Morgunblaðið - 12.06.2009, Side 28

Morgunblaðið - 12.06.2009, Side 28
28 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2009 Sudoku Frumstig 2 5 3 2 8 7 3 9 4 4 5 7 8 3 4 1 1 2 3 5 6 3 9 7 7 5 5 8 2 1 4 1 8 9 7 3 2 6 1 9 6 2 1 5 9 8 1 4 5 2 7 3 8 2 9 6 5 7 1 2 4 6 8 7 2 4 6 7 1 5 3 9 4 5 8 6 7 2 3 9 1 7 9 2 1 3 5 4 6 8 1 6 3 9 4 8 7 2 5 3 2 5 7 9 6 1 8 4 8 1 9 4 5 3 2 7 6 6 4 7 2 8 1 9 5 3 2 3 6 8 1 7 5 4 9 9 7 1 5 6 4 8 3 2 5 8 4 3 2 9 6 1 7 5 1 2 6 7 3 4 8 9 4 8 3 9 5 2 7 6 1 6 9 7 8 1 4 2 3 5 9 5 6 4 3 7 1 2 8 1 3 4 2 8 6 5 9 7 7 2 8 5 9 1 3 4 6 8 6 1 3 2 5 9 7 4 3 7 9 1 4 8 6 5 2 2 4 5 7 6 9 8 1 3 7 6 4 5 3 9 8 2 1 2 8 5 6 4 1 7 3 9 1 9 3 2 8 7 4 6 5 6 1 8 3 2 5 9 7 4 5 3 9 7 6 4 2 1 8 4 7 2 9 1 8 6 5 3 8 4 6 1 7 3 5 9 2 9 2 1 8 5 6 3 4 7 3 5 7 4 9 2 1 8 6 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er föstudagur 12. júní, 163. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yð- ar himneskur fyrirgefa yður. (Matt. 6, 14.) Þegar Víkverji undrast ókurteisiog tillitsleysi margra Íslend- inga verður honum oft hugsað til ágæts vinar í Vesturheimi, sem var kurteisin uppmáluð og tillitssamur fram í fingurgóma. x x x Fyrir margt löngu var umræddurmaður í heimsókn og fór meðal annars í vínbúðina. Fullt var út úr dyrum og stöðugur straumur en allt- af stóð okkar maður utan við dyrnar og hleypti fólki fram fyrir sig. Svo fór að starfsmaður verslunarinnar kippti honum inn fyrir þröskuldinn áður en hann skellti í lás með þeim orðum að hann fengi aldrei af- greiðslu með svona háttalagi. Þessi saga rifjaðist upp í mat- vöruverslun vestur á Granda á dög- unum. Þar var maður með fulla kerru við afgreiðslukassann og hleypti fólki með fáar vörur fram fyrir sig með þeim orðum að hann væri með svo mikið og ekki stætt á því að hann tefði aðra. Ólíkt skemmtilegra að sjá þetta heldur en „íslenska“ ruðninginn. x x x Umferðin er annað umhugsunar-efni. Hvernig stendur á því að menn komast endalaust upp með að drullast á vinstri akrein, til dæmis vestan úr bæ á Hringbraut og Miklubraut austur Vesturlandsveg- inn, og hindra þannig eðlilega um- ferð dag eftir dag? Er ómögulegt að koma þessu fólki í skilning um að geti það ekki haldið venjulegum um- ferðarhraða eigi það að halda sig sem lengst til hægri svo aðrir geti ekið framúr á vinstri akrein? Umræddur vinur í Kanada hafði eina reglu ávallt í heiðri. Að aka ekki á vinstri akrein nema hann ætlaði að beygja fljótlega til vinstri. Það er góð regla og til eftirbreytni nema á álagstímum kvölds og morgna. Í því sambandi leggur Víkverji til að vinstri beygjur á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar verði bannaðar á álagstímum, frá klukkan 07:30 til 09:00 á morgnana og kl. 16:00 til 17:30 síðdegis. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 gegnt, 8 í vondu skapi, 9 ber birtu, 10 blása, 11 ákvæði, 13 huglausum, 15 rok, 18 svarar, 21 erfðafé, 22 verkfærið, 23 rótarleg, 24 aflóga. Lóðrétt | 2 skammt frá, 3 röð af lögum, 4 hyggst, 5 flatfótur, 6 ofsareiðar, 7 nöf, 12 meis, 14 rán- fugl, 15 pest, 16 skjall, 17 orma, 18 hetjudáð, 19 sátan, 20 jaðar. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 bjarg, 4 fákæn, 7 lokka, 8 líkur, 9 sæl, 11 siða, 13 vani, 14 leiti, 15 fínt, 17 tekt, 20 aga, 22 rófur, 23 lítil, 24 afræð, 25 aflar. Lóðrétt: 1 bælis, 2 aukið, 3 glas, 4 fell, 5 kikna, 6 narri, 10 æfing, 12 alt, 13 vit, 15 firma, 16 næfur, 18 eitil, 19 telur, 20 arið, 21 alda. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 Rf6 2. Rc3 d5 3. e5 Re4 4. Rce2 f6 5. d3 Rg5 6. Rf4 e6 7. Rf3 Rf7 8. exf6 gxf6 9. d4 c6 10. Bd3 Bd6 11. Rh5 Ra6 12. O-O Rb4 13. He1 Rxd3 14. Dxd3 Kf8 15. Bf4 Bxf4 16. Rxf4 Dd6 17. De3 Ke7 18. c4 dxc4 19. Had1 Kf8 20. Rd2 b5 21. Re4 De7 22. Rc5 e5 23. d5 cxd5 24. Rxd5 Dd6 25. Re4 Dc6 26. Da3+ Kg7 27. Rexf6 Bf5 28. Rh5+ Kh6 Staðan kom upp á 8. asíska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu í Su- bic í Filippseyjum. Kínverski skák- maðurinn Yangyi Yu (2.433) hafði hvítt gegn gamla brýninu og heima- manninum Eugenio Torre (2.561). 29. Re7! De6 30. Rf4! Df6 31. Rfd5 Dg5 32. h4! og svartur gafst upp enda mannstap óumflýjanlegt. Yu þessi er 15 ára titillaus skákmaður sem náði stórmeistaraáfanga á mótinu og lenti í þriðja sæti. Hvítur á leik. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Öflug átta. Norður ♠ÁK ♥642 ♦KG86 ♣8754 Vestur Austur ♠DG1098 ♠7632 ♥KG1075 ♥93 ♦4 ♦32 ♣103 ♣DG962 Suður ♠54 ♥ÁD8 ♦ÁD10975 ♣ÁK Suður spilar 6♦. Vestur hefur sýnt hálitina með því að segja 2♦ ofan í eðlilega opnun suð- urs á 1♦ og af því mótast áætlun sagn- hafa. Útspilið er ♠D. Eftir upphreinsun á hliðarlitunum er hin augljósa áætlun sú að spila hjarta úr borði og láta áttuna duga ef austur fylgir með smáspili. En austur er eng- inn græningi og mun hoppa upp með millispil ef hann getur. Áttan er ekki alveg nógu öflug. Eða hvað? Sagnhafi ætti að setja stefnuna á fjögurra spila endastöðu þar sem hann á ♠Á í borði og þrjá hjartahunda, en einn spaða og ♥ÁD8 heima. Vestur verður að vera á þremur hjörtum og einum spaða, en hvaða hjörtum á vest- ur að halda eftir? Ef hann reynir að af- blokkera með því að henda tíu eða gosa, vex áttan að virðingu og þá dugir austri ekki að fara upp með níuna. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Óhófleg ástundum félagslífs að undanförnu hefur tekið sinn toll hjá þér. Leyfðu þér að njóta þess en gættu þess þó að ganga ekki of nærri þér. (20. apríl - 20. maí)  Naut Notaðu daginn til þess að gera áætl- anir svo lítið beri á. Með því að sýna þínar bestu hliðar færðu góðan vin til að deila með þér ánægjustundunum. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þér hættir til þess að færast of mikið í fang, en nú er rétti tíminn til þess að beita hæfileikum þínum fyrir gott mál- efni. Gerðu samt ekkert, nema athuga málavexti fyrst. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Gættu að því hvað þú segir. Að eyða minna en maður aflar er einfaldasta leiðin til þess að draga úr streitu. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Tímabundið peningaleysi gæti verið það besta sem gerst hefur í fjármálum þínum í langan tíma. Of mikil pressa get- ur sett allt á annan endann. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það er allt í sómanum hjá þér um þessar mundir í vinnunni svo þú getur leyft þér að slaka svolítið á. Flas er ekki til fagnaðar og þér liggur ekki á. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú ert að velta fyrir þér leynd- ardómum lífs og dauða. Lífið skánar til muna þegar þú þekkir og virðir eigin tak- mörk. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Einhver misskilningur gæti komið upp milli ástvina sem þarf að leið- rétta. Allir gera mistök og þau sem þú gerir verða til vegna gæsku þíns saklausa hjarta. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Farðu á kaffihús, kayptu þér bók eða tímarit eða jafnvel tónlist sem er frábrugðin því sem þú ert vön/vanur að hlusta á. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Flest virðist ganga þér í haginn og haldir þú vöku þinni ætti ekki að verða breyting þar á. Reyndar muntu eyða meiru í fallega muni og gjafir handa ást- vinum. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Hvað gengur og hvað gengur ekki er álitamál. Fáðu aðstoð, ef það er það sem þarf til þess að þú getir staðið við þitt. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú ert listfengur þessa dagana og nýtur þess að lesa ljóð og hlusta á góða tónlist. Sjáðu til þess að svo geti orðið. Myndirðu vilja eiga sjálfan þig að vini? Stjörnuspá 12. júní 1838 Miklir jarðskjálftar urðu á Norðurlandi. Þeir voru einna harðastir á Siglufirði. Bæir skemmdust og grjót hrundi úr fjöllum og björgum í Eyjafirði og Skagafirði. Maður beið bana. Kirkjan á Hólum í Hjaltadal „skaðaðist nokkuð“, sagði í ritinu Land- skjálftar á Íslandi. Skjálftar fundust allt sumarið, oft margir á dag. Sá stærsti er talinn hafa verið 7 stig. 12. júní 1913 Fánatakan. Skipherra á dönsku varðskipi lét taka bláhvítan fána af báti á Reykjavíkurhöfn. Þetta ýtti undir kröfu um íslenskan fána. Báturinn var gefinn Þjóðminjasafninu árið 1983 en fáninn hafði áður verið afhentur safninu. 12. júní 1976 Benny Goodman klarinettu- leikari, konungur sveifl- unnar, hélt tónleika í Laug- ardalshöll. Morgunblaðið sagði að hann hefði unnið hug og hjörtu áheyrenda. „Þvílíkir tónar“, sagði í Al- þýðublaðinu. 12. júní 1986 Hljómsveitin The Shadows hélt tónleika á Broadway á vegum Listahátíðar. Morg- unblaðið sagði stemninguna hafa verið ólýsanlega og DV að þetta hefði verið ógleym- anlegur atburður. 12. júní 1999 Sigur Rós efndi til tónleika í tilefni af útgáfu geisla- disksins Ágætis byrjun. Rúmu ári síðar var disk- urinn valinn „plata ald- arinnar“. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist ... Jóhann Lárus Jónasson læknir fagnar 75 ára af- mæli sínu í dag ásamt nánustu ættingjum í sum- arbústað við Hafravatn. „Það verður ekki mikið til- stand. Við ætlum að borða saman og ætli það verði ekki blessaða, litla, íslenska lambið sem verður sett á grillið,“ segir Jónas. Hann kveðst aðeins einu sinni hafa verið með mikið tilstand, eins og hann orðar það, í tilefni af- mælis. „Það var þegar ég varð sextugur. Það er ágætt að gera það einu sinni á ævinni og mér fannst ekki ástæða til að draga það lengur. Þá bauð ég stórum hópi af ættingjum og samstarfsmönnum.“ Jóhann starfaði sem rannsóknarlæknir á Landakoti en þar hóf hann störf um leið og hann kom heim 1968 úr framhaldsnámi í London. Jó- hann stundaði blóðrannsóknir og var einnig með rannsóknarstofu í læknastöðinni í Glæsibæ. Þar sem stutt er í sumarbústaðinn gerir Jóhann ráð fyrir að dvelja þar oft í sumar. „Það er þægilegt að sigla eftir veðrinu. Það er svo fljót- legt að skjótast í bústaðinn.“ Sumarið er hann svo vanur að lengja með nokkurra vikna dvöl á Spáni, bæði á vorin og á haustin. „Ég er búinn að gera það í mörg ár,“ segir Jóhann. ingibjorg@mbl.is Jóhann Lárus Jónasson læknir 75 ára Lítil veisla í bústaðnum Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.