Morgunblaðið - 12.06.2009, Page 30

Morgunblaðið - 12.06.2009, Page 30
30 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2009 Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is NÚ stendur yfir í Listasafni Árnes- inga sýningin Leiftur á stund hættunnar. Á sýningunni eru verk eftir átta ís- lenska myndlist- armenn sem allir vinna með ljós- myndina í list sinni og hafa á undanförnum árum hlotið mikla at- hygli bæði hér heima og erlendis fyrir verk sín. „Það sem mér finnst einkenna hópinn er að þau eru mjög persónu- leg í verkum sínum en um leið er sterk áhersla hjá þeim að segja eitt- hvað um samfélagið um leið,“ segir sýningarstjórinn Sigrún Sigurð- ardóttir menningarfræðingur. Listamennirnir átta eru: Pétur Thomsen, Kristleifur Björnsson, Katrín Elvarsdóttir, Ingvar Högni Ragnarsson, Haraldur Jónsson, Einar Falur Ingólfsson, Gréta S. Guðjónsson og Charlotta Hauks- dóttir. „Í sýningunni vann ég út frá því hvernig íslenskir samtímaljósmynd- arar vinna með minningar í list sinni og svo tengi ég líka verk þeirra við hugmyndina um einsögu,“ segir Sig- rún. Tilfinning fyrir liðinni tíð Sýningunni er skipt í tvo sali í Listasafni Árnesinga. „Í öðrum salnum eru fyrst og fremst myndir sem tengjast minn- ingum og þar er svolítið áberandi að flestir eru að vinna með ómeðvitaðar minningar. Upplifanir sem hafa haft áhrif á þá en erfitt eða ómögulegt er að lýsa með orðum. Þær myndir vekja upp einstakt brot úr veru- leikanum sem vekur upp tilfinningu fyrir liðinni tíð hjá áhorfandanum. Í hinum salnum eru verk sem tengjast einsöguhugmyndinni. Þau endurspegla þá hugsun að í einu ein- stöku augnabliki kristallist ákveðinn sannleikur um samfélagið í stærra samhengi. Þau verk eru öll unnin í ólíkum Evrópulöndum.“ Sigrún valdi sjálf listamennina og verkin á sýninguna og segist hafa lagt ríka áherslu á að skipta þeim ekki upp eftir menntun. „Annars vegar eru listamenn með háskóla- próf í ljósmyndun og hins vegar með próf í myndlist en hafa unnið með ljósmyndun í list sinni.“ Sýningin stendur til 28. júní. Listasafn Árnesinga er að Aust- urmörk 21 í Hveragerði. Leiftur á stund hættunnar  Átta myndlistarmenn sýna ljós- myndir í Listasafni Árnesinga í júní Minning Mynd eftir Pétur Thomsen sem var tekin í Rússlandi 2005. Sigrún Sigurðardóttir DANIR minnast nú sinnar ástsælu leikkonu, Helle Virkner, sem lést í fyrradag, 83 ára að aldri. Það er ekki ofsögum sagt að fer- ill Helle Virkner hafi verið stór- brotinn. Hún kom fyrst fram í kvik- mynd aðeins sextán ára, og kom síðast fram í myndinni Se dagens lys, sem gerð var árið 2003. Á starfsferli sem spannaði á sjöunda tug ára lék hún í á sjöunda tug kvikmynda og sjónvarpsþáttaraða, auk þess að leika á sviði. Danir minnast hennar sem hæfi- leikaríkrar leikkonu og einstaks ljúflings. Það olli talsverðu fjaðrafoki þeg- ar Helle Virkner, þá tvífráskilin, hóf samband með þáverandi for- sætisráðherra Dana, Jens Otto Kragh. Sjálf hélt hún sínu striki og lét hjónabandið ekki trufla leikfer- ilinn. Á meðan voru „dönsku blöð- in“ full af sögum og sögusögnum af forsætisráðherrafrúnni. Hér á landi er hún þekkt úr fjöl- mörgum dönskum myndum og sjónvarpsþáttum, allt frá gam- anmyndunum um Ólsengengið, til sjónvarpsþáttanna Húsið, Matador og Ríkið, sem Lars von Trier gerði. Í Matadorþáttunum sem nutu gríðarlegra vinsælda, lék hún El- isabeth Friis, systur Maude sem giftist hinum sterkefnaða Hans Christian Varnæs, en svo vildi til að Elisabeth Friis var ástfangin af Kristen Skjern, bróður erkióvinar mágs hennar, Mads Skjern. begga@mbl.is Helle Virkn- er látin 83 ára að aldri Lék í fleiri en 60 myndum og þáttum Ástsæl Helle Virkner lék í 60 ár. SKÓFÍLAR snúa aftur á tón- leikum í Jazzkjallaranum á Cafe Cultura á Hverfisgötu í kvöld kl. 22. Hljómsveitin Skó- fílar var stofnuð í upphafi árs 2003 og hefur sérhæft sig í leik á lögum gítarleikarans John Scofield. Hún snýr nú aftur eft- ir nokkurt hlé og lofar frábærri skemmtun á skemmtilegum lögum. Í sveitinni eru Ásgeir J. Ásgeirsson gítarleikari, Ólafur Jónsson saxófónleikari, Þorgrímur Jónsson bassaleikari og Erik Qvick sem leikur á trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og er 1000 kr. að- gangseyrir og 500 kr. fyrir námsmenn. Tónlist Skófílar snúa aftur til byggða í kvöld Ólafur Jónsson saxófónleikari. VERKSMIÐJAN á Hjalteyri kynnir sýn- ingarhópinn Shoe- boxtour sem saman- stendur af heims- þekktum sirkus- listamönnum, þau eru á ferð um landið og sýna ljóðrænan spennandi sirkus. Leikið er undir af raftækjum, unnið með form og ætla þau að spinna af fingrum fram á Hjalteyri. Með þeim í för eru sirkuslistamenn frá Finnlandi sem taka þátt í spunanum og töframenn koma frá Reykja- vík. Sýningin verður annað kvöld og hefst kl. 21. Aðgangur er ókeypis. Í Verksmiðjunni stendur nú yfir sýningin „Hertar sultarólar“. Sirkus Sirkus Shoeboxtour í Verksmiðjunni Sirkus Shoeboxtour. SIGRÍÐUR Ása Júlíus- dóttir opnar í dag sýningu á málverkum sínum á Mokka, Skólavörðustíg 3a. Síðustu þrjú ár hefur Sig- ríður Ása lagt stund á hönnunarnám við Dan- marks Designskole. Í haust heldur hún til Amsterdam, til náms í grafískri hönnun við Gerrit Rietveld Akademíuna. Viðfangsefni mynda hennar er fólk, sem hún á vissan hátt sviptir samhengi sínu og umhverfi. Myndirnar á sýningunni eru akrýl og lakk á striga, málaðar á vordögum 2009. Þetta er hennar fjórða einkasýning, og stendur til 9. júlí Myndlist Sviptir fólkið samhengi sínu Eitt verka Sigríðar. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „HÚFUR hafa fylgt okkur alla tíð, og ef við skoðum gömlu íslensku húfurnar, þá leyfði fólk sér að skreyta þær eftir efnum og geðþótta. Þeg- ar Sigurður Guðmundsson málari teiknaði ís- lenska búninginn, var húfan orðin að lítilli dúllu ofaná höfðinu með löngu skotti, og sú húfa varð tískuvara,“ segir Þórunn Elísabet Sveinsdóttir búningahönnuður, en hún er hönnuður sýning- arinnar Ást á arfleifðinni sem nú stendur í Þjóð- minjasafninu. Þar má sjá eldri skotthúfur úr eigu safnsins ásamt ýmsum safngripum, en einnig nýjar skotthúfur hannaðar af Þórunni og Ingi- björgu Guðjónsdóttur. Skotthúfur þeirra byggj- ast á gamalli hefð en eru nútímalegar. „Langa skottið var fallegt með síðu kven- mannshári, en það var líka stöðutákn, því silki- garn í skottið var dýrt. Þetta er eins og hjá Loð- vík fjórtánda, þegar skór fóru að verða tískuvara; þá lengdist táin á skóm þeirra efnuðu, og sagan segir að Loðvík hafi þess vegna þurft að ganga afturábak upp stiga.“ Sjálfstæðisyfirlýsing í húfu Þórunn segir að ef til vill hafi það verið eins konar sjálfstæðisyfirlýsing hjá stelpum að stela húfum af strákum og byrja að ganga með þær, rétt eins og það var hjá ástkonu Chopin, sem gekk í jakkafötum og Marlene Dietrich sem gekk stundum með bindi. „Stelpunum hefur ekkert veitt af því að vera með húfur í útiverkunum.“ Sennilega kemur skotthúfa Sigurðar málara upp í huga flestra þegar talað er um slík höf- uðföt, en Þórunn segir að húfurnar hafi alla tíð verið margvíslegar. „Skotthúfan hefur tekið á sig ýmsar myndir, og þær voru oft rosalega fallega prjónaðar. Barnahúfurnar voru dýpri. Hólkurinn var heldur ekki alltaf hólkur. Það var hægt að kaupa band með málmi í, og stundum var kniplað eða ofið og samskeyti skottsins og húfunnar vafin á ýmsan hátt. Enn og aftur byggðist þetta á hug- myndaflugi kvennanna og löngun til að fegra og skreyta.“ Ekki bannað að fikta Þórunn segir það hafa tekið sig fimmtán ár að fullhanna skotthúfuna sína, og hún er auðvitað byggð á hefðinni. „En sagan segir að það megi fikta. Íslenski búningurinn er ekki heilagur, pils- in voru misvíð eftir tísku og og stærðin á sjöl- unum sömuleiðis – stundum voru þau hyrna; og stundum voru engar svuntur notaðar. Skotthúfan er heldur ekki heilög. Ég hef til dæmis verið að vinna með fólki að því að búa til hólka úr lambs- leggjum og það gengur vel. Allt hlýðir þetta kalli fólks um það hvað þykir fallegt á hverjum tíma fyrir sig.“ Sýningin er opin frá kl. 10–17 alla daga í sumar.  Skotthúfur í öndvegi á sýningunni Ást á arfleifðinni í Þjóðminjasafninu  Ingibjörg Guðjónsdóttir og Þórunn Elísabet Sveinsdóttir sýna nýjar skotthúfur Langa skottið var stöðutákn Morgunblaðið/Jakob Fannar Skotthúfurnar Nýju húfurnar, eftir þær Ingibjörgu og Þórunni Elísabetu sverja sig í ætt við þá gömlu, þótt nýmóðins séu. Ég á fullt í fangi með að halda þeim upp að hljóðnemanum og passa að setningarnar þeirra fari ekki út og suður inn á hljóðrásina. 32 »

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.