Morgunblaðið - 12.06.2009, Síða 26
26 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2009
Atvinnuauglýsingar
Starfsfólk óskast
Hótel Reykjavík Centrum óskar eftir að
ráða í eftirfarandi stöður:
Herbergisþernur í sumarafleysingar.
Starfsmann á næturvaktir í gesta-
móttöku.
Unnið er frá 20:00 – 08:00, unnið 7 daga
og 7 daga frí. Verður að geta byrjað strax!
Umsækjendur senda ferilskrá með mynd á
Thorhallur@hotelcentrum.is
Umsóknarfrestur er til 16. júní 2009.
www.hotelcentrum.is
Raðauglýsingar 569 1100
Nauðungarsala
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Gnoðarvogur 44, 202-2896, Reykjavík, þingl. eig. Bergheimar ehf.,
gerðarbeiðendur Reykjavíkurborg og Sjóvá-Almennar tryggingar hf.,
þriðjudaginn 16. júní 2009 kl. 13:30.
Vesturberg 78, 205-0559, Reykjavík, þingl. eig. Þorvaldur Þórarinsson,
gerðarbeiðandi nb.is-sparisjóður hf., þriðjudaginn 16. júní 2009
kl. 10:30.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
11. júní 2009.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Fellabrekka 15, fnr. 231-1197, Grundarfirði, þingl. eig. Landsmenn
byggingaverktakar ehf., gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sjóvá-
Almennar tryggingar hf., þriðjudaginn 16. júní 2009 kl. 11:15.
Fellabrekka 17, fnr. 231-1201, Grundarfirði, þingl. eig. Landsmenn
byggingaverktakar ehf., gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sjóvá-
Almennar tryggingar hf., þriðjudaginn 16. júní 2009 kl. 11:25.
Norðurtangi 1, fnr. 210-4004, Snæfellsbæ, þingl. eig. Húsgeymur ehf.,
gerðarbeiðendur Bílaumboðið Askja ehf. og Innheimtumaður ríkis-
sjóðs, þriðjudaginn 16. júní 2009 kl. 12:00.
Norðurtangi 1, fnr. 226-0195, Snæfellsbæ, þingl. eig. Húsgeymur ehf.,
gerðarbeiðandi Innheimtumaður ríkissjóðs, þriðjudaginn 16. júní
2009 kl. 12:10.
Ólafsbraut 36, fnr. 210-3759, Snæfellsbæ, þingl. eig. HaraldurYngva-
son og Sigurlaug Konráðsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður,
NBI hf. og Sparisjóður Rvíkur og nágr., útib., þriðjudaginn 16. júní
2009 kl. 12:25.
Snæfellsás 1, fnr. 211-4447, Snæfellsbæ, þingl. eig. Margrét Árna-
dóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður ogTryggingamiðstöðin hf.,
þriðjudaginn 16. júní 2009 kl. 12:50.
Sólvellir 10, fnr. 211-5262, Grundarfirði, þingl. eig. Vélaleiga Kjartans
og Svanh. ehf., gerðarbeiðandi Nýi Kaupþing banki hf., þriðjudaginn
16. júní 2009 kl. 11:00.
Sýslumaður Snæfellinga,
11. júní 2009.
Þjónusta
Tilboð/Útboð
BORGARTÚNI 12-14 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 1111 - MYNDSENDIR 411 3071
Auglýsing um breytingu á
Aðalskipulagi Reykjavíkur
Í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga
nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með
auglýst til kynningar tillaga að breytingu á
Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001 - 2024.
Búrfellslína, Kolviðarhólslína
Hér með er auglýst til kynningar tillaga að breytingu
á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024., vegna
skipulags háspennulína. Annarsvegar vegar er gert
ráð fyrir nýbyggingu háspennulína (400 kV) meðfram
núverandi línu um Húsfellsbruna í Bláfjallafólkvangi.
Hinsvegar er gert ráð fyrir niðurrifi Sogslínu 2
frá Sandskeiði að spennustöðinni við Geitháls
og niðurrifi Hamraneslínu 1 og 2 frá Geithálsi að
Hamranesi.
Tillögunni fylgir umhverfisskýrsla, sbr. lög nr.
105/2006, um umhverfismat áætlana.
Tillagan liggur frammi í þjónustuveri Reykjavíkur-
borgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga
kl. 8:20 – 16:15, frá 12. júní 2009 til og með
27. júlí 2009. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu
sviðsins, www.skipbygg.is undir mál í kynningu.
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta
hvattir til að kynna sér tillöguna. Samanber lög
nr. 105/2006 liggur umhverfisskýrsla frammi
ásamt aðalskipulagstillögunni. Ábendingum og
athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega
eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags-
og byggingarsviðs eigi síðar en 27. júlí 2009.
Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir
innsendar athugasemdir með tölvupósti. Þeir
sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests,
teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 12. júní 2009
Skipulagsstjóri Reykjavíkur
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
Sjálfstæðisfélag Kópavogs
Laugardagsfundur
í Kópavogi um efnahags-
tillögur Sjálfstæðisflokksins
laugardaginn 13. júní munu
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins og Jón
Gunnarsson fara yfir efnahags-
tillögur Sjálfstæðisflokksins á
laugardagsfundi hjá Sjálfstæðis-
félagi Kópavogs. Fundurinn
hefst kl. 10.00 í félagsheimili
sjálfstæðisfélagsins að
Hlíðasmára 19. Boðið verður
upp á kaffi og meðlæti.
Fyrirspurnir og umræður.
Allir velkomnir.
Fréttir á SMSFréttir á SMS
Fundir/Mannfagnaðir
✝ Hörður Arinbjarn-ar fæddist í
Reykjavík 21. desem-
ber 1937. Hann lést á
heimili sínu 2. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru María Tóm-
asdóttir og Sveinbjörn
Arinbjarnar en Hörð-
ur var alinn upp af
móður sinni og stjúp-
föður Jóni D. Guð-
mundssyni. Jón var
einstakt góðmenni og
reyndist Herði ein-
staklega vel.
Hinn 10. apríl 1965 kvæntist
Hörður Ragnheiði Guðfinnu Har-
aldsdóttur og eignuðust þau tvær
dætur, þær eru: a) Edda Arinbjarn-
ar, f. 20. september 1965, gift Þórði
Kristleifssyni, f. 21.júlí 1963, þau
eiga fjögur börn, Jakob, f. 13. janúar
1992. Matthildi, f. 21.júní 1993.
Ragnheiði Kristínu, f. 11.ágúst 2002
og Ingibjörgu, f.
11.janúar 2005. b)
María Arinbjarnar, f.
16. janúar 1973. Börn
hennar og Tómasar V.
Albertssonar, f. 22.
janúar 1960, eru Val-
gerður Fríða, f. 2. maí
2002 og Sveinbjörn
Snorri, f. 25. sept-
ember 2004.
Hörður stundaði
nám við versl-
unarskóla á Englandi,
og starfaði hjá Áfeng-
is- og tóbaksverslun
ríkisins í nær áratug, síðan hjá
Reiknistofnun Háskólans í nær tvo
áratugi. Hann stundaði eigin versl-
unarrekstur í tæpan áratug.
Eftir það starfaði hann hjá VISA-
Ísland.
Herði verður sungin sálumessa í
Dómkirkju Krists konungs í Landa-
koti í dag, 12. júní og hefst hún kl. 13.
Hörður faðir minn var mér mjög
kær, hann átti marga vini sem
reyndust honum mjög vel. Pabbi
hafði lag á að koma færandi hendi
til að aðstoða vini sína þegar þeir
mest þurftu þess við enda áskotn-
aðist honum fjöldi vina sem einnig
voru til staðar þegar hann sjálfur
þurfti á að halda. Ekki hafði hann
alltaf af miklu að gefa en vinskapur
og nærvera er oft það sem mest er
þörf á og þar sparaði hann ekki.
Við feðginin höfum bæði sigrast
á mjög illvígum dimmum fjanda.
Ennþá eru fordómar í þjóðfélaginu
svo gífurlegir og læknavísindin svo
skammt á veg komin við að ráða
bug á þunglyndi að ég er rög við að
geta þessa í minningargrein um
föður minn. Dropinn holar steininn
og eins er það í þessu að því fleiri
sem ræða slíkt opinskátt því betur
tekst okkur að vinna gegn for-
dómum.
Það er einmitt þegar dagarnir
eru dimmastir sem við þurfum
mest á vinskap að halda, marga
átti pabbi að sem komu einmitt þá
og réttu honum hjálparhönd eða
nærveru sína til þess að komast yf-
ir erfiðasta hjallann og sigrast á
veikindunum. Slík vinátta er ómet-
anleg, pabbi ræddi það oft við mig
að hann kunni vel að meta það og
var vinum sínum ævarandi þakk-
látur.
Það er ljóst öllum sem stóðu
pabba næst að hans ævi hefði orðið
önnur ef ekki hefði verið fyrir veik-
indin, bæði hvað varðar menntun
og atvinnu. Pabbi átti sérstaklega
gott með að læra og var mjög vel
að sér á mörgum sviðum, þó sér-
staklega um klassíska tónlist og
sögu Evrópu og eins var hann góð-
ur ljósmyndari. Það er ljóst að ef
hann hefði haft tök á því á sínum
tíma að klára nám þá hefðu margar
námsbrautir staðið honum opnar.
Ekki var hans ævi þó eintóm
þrautaganga, hann átti margar
gleði stundir og ferðaðist mikið,
bæði innanlands og utan. Báðar
höfum við dæturnar gengið
menntaveginn og það gladdi hann
mjög.
Síðustu árin var hann mjög virk-
ur í bæði Oddfellowreglunni og
safnaðarstarfi kaþólsku kirkjunnar.
Meðal annars tók hann oft myndir
af athöfnum og hátíðum kirkjunnar
og sumar þeirra bárust páfanum.
Pabbi var mjög stoltur af því. Það
er ekki síst í þetta félagsstarf sem
hann sótti styrk síðustu árin og
mér þótti sérstaklega vænt um að
hann var andlega hress í nokkur ár
áður en hann dó.
Pabbi hafði sérstaklega góða
kímnigáfu og lumaði yfirleitt á góð-
um brandara eða skemmtilegri
sögu. Hann hafði lag á að hvetja
menn til dáða og að sjá það góða í
öðrum.
Heiðruð sé minning Harðar.
María Arinbjarnar
tölvunarfræðingur.
„Íslendingur – það er maður sem
veit hvaða stykki í Ford passa í
Moskvitsj og öfugt!“ sagði Hörður.
Hann var einmitt gott dæmi um
þessa gerð Íslendinga; hann vissi
eitthvað um allt og lá ekki á því.
Hann stjórnaði um tíma tölvu
Háskóla Íslands – var „vitenska-
pens fyrbøter“ eins og góðkunningi
hans, Jón Thor Haraldsson, komst
að orði.
Haustið 1971 flutti ég inn í sama
hús og Hörður ásamt konu minni
austrænni. Af vörum Harðar lærði
hún ósköpin öll af íslensku og hag-
kvæmum fróðleik um þetta nýja,
skrítna land, og Hörður naut þess
af hafa næma og áhugasama
áheyrn.
Af þessu spannst kunningsskap-
ur sem entist meðan hans naut við.
Við hjón vottum fjölskyldu Harð-
ar samúð vegna fráfalls hans með
þakklæti fyrir þær hlýju minningar
sem hann skilur eftir sig.
Helgi Haraldsson.
Hörður Arinbjarnar