir
sjáum ástæðu til að sækjast eftir með-
an á lífshlaupi okkar stendur, svo
sem: menntun, ást, fé, frami, fjöl-
skylda. Allt á þetta sér rætur í mann-
legu eðli. Í sjálfu sér er ekkert at-
hugavert við neitt af þessu, ef hófs er
gætt í meðferð þeirra af þessum gæð-
um, sem hættast er við misnotkun, en
af hinum verður sjálfsagt aldrei nóg-
samlega veitt. Sennilega felst því lífs-
kúnstin ekki sízt í því, hvernig við
beinum áherzlum okkar og áhuga að
þessum mikilvægu atriðum.
Mági mínum, Sveini G. Scheving,
sem við kveðjum í dag, hafði tekizt á
ævi sinni að vinna svo úr sínum feng,
að við okkur blasti hamingjusamur
maður, sem naut trausts og virðingar
fjölskyldu sinnar, vina, samstarfs-
manna og annarra þeirra, sem af hon-
um höfðu kynni. Hann hafði fundið
jafnvægið. Og eftir standa gjörvilegir
afkomendur, sem með góðu fordæmi
hefur verið kennt að ganga lífsgöng-
una af hófsemi og dugnaði.
Þó að Sveinn setti fjölskyldu sína í
fyrsta sæti, nutu vinir hans og sam-
starfsmenn hins góða hjartalags hans
og hjálpsemi í ríkum mæli. Hann var
alltaf sannur Vestmannaeyingur,
áhugasamur Akógesmaður og ætíð
reiðubúinn að rétta hjálparhönd
þeim, sem á þurftu að halda. Sche-
vingarnir í Vestmannaeyjum hafa
lengi sett svip á heimabæ sinn. Vissu-
lega fór þar aðkomumaður frá Dan-
mörku í upphafi, en fyrir löngu eru
þeir orðnir samgrónir íslenzku um-
hverfi sínu. Þó gleymdust ekki ræt-
urnar. Það fundum við vel þau okkar í
fjölskyldunni, sem áttum þess kost að
slást í för með þeim Sveini og Kristínu
til bæjarins Skævinge á Sjálandi á
síðasta sumri. Hann naut þess að
koma á þennan vinalega stað, þar sem
forfeður hans og frændur höfðu lifað
og starfað og einn þeirra loks tekið sig
upp í för til Íslands og lagt þar grund-
völl að ætt, sem kennd er við hinn
danska heimabæ og hefur lagt ís-
lenzku þjóðfélagi markvert lið á
mörgum sviðum.
Við Steinunn og fjölskylda okkar
þökkum Sveini ljúfa og trausta sam-
fylgd á liðnum árum og sendum syst-
ur minni og fjölskyldu hennar einlæg-
ar samúðarkveðjur. Þau eiga ríka
huggun í minningum um góðan
dreng.
Hörður Einarsson
Mig langar í nokkrum fátæklegum
orðum að kveðja uppáhaldsfrænda
minn hann Svein, litla bróður hennar
mömmu. Sveinn var mér afar kær og
á stóran sess í minningum úr mínu lífi,
honum fylgdi hlýja og glaðbeitt bros
hans og frískleg framkoma kallaði
alltaf fram sterka tilfinningu um að
þar færi maður sem gott væri að eiga
að.
Hvert sem ég lít í minningunum um
Svein frænda þá kvikna upp myndir
af ferðalögum og nýjungum, ekki það
að við hefðum ferðast saman eða legið
yfir tækninýjungum en flottar
myndavélar og upptökutæki voru í
höndum hans í mínum bernskuminn-
ingum og svo fannst mér hann alltaf
vera að koma frá eða vera að fara til
útlanda. Hann bar sem sagt með sér
strauma um framandi og nýja heima
sem lítilli frænku fannst spennandi og
kveikti hjá mér langanir til að skoða
heiminn. Ég minnist líka fyrstu Þjóð-
leikhúsferðar minnar á 12 ára afmæli
mínu í boði Sveins og þá var Kristín
kona hans komin í líf okkar og hér eft-
ir hét Sveinn eiginlega Sveinn og
Stína. Hann fylgdist með frænku
sinni og var hvetjandi í bakgrunnin-
um allt mitt líf. Minningin um góðan
frænda, uppáhaldsfrænda, lifir með
mér.
Við Gummi og dætur okkar send-
um Stínu, strákunum þeirra og fjöl-
skyldum samúðarkveðjur.
Ásdís Loftsdóttir
Í grein í Óðni 1934 var komist svo
að orði um afa og nafna Sveins G.
Scheving að hann hefði verið starf-
samur, samviskusamur og vandvirk-
ur. Þessi orð lýsa Sveini móðurbróður
mínum ekkert síður en Sveini P.
Scheving ættföður okkar Scheving-
anna úr Vestmannaeyjum. Hann var
sérlega vandaður og traustur maður.
Hann var 6 árum yngri en móðir mín,
Aðalheiður Steina, og á milli þeirra
var ávallt einlægt og gott samband.
Fyrir henni hefur hann aldrei verið
neitt annað en hann Sveinn litli bróðir
hennar og hún hefur aldrei dregið dul
á stolt sitt af honum. Henni var ómet-
anlegt á erfiðum tíma í lífi hennar
þegar við fluttum úr Vestmannaeyj-
um snemma árs 1970 að vita af honum
hér „fyrir sunnan“ til halds og
trausts.
Í upphafi síðustu aldar hófst vél-
bátaöldin í landinu og Sveinn P.
Scheving, hreppstjóri í Vestmanna-
eyjum, var einn af þeim fyrstu sem
öfluðu sér þekkingar og reynslu á
hinni nýju tækni. Hann vann sem vél-
stjóri um nokkurra ára skeið á mót-
orbátum. Sonur hans, Páll, gerðist
einnig forvígismaður á þessu sviði.
Hann var rafvirki en stóð fyrir auk-
inni fræðslu og menntun vélstjóra og
var einn af stofnendum Vélstjóra-
félags Vestmannaeyja 1939. Ég býst
við að þessi forsaga eigi einhvern hlut
í því að frændi minn, Sveinn, lagði
þessa grein fyrir sig og gerði hana að
ævistarfi sínu. Hann átti auðvelt með
nám og eftir námsvist hjá vélsmiðj-
unni Magna í Vestmannaeyjum fór
Sveinn liðlega tvítugur að aldri til vél-
stjórnarnáms í Sjómannaskólanum í
Reykjavík. Að námi loknu vann hann
lengst af við jarðboranir, síðast sem
rekstrarstjóri hjá Jarðborunum þar
til hann lét af störfum vegna aldurs
fyrir nokkrum árum.
Sveinn var yfirburðamaður í öllu
því er laut að jarðborum og tækni á
því sviði. Þetta vissi ég allt frá þeim
tíma er ég var sumarmaður hjá Orku-
stofnun á árunum 1975 og 1976. Auð-
vitað hafði Sveinn bjargað mér um
þessa vinnu, líkt og eldri bróður mín-
um, Guðjóni, en það leyndi sér ekki á
vinnustaðnum að Sveinn var hafður í
miklum hávegum meðal samstarfs-
manna minna. Ég var hreykinn af því
að eiga þennan frænda. Hann var
ekki margmáll en átti ljúft bros og var
undirmönnum sínum vinsamlegur.
Hann átti alltaf til úrræði þegar
vandamál komu upp. Mörgum árum
síðar kom ég að lögfræðilegum verk-
efnum fyrir Jarðboranir og þá komst
ég fljótt að því að yfirmenn fyrirtæk-
isins höfðu sömu mætur á Sveini og
undirmennirnir, sem ég starfaði með
á árum áður, hann var orðlagður fyrir
skynsemi sína og fagmennsku.
Í húsi afa míns og ömmu í Vest-
mannaeyjum, Guðjóns S. Scheving
málarameistara og kaupmanns, og
Ólafíu Jónsdóttur, var á uppvaxtarár-
um mínum ávallt talað um Svein eins
og að hann væri á staðnum. Samt sá
ég hann aldrei fyrr en mörgum árum
síðar. Leikföngin hans voru enn á sín-
um stað og allt bar merki þess að
hann væri augasteinn foreldra sinna.
Þessi umræða hafði mótandi áhrif,
einkum á Guðjón, elsta bróður minn,
sem á sinn hátt fetaði í fótspor Sveins,
fór snemma til náms og varð verk-
fræðingur. Hann upplifði Svein eins
og stóran bróður sinn og var nánastur
honum af okkur systkinunum. Við er-
um öll þakklát fyrir samfylgdina og
fyrirmyndina sem hann gaf okkur.
Um leið vottum við Kristínu samúð
okkar og sonum þeirra, Ómari, Birgi,
Daníel og Reyni og fjölskyldum
þeirra.
Blessuð sé minning góðs drengs úr
Vestmannaeyjum.
Hreinn Loftsson
Sveinn G. Scheving
Fleiri minningargreinar um Svein
G. Scheving bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.