Morgunblaðið - 12.06.2009, Qupperneq 32
32 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2009
Eilífðartöffarinn Helgi Björns og
kátir kappar hans í SSSól hafa nú
hertekið Stúdíó Sýrland og vinna
hörðum höndum að nýju efni. Ráð-
gert er að klára tvo nýja ópusa
fyrsta kastið en breiðskífa ku einn-
ig vera á teikniborðinu. Í viðtali við
blað þetta í apríl 2007 minntust liðs-
menn á að plata væri í uppsiglingu
og slíkt væri í raun forsenda fyrir
aukinni spilamennsku. Í ljósi tón-
leika sveitarinnar í Officeraklúbbn-
um á morgun má ætla að sú plata sé
loks að fæðast. Fimmtán áru liðin
frá því að stór plata með SSSól kom
út síðast, en hún nefnist Blóð.
SSSól vinnur að nýju
efni í Sýrlandi
Fólk
DANSK-íslenska víkingasveitin Krauka er kom-
in til landsins og mun leika á Víkingahátíð
Fjörukráarinnar í Hafnarfirði um helgina. Ís-
lendingurinn og söngvarinn í Krauku er Guðjón
Rúdólf Guðmundsson sem flestir landsmenn
þekkja sem manninn sem týndi húfunni sinni um
árið („Karekarekarekar er húfan mín“).
„Við verðum með lítinn konsert á tveggja tíma
fresti alla dagana á Víkingahátíð í dag, morgun
og sunnudaginn,“ segir Guðjón. „Þetta er í
fjórða sinn sem við komum fram á Víkingahátíð.
Við höfum spilað mikið á þessum hátíðum um all-
an heim og Fjörukráin er kannski mekka í vík-
ingaheiminum,“ segir Guðjón. Íbúar Austur-
lands eiga svo von á góðu því Krauka spilar í
Skaftafelli og á Geitafelli 16. og 17. júní.
„Krauka er orðið tíu ára band og byggðist í
byrjun mikið á því elsta sem hefur fundist frá
víkingatímanum en núna erum við búnir að bæta
við bassaleikara og öll lögin eru samin af okkur
á nýju plötunni fyrir utan eitt sænskt þjóðlag,“
segir Guðjón en Krauka sendi nýverið frá sér
plötuna Óðinn sem hefur hlotið góðar viðtökur.
Árið 2003 kom frá Guðjóni sólóplatan Mini-
mania sem innihélt áðurnefndan „húfu“-smell.
Spurður hvort önnur sólóplata sé væntanleg
jánkar Guðjón því. „Þegar ég losna við Danina
úr landi ætla ég að klifra upp í rjáfur fyrir vest-
an með Þorkeli Atlasyni, sem vann að Minimania
með mér, og athuga hvort við getum barið eitt-
hvað saman. En við erum með ein tíu til tólf lög í
salttunnunni.“ ingveldur@mbl.is
Með ein tíu til tólf lög í salttunnunni
Krauka Guðjón er annar frá vinstri á myndinni.
Nýjasta plata Sindra Más Sigfús-
sonar, Clangour, sem hann gaf út
undir nafninu Sin Fang Bous var ný-
lega dæmd á tónlistarvefnum Pitch-
fork.com. Þar fær platan einkunnina
6,9 og er ævintýralegt yfirbragð
hennar hyllt.
Plötunni er líkt við verk Stuart
Murdoch og Panda Bear en er einnig
sögð bera allan seiðandi sjarma
hljómsveitarinnar Seabear þar sem
Sindri er einnig í forsprakki.
Undarlegasta samlíkingin hlýtur
þó að vera við hlaðinn hljóðheim
Phils Spector er var nýlega dæmdur í
18 ára fangelsisvist. Clangour kom
nýverið út hjá Morr Music útgáfunni.
Sin Fang Bous
hyllt á vef Pitchfork
Hvernig hefur umhverfið áhrif á okkur?
Hvernig höfum við áhrif á umhverfið?
Nemendur 16-20 ára
18. júní, frá kl. 17:30 - 21:30
og 5.-21. ágúst kl. 9:00-15:00
Skráning fyrir 15.júní
www.myndlistaskolinn.is
Myndlistaskólinn í Reykjavík
s: 551 1990
Myndlist/Arkitektúr
Verð 15.000 kr
Er framtíðin í höfn?
Unnið að framtíðarsýn í
hugmyndasamkeppni um
heildarskipulag Gömlu
hafnarinnar í Reykjavík
Sumarnámskeið fyrir ungt fólk
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
ÞAÐ hefur væntanlega farið fram
hjá fáum að auglýsingaandlit Olís
undanfarin misseri er hinn ástkæri
söngvari Ragnar Bjarnason.
Í einni útgáfu útvarpsauglýsinga
fær hann barnabörnin sín til liðs við
sig en þær auglýsingar hlutu góðan
hljómgrunn í fyrra. Morgunblaðið
sló á þráðinn til Ragnars þar sem
hann var að ljúka upptökum á
skammti þessa sumars sem fer í loft-
ið von bráðar. Að vanda er „sögu-
sviðið“ á þann veg að Ragnar er að
keyra úti á landi með börnin sem eru
forvitin og spurul eins og þeirra er
háttur.
„Strákarnir hérna í TBWA\-
Reykjavík áttu hugmyndina að
þessu á sínum tíma, eins og öllum
þessum auglýsingum. Ég bara mæti
á svæðið,“ segir Ragnar og rekur
upp sinn einkennandi roknahlátur.
„Þeir leggja til handrit en svo
krafsa ég í þetta líka og set eitthvað
af mínu efni fram.“
Yndislegt
Börnin eru þau Aron Henrysson,
níu ára og Aþena Eiðsdóttir, sjö ára.
Aron er barnabarn Ragnars en
Aþena barnabarnabarn. „Þetta er
fjölskylduvænt efni og það geta
margir tengt við þetta. Það er
ástæðan fyrir þessum vinsældum,“
segir Ragnar. „Við reynum að hafa
þetta á léttu nótunum, reynum að
draga upp aðstæður sem fólk þekkir
og læða inn litlum bröndurum. For-
eldrar, afar og ömmur þekkja það að
taka krílin með í svona bíltúra.
Margar setningarnar eru þannig
byggðar á raunverulegum atburðum
getum við sagt!“
Ragnar segir það frábært að vinna
svona með barnabörnunum, þau séu
alveg yndisleg í upptökunum.
„Þau standa á dýnu fyrir framan
mig, svo ég hafi þau nú í höfuðhæð,“
segir Ragnar og brosir í gegnum
símann, spurður um hvernig þau
beri sig nú að í vinnunni.
„Þau eru miklir vinir og eru auð-
vitað mikið að spá og spekúlera í til-
verunni, bendandi hingað og þangað
og skoðandi sig um. Þannig að ég á
fullt í fangi með að halda þeim upp
að hljóðnemanum og passa að setn-
ingarnar þeirra fari ekki út og suður
inn á hljóðrásina. Þetta er eiginlega
alveg eins og þegar maður er að
reyna að hafa stjórn á þeim í bíltúr-
unum“ (hlær).
Í auglýsingabíltúr með afa
Raggi Bjarna leikur í útvarpsauglýsingum ásamt barnabörnum
Börnin tvö eru miklir vinir og afinn að vonum stoltur af meðleikurunum
Morgunblaðið/Heiddi
Þríeykið Raggi Bjarna segir samstarfið við barnabörnin einstaklega farsælt og þau séu með þetta í blóðinu.
HLUSTENDUR FM957 eiga ef-
laust eftir að sperra upp eyrun í dag
þegar útvarpsstöðin fagnar því að á
morgun eru liðin 20 ár frá því að
henni var hleypt í loftið. Í dag mæta
fyrrverandi dagskrárgerðamenn og
rifja upp gamla takta þegar þættir á
borð við Tveir með öllu og Ding
Dong verða endurvaknir í einn dag.
Fullyrða má að þáttur þeirra Jóns
Axels og Gulla Helga hafi á sínum
tíma verið vinsælasti útvarpsþáttur
landsins. Einnig mæta Richard
Scobie, Ragnar Bjarnason, Ásgeir
Kolbeinsson og fleiri fyrrverandi út-
varpsstjörnur í loftið og fær hvert
sitt „slott“ til að fylla.
Annað kvöld verður svo blásið til
heljarinnar boðsveislu á Nasa sem
er ein af 20 uppákomum sem haldnar
verða í sumar til að fagna afmælinu.
FM957 er 20 ára
Morgunblaðið/Kristinn
FM957 Svali við hljóðnemann.
Afmælinu fagnað
með gömlum dag-
skrárliðum í dag
Raggi segist aðspurður eiga
„helling af þessu“ en barna-
börnin eru tvö og barna-
barnabörnin eru nú orðin fimm.
Hann segir Aþenu og Aron hafa
staðið sig eins og hetjur, þetta
sé þeim náttúrulegt og t.a.m.
hafi Aþena sungið inn á barna-
plötu Hafdísar Huldar, Englar í
ullarsokkum. „Ég á ábyggilega
eftir að drífa þau með mér í ein-
hver fleiri verkefni!“
Af niðjum er nóg